Fæðingarorlof: Hámarksgreiðslur foreldris verði hækkaðar, orlof lengt og leikskóladvöl tryggð Atli ísleifsson skrifar 11. mars 2016 16:43 Birkir Jón Jónsson, formaður starfshópsins, og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. Mynd/velferðarráðuneytið Lagt er til að hámarksgreiðslur foreldris úr Fæðingarorlofssjóði verði 600 þúsund krónur á mánuði og að tekjur allt að 300 þúsund króna á mánuði skerðist ekki, líkt og nú er. Þetta kemur fram í skýrslu sem starfshópur um framtíðarstefnu í fæðingarorlofsmálum skilaði til Eyglóar Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra í dag. Tillögurnar fela meðal í sér hækkun greiðslna og afnám skerðinga vegna tekna að 300 þúsund króna á mánuði, að fæðingarorlof verði lengt úr níu mánuðum í tólf og að leikskóladvöl verði tryggð í framhaldi af fæðingarorlofi.Fæðingarorlof lengt úr níu í tólf mánuðiÍ frétt á vef velferðarráðuneytisins segir að allir fulltrúarnir standi að baki skýrslu hópsins en ekki hafi náðst samstaða um allar tillögurnar, líkt og fram komi í fyrirvörum með lokaskýrslu. Lagt er til að að tekjur foreldris að 300.000 krónum á mánuði skerðist ekki en að foreldrar fái 80% af þeim viðmiðunartekjum sem eru umfram 300.000 kr. Miðað er við að hámarksgreiðsla í fæðingarorlofi hækki úr 370.000 kr. á mánuði í 600.000 kr. á mánuði. Lagt er til að samanlagður réttur foreldra til fæðingarorlofs verði lengdur úr níu mánuðum í tólf. Tíu mánuðir skiptist til helminga milli foreldra barns en tveir mánuðir verði sameiginlegir. Þá segir að mikilvægt sé fyrir jafnrétti kynjanna að unnt verði að bjóða börnum dvöl á leikskóla eftir að fæðingarorlofi foreldra lýkur. Af þessum ástæðum sé mikilvægt að leita leiða sem geri mögulegt að bjóða öllum börnum dvöl á leikskóla við tólf mánaða aldur.Eygló: „Verður að hækka hámarksgreiðsluna“Fulltrúar í starfshópnum eru sammála um að það skuli vera meginmarkmið að báðir foreldrar nýti að fullu rétt sinn til fæðingarorlofs til að vera með börnum sínum, að foreldrar nýti sameiginlegan rétt sinn að jöfnu, að dregið verði úr tekjumissi foreldra meðan á orlofi stendur og að fæðingarorlofskerfið sé til þess fallið að jafna stöðu kvenna og karla á íslenskum vinnumarkaði. Eygló Harðardóttir ráðherra sagði þegar hún tók við skýrslunni úr hendi formanns starfshópsins í dag að tillögurnar endurspegli skýra sýn og almenna samstöðu um grundvallarmarkmið fæðingarorlofsins, þrátt fyrir fyrirvara. „Það verður að hækka hámarksgreiðsluna svo fólk sjái sér fært að nýta þennan rétt í meira mæli en verið hefur síðustu ár og síðast en ekki síst finnst mér mikilvægt að bæta stöðu þeirra sem hafa lágar tekjur og millitekjur, líkt og tillögur hópsins gera ráð fyrir.“ Starfshópurinn var skipaður í desember 2014 og var Birkir Jón Jónsson, fyrrum varaformaður Framsóknarflokksins, formaður hans. ASÍ, BHM, BSRB, fjármála- og efnahagsráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök atvinnulífsins áttu einnig fulltrúa í hópnum. Nánar má lesa um skýrsluna í frétt ráðuneytisins en hér má sjá skýrsluna sjálfa. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Sjá meira
Lagt er til að hámarksgreiðslur foreldris úr Fæðingarorlofssjóði verði 600 þúsund krónur á mánuði og að tekjur allt að 300 þúsund króna á mánuði skerðist ekki, líkt og nú er. Þetta kemur fram í skýrslu sem starfshópur um framtíðarstefnu í fæðingarorlofsmálum skilaði til Eyglóar Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra í dag. Tillögurnar fela meðal í sér hækkun greiðslna og afnám skerðinga vegna tekna að 300 þúsund króna á mánuði, að fæðingarorlof verði lengt úr níu mánuðum í tólf og að leikskóladvöl verði tryggð í framhaldi af fæðingarorlofi.Fæðingarorlof lengt úr níu í tólf mánuðiÍ frétt á vef velferðarráðuneytisins segir að allir fulltrúarnir standi að baki skýrslu hópsins en ekki hafi náðst samstaða um allar tillögurnar, líkt og fram komi í fyrirvörum með lokaskýrslu. Lagt er til að að tekjur foreldris að 300.000 krónum á mánuði skerðist ekki en að foreldrar fái 80% af þeim viðmiðunartekjum sem eru umfram 300.000 kr. Miðað er við að hámarksgreiðsla í fæðingarorlofi hækki úr 370.000 kr. á mánuði í 600.000 kr. á mánuði. Lagt er til að samanlagður réttur foreldra til fæðingarorlofs verði lengdur úr níu mánuðum í tólf. Tíu mánuðir skiptist til helminga milli foreldra barns en tveir mánuðir verði sameiginlegir. Þá segir að mikilvægt sé fyrir jafnrétti kynjanna að unnt verði að bjóða börnum dvöl á leikskóla eftir að fæðingarorlofi foreldra lýkur. Af þessum ástæðum sé mikilvægt að leita leiða sem geri mögulegt að bjóða öllum börnum dvöl á leikskóla við tólf mánaða aldur.Eygló: „Verður að hækka hámarksgreiðsluna“Fulltrúar í starfshópnum eru sammála um að það skuli vera meginmarkmið að báðir foreldrar nýti að fullu rétt sinn til fæðingarorlofs til að vera með börnum sínum, að foreldrar nýti sameiginlegan rétt sinn að jöfnu, að dregið verði úr tekjumissi foreldra meðan á orlofi stendur og að fæðingarorlofskerfið sé til þess fallið að jafna stöðu kvenna og karla á íslenskum vinnumarkaði. Eygló Harðardóttir ráðherra sagði þegar hún tók við skýrslunni úr hendi formanns starfshópsins í dag að tillögurnar endurspegli skýra sýn og almenna samstöðu um grundvallarmarkmið fæðingarorlofsins, þrátt fyrir fyrirvara. „Það verður að hækka hámarksgreiðsluna svo fólk sjái sér fært að nýta þennan rétt í meira mæli en verið hefur síðustu ár og síðast en ekki síst finnst mér mikilvægt að bæta stöðu þeirra sem hafa lágar tekjur og millitekjur, líkt og tillögur hópsins gera ráð fyrir.“ Starfshópurinn var skipaður í desember 2014 og var Birkir Jón Jónsson, fyrrum varaformaður Framsóknarflokksins, formaður hans. ASÍ, BHM, BSRB, fjármála- og efnahagsráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök atvinnulífsins áttu einnig fulltrúa í hópnum. Nánar má lesa um skýrsluna í frétt ráðuneytisins en hér má sjá skýrsluna sjálfa.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Sjá meira