Erlent

Færeyingar lögleiða samkynja hjónabönd

Bjarki Ármannsson skrifar
Umræðan um það hvort leyfa eigi samkynja hjónabönd hefur verið heitt deilumál í Færeyjum um hríð.
Umræðan um það hvort leyfa eigi samkynja hjónabönd hefur verið heitt deilumál í Færeyjum um hríð. Vísir/AFP
Færeyska lögþingið samþykkti í dag við þriðju umræðu frumvarp sem leyfir samkynja hjónabönd að borgaralegum hætti. Nítján þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, fjórtán gegn því en enginn sat hjá.

Umræðan um það hvort leyfa eigi samkynja hjónabönd hefur verið heitt deilumál í Færeyjum um hríð. Frumvarpið sem samþykkt var endanlega í dag hefur verið í nefnd frá því í nóvember en meðal flutningsmanna þess er fyrsti opinberlega samkynhneigði þingmaðurinn í sögu Færeyja.

Frumvarpið felur í sér að borgalegar hjónavígslur samkynhneigðra eru leyfðar en þær mega ekki fara fram í kirkju. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×