Færeyingar færast nær réttarbreytingu Guðsteinn skrifar 13. október 2012 00:30 Færeyski tónlistarmaðurinn sem náði sér aldrei andlega eftir alvarlega líkamsárás fyrir sex árum.Mynd/NUD Lát færeyska tónlistarmannsins Rasmusar Rasmussen hefur vakið athygli á erfiðri stöðu samkynhneigðra í Færeyjum. Rasmussen, sem var samkynhneigður, varð fyrir alvarlegri líkamsárás árið 2006 og náði sér aldrei eftir það. Nokkur hreyfing virðist samt hafa verið á réttindamálum samkynhneigðra í Færeyjum síðustu misseri, og að hluta virðist mega rekja það til árásarinnar á Rasmussen. Þannig samþykkti færeyska Lögþingið árið 2007 eða árið eftir árásina á Rasmussen, með sautján atkvæðum gegn fjórtán breytingu á færeysku refsilöggjöfinni þess efnis að bannað væri að hóta, hæðast að eða niðurlægja fólk vegna kynhneigðar. Í sumar mættu síðan fimm þúsund manns til gleðigöngu samkynhneigðra í Þórshöfn, sem er tíundi hver íbúi eyjanna. Mikil breyting hafði greinilega orðið síðan samkynhneigðir héldu síðast slíka hátíð, sem var árið 2007, en þá hættu einungis nokkur hundruð sér út á götu til að taka þátt í göngu samkynhneigðra. Nú í haust er jafnvel reiknað með að frumvarp um hjónavígslu samkynhneigðra verði lagt fram á lögþingi Færeyja, og eru líkur tá að helmingur þingmanna muni styðja það, sem hefði verið óhugsandi fyrir aðeins örfáum árum. „Við urðum svo sem ekki vör við neitt persónulega þegar við vorum þarna. Almenningur er ekkert hrópandi úti á götum eða neitt svoleiðis," segir Guðmundur Helgason, formaður Samtakanna '78, sem kom til Færeyja í sumar með Hinsegin kórnum í tilefni af gleðihátíð samkynhneigðra þar. „Hins vegar er ákveðinn kjarni strangtrúaðra sem skrifar greinar í blöðin og á vefsíður þar sem talað er mjög sterkt gegn samkynhneigðum. Við megum hins vegar passa okkur svolítið á því að detta ekki alveg í fordæmingargírinn um að Færeyingar séu svona hræðilegir. Það var nú bara síðasta vetur sem maður var laminn á bar hér í Reykjavík fyrir að vera transmaður. Fordómarnir þrífast hér engu síður en þar, þótt lagalega staðan hér sé betri." Tengdar fréttir Svipti sig lífi eftir hræðilegan hatursglæp „Hann var rólegur, prúður og hógvær; brosmildur, glaðsinna og jákvæður. Lífið brosti við honum," segir Jens Guðmundsson, rokksérfræðingur og skrautskriftarkennari um færeyska tónlistarmanninn Rasmus Rasmussen. Sá svipti sig lífi fyrir tveimur dögum en hann barðist við afleiðingar hrottalegrar líkamsárásar sem hann varð fyrir árið 2006 í Færeyjum. Ástæðan fyrir árásinni var sú að Rasmus var samkynhneigður, og einn af örfáum í Færeyjum sem fór ekki leynt með það. 11. október 2012 16:05 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Halldór teiknar Landsdóm Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Afsögn formanns bæjarráðs Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Lát færeyska tónlistarmannsins Rasmusar Rasmussen hefur vakið athygli á erfiðri stöðu samkynhneigðra í Færeyjum. Rasmussen, sem var samkynhneigður, varð fyrir alvarlegri líkamsárás árið 2006 og náði sér aldrei eftir það. Nokkur hreyfing virðist samt hafa verið á réttindamálum samkynhneigðra í Færeyjum síðustu misseri, og að hluta virðist mega rekja það til árásarinnar á Rasmussen. Þannig samþykkti færeyska Lögþingið árið 2007 eða árið eftir árásina á Rasmussen, með sautján atkvæðum gegn fjórtán breytingu á færeysku refsilöggjöfinni þess efnis að bannað væri að hóta, hæðast að eða niðurlægja fólk vegna kynhneigðar. Í sumar mættu síðan fimm þúsund manns til gleðigöngu samkynhneigðra í Þórshöfn, sem er tíundi hver íbúi eyjanna. Mikil breyting hafði greinilega orðið síðan samkynhneigðir héldu síðast slíka hátíð, sem var árið 2007, en þá hættu einungis nokkur hundruð sér út á götu til að taka þátt í göngu samkynhneigðra. Nú í haust er jafnvel reiknað með að frumvarp um hjónavígslu samkynhneigðra verði lagt fram á lögþingi Færeyja, og eru líkur tá að helmingur þingmanna muni styðja það, sem hefði verið óhugsandi fyrir aðeins örfáum árum. „Við urðum svo sem ekki vör við neitt persónulega þegar við vorum þarna. Almenningur er ekkert hrópandi úti á götum eða neitt svoleiðis," segir Guðmundur Helgason, formaður Samtakanna '78, sem kom til Færeyja í sumar með Hinsegin kórnum í tilefni af gleðihátíð samkynhneigðra þar. „Hins vegar er ákveðinn kjarni strangtrúaðra sem skrifar greinar í blöðin og á vefsíður þar sem talað er mjög sterkt gegn samkynhneigðum. Við megum hins vegar passa okkur svolítið á því að detta ekki alveg í fordæmingargírinn um að Færeyingar séu svona hræðilegir. Það var nú bara síðasta vetur sem maður var laminn á bar hér í Reykjavík fyrir að vera transmaður. Fordómarnir þrífast hér engu síður en þar, þótt lagalega staðan hér sé betri."
Tengdar fréttir Svipti sig lífi eftir hræðilegan hatursglæp „Hann var rólegur, prúður og hógvær; brosmildur, glaðsinna og jákvæður. Lífið brosti við honum," segir Jens Guðmundsson, rokksérfræðingur og skrautskriftarkennari um færeyska tónlistarmanninn Rasmus Rasmussen. Sá svipti sig lífi fyrir tveimur dögum en hann barðist við afleiðingar hrottalegrar líkamsárásar sem hann varð fyrir árið 2006 í Færeyjum. Ástæðan fyrir árásinni var sú að Rasmus var samkynhneigður, og einn af örfáum í Færeyjum sem fór ekki leynt með það. 11. október 2012 16:05 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Halldór teiknar Landsdóm Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Afsögn formanns bæjarráðs Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Svipti sig lífi eftir hræðilegan hatursglæp „Hann var rólegur, prúður og hógvær; brosmildur, glaðsinna og jákvæður. Lífið brosti við honum," segir Jens Guðmundsson, rokksérfræðingur og skrautskriftarkennari um færeyska tónlistarmanninn Rasmus Rasmussen. Sá svipti sig lífi fyrir tveimur dögum en hann barðist við afleiðingar hrottalegrar líkamsárásar sem hann varð fyrir árið 2006 í Færeyjum. Ástæðan fyrir árásinni var sú að Rasmus var samkynhneigður, og einn af örfáum í Færeyjum sem fór ekki leynt með það. 11. október 2012 16:05