Innlent

Fær ekki að halda skrá yfir fólk í greiðsluaðlögun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fjöldi fólks hefur fengið greiðsluaðlögun. Það er bannað að halda lista yfir fólkið. Mynd úr safni.
Fjöldi fólks hefur fengið greiðsluaðlögun. Það er bannað að halda lista yfir fólkið. Mynd úr safni.
Persónuvernd hefur hafnað ósk Creditinfo Lánstrausti hf um að fá leyfi til þess að skrá og selja upplýsingar um einstaklinga sem fengið hafa greiðsluaðlögun. Þetta kemur fram í úrskurði sem birtur er á vef Persónuverndar.

Creditinfo rekur nú þegar ýmsar skrár. Má þar meðal annars nefna vanskilaskrá sem hefur að geyma upplýsingar um vanskil fólks. Félagið heldur einnig utan um ýmsar aðrar upplýsingar, t.d. kaupmála og fjárræðissviptingar.

Í úrskurði Persónuverndar segir meðal annars að skrásetning umræddra upplýsinga í skrá Creditinfo Lánstrausts hf. um fjárhagsmálefni og lánstraust einstaklinga, sem haldin er í því skyni að miðla þeim til annarra, yrði að teljast íþyngjandi. Ákvað Persónuvernd að hafna beiðni Creditinfo um að fá að halda þessar upplýsingar.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×