Fær bætur frá ríkinu vegna valdbeitingar við þvagsýnatöku Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. júlí 2011 12:00 Frá Selfossi. Mynd/GVA Kona sem þvinguð var í þvagsýnatöku af lögreglunni á Selfossi árið 2007 hefur náð sátt við íslenska ríkið sem felur í sér viðurkenningu ríkisins á mistökum og greiðslu skaðabóta til konunnar. María Bergsdóttir var í mars 2007 stöðvuð af lögreglunni á Selfossi grunuð um ölvun við akstur. Tekið var þvagsýni úr Maríu með þvaglegg á lögreglustöðinni á Selfossi, eftir að hún hafði ekið út af rétt við Þingborg. Nota þurfti valdbeitingu við sýnatökuna, sem hjúkrunarfræðingur og læknir önnuðust og reyndist umtalsvert magn af alkóhóli í blóði konunnar. Hún var síðan í febrúar 2008 dæmd fyrir ölvun við akstur í Héraðsdómi Suðurlands og var dómurinn staðfestur af Hæstarétti. Valdbeiting við sýnatökuna með þvaglegg þótti umdeild á sínum tíma. Umboðsmaður Alþingis fjallaði um málið og komst að þeirri niðurstöðu í frumkvæðisathugun að lögreglan á Selfossi hefði hugsanlega brotið á mannréttindum konunnar. Í bréfi umboðsmanns, sem var beint til dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins, kom fram að lögreglan á Selfossi hefði ekki gætt meðalhófsreglunnar auk þess sem lögreglan hafi hugsanlega gerst brotleg við 3. grein Mannréttindasáttmála Evrópu, en ákvæðið kveður á um að engan megi beita pyndingum né annarri „ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð" eða refsingu. Konan krafðist skaðabóta frá ríkinu vegna þessar vansæmandi meðferðar sem hún þurfti að sæta af hálfu lögreglunnar á Selfossi og hefur nú náð samkomulagi við ríkið, að sögn Jóns Egilssonar, lögmanns hennar. Jón segir að konan sé mjög þakklát fyrir aðkomu umboðsmanns Alþingis að málinu sem hafði að eigin frumkvæði afskipti af því. Þá segir hann konuna þakkláta Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, sem hafi gefið sér tíma til að hitta hana. Sátt náðist um greiðslu bótanna hinn 5. júlí síðastliðinn en Jón segir fjárhæð bótanna trúnaðarmál. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira
Kona sem þvinguð var í þvagsýnatöku af lögreglunni á Selfossi árið 2007 hefur náð sátt við íslenska ríkið sem felur í sér viðurkenningu ríkisins á mistökum og greiðslu skaðabóta til konunnar. María Bergsdóttir var í mars 2007 stöðvuð af lögreglunni á Selfossi grunuð um ölvun við akstur. Tekið var þvagsýni úr Maríu með þvaglegg á lögreglustöðinni á Selfossi, eftir að hún hafði ekið út af rétt við Þingborg. Nota þurfti valdbeitingu við sýnatökuna, sem hjúkrunarfræðingur og læknir önnuðust og reyndist umtalsvert magn af alkóhóli í blóði konunnar. Hún var síðan í febrúar 2008 dæmd fyrir ölvun við akstur í Héraðsdómi Suðurlands og var dómurinn staðfestur af Hæstarétti. Valdbeiting við sýnatökuna með þvaglegg þótti umdeild á sínum tíma. Umboðsmaður Alþingis fjallaði um málið og komst að þeirri niðurstöðu í frumkvæðisathugun að lögreglan á Selfossi hefði hugsanlega brotið á mannréttindum konunnar. Í bréfi umboðsmanns, sem var beint til dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins, kom fram að lögreglan á Selfossi hefði ekki gætt meðalhófsreglunnar auk þess sem lögreglan hafi hugsanlega gerst brotleg við 3. grein Mannréttindasáttmála Evrópu, en ákvæðið kveður á um að engan megi beita pyndingum né annarri „ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð" eða refsingu. Konan krafðist skaðabóta frá ríkinu vegna þessar vansæmandi meðferðar sem hún þurfti að sæta af hálfu lögreglunnar á Selfossi og hefur nú náð samkomulagi við ríkið, að sögn Jóns Egilssonar, lögmanns hennar. Jón segir að konan sé mjög þakklát fyrir aðkomu umboðsmanns Alþingis að málinu sem hafði að eigin frumkvæði afskipti af því. Þá segir hann konuna þakkláta Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, sem hafi gefið sér tíma til að hitta hana. Sátt náðist um greiðslu bótanna hinn 5. júlí síðastliðinn en Jón segir fjárhæð bótanna trúnaðarmál. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira