Fæ ég koss í kaupbæti? Tina M. Madsen, Clas Delp, Therese Guovelin, Markku Björn og Finnbogi Sveinbjörnsson og Níels Olgeirsson skrifa 8. júní 2015 09:45 Kynferðisleg áreitni er því miður daglegt brauð fyrir starfsfólk í hótel- og veitingagreinum á Norðurlöndunum. Alltof margir upplifa áreitni frá káfandi gestum, kynferðislegan undirtón í samskiptum og almenna karlrembu. Þetta kemur fram í mörgum könnunum sem norræn stéttarfélög innan ferðaþjónustugreina hafa gert meðal félagsmanna sinna. Þessi áreitni kemur frá samstarfsfólki, yfirmönnum og viðskiptavinum. Starfsfólk fær sjaldan leiðbeiningar um hvernig eigi að fyrirbyggja og meðhöndla kynferðislega áreitni. Norræn samtök starfsfólks í ferðaþjónustugreinum hafa sett vinnu við baráttuna gegn kynferðislegri áreitni á oddinn. Við munum setja málið á dagskrá bæði á Norðurlöndunum og á alþjóðavísu til að beina athyglinni að því að félagsmenn okkar þurfa að þola kynferðislega áreitni við vinnu sína. Við krefjumst aðgerða af hálfu atvinnurekenda, svo sem að innleiða skýra starfsmannastefnu þar sem fram kemur hvernig skuli fyrirbyggja og meðhöndla vandamálin á vinnustaðnum. Kynferðisleg áreitni er algeng í okkar geira og það getur tengst því að margir eru með tímabundnar ráðningar og þeirri menningu að gesturinn hafi ávallt rétt fyrir sér. Bæði karlar og konur upplifa kynferðislega áreitni, en áreitni karla gagnvart konum er mun algengari. Í okkar geira er oft valdaskipulag, bæði meðal starfsmanna og gagnvart viðskiptavinum, þar sem ungar konur eru oftast neðarlega í valdastiganum. Að þessu viðbættu störfum við í geira þar sem áfengi er afgreitt. Allir þessir þættir ýta undir menningu þar sem starfsfólk fær að heyra að það sé hluti af starfinu að þola óþægilegar athugasemdir frá kúnnum og samstarfsfólki. Slíkt er ekki eðlilegt. Kynferðisleg áreitni er viðkvæmt málefni sem getur verið erfitt að ræða. Það er alþekkt að þolendur treysta sér ekki til að tilkynna eða kæra áreitni. Þrátt fyrir að við vitum að kynferðisleg áreitni sé útbreitt vandamál upplifum við að fáir snúa sér til trúnaðarmanna stéttarfélaga til að biðja um hjálp. Núna viljum við auka skilning á þessu alvarlega vinnuverndarmáli. Kynferðisleg áreitni getur leitt af sér andleg og líkamleg vandamál auk þess sem hún dregur úr starfsánægju og áhuga fólks á að velja starfsframa í greininni. Þá er ótalinn fjárhagslegur skaði, en margir starfsmenn sjá það sem lausn að segja upp starfi sínu vegna áreitni sem þeir verða fyrir. Atvinnurekendur bera meginábyrgð og það er þeirra að sjá til þess að starfsfólk njóti öruggs starfsumhverfis. Hvers vegna viðgengst þetta þá í okkar geira? Þetta er spurning um kynjajafnrétti, öryggismál og vinnuvernd. Sem stéttarfélög berjumst við fyrir því að enginn þurfi að upplifa kynjahyggju á sínum vinnustað. Við gerum þá kröfu til atvinnurekenda að þeir geri slíkt hið sama. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa að gera langtímaáætlun og fyrirbyggjandi aðgerðir til að útrýma kynjahyggju í geiranum. Allir þurfa að leggjast á árar og róa í sömu átt til að snúa við þróuninni. Atvinnurekendum ber að tryggja starfsumhverfi sem er laust við ofbeldi og kynferðislega áreitni. Við sem viðskiptavinir höfum einnig mikla ábyrgð og okkur ber að hegða okkur vel gagnvart þeim sem þjónusta okkur. Sem samstarfsfólk eigum við að hjálpa hvert öðru að auka þekkingu á vandmálinu, skapa starfsumhverfi sem byggir á virðingu gagnvart vinnufélögunum og okkur ber að styðja samstarfsfólk okkar sem verður fyrir áreitni. Enginn á að þurfa að þola kynferðislegt ofbeldi í okkar geira. Ekkert umbyrðarlyndi er það eina sem gildir gagnvart kynferðislegri áreitni. Við viljum útrýma umbyrðarlyndi gagnvart óásættanlegri hegðun. Enginn á að þurfa að þola ofbeldi við störf sín! #AldreiOKStjórn Norrænna samtaka starfsfólks í hótel-, veitinga- og ferðaþjónustugreinumTina M. Madsen, 3F, DanmörkuClas Delp, Fellesforbundet, NoregiTherese Guovelin, HRF, SvíþjóðMarkku Björn, PAM, FinnlandiFinnbogi Sveinbjörnsson, SGS, ÍslandiNíels Olgeirsson, MATVÍS, Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Við þurfum jöfn tækifæri fyrir börnin í borginni Sandra Hlíf Ocares Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Kynferðisleg áreitni er því miður daglegt brauð fyrir starfsfólk í hótel- og veitingagreinum á Norðurlöndunum. Alltof margir upplifa áreitni frá káfandi gestum, kynferðislegan undirtón í samskiptum og almenna karlrembu. Þetta kemur fram í mörgum könnunum sem norræn stéttarfélög innan ferðaþjónustugreina hafa gert meðal félagsmanna sinna. Þessi áreitni kemur frá samstarfsfólki, yfirmönnum og viðskiptavinum. Starfsfólk fær sjaldan leiðbeiningar um hvernig eigi að fyrirbyggja og meðhöndla kynferðislega áreitni. Norræn samtök starfsfólks í ferðaþjónustugreinum hafa sett vinnu við baráttuna gegn kynferðislegri áreitni á oddinn. Við munum setja málið á dagskrá bæði á Norðurlöndunum og á alþjóðavísu til að beina athyglinni að því að félagsmenn okkar þurfa að þola kynferðislega áreitni við vinnu sína. Við krefjumst aðgerða af hálfu atvinnurekenda, svo sem að innleiða skýra starfsmannastefnu þar sem fram kemur hvernig skuli fyrirbyggja og meðhöndla vandamálin á vinnustaðnum. Kynferðisleg áreitni er algeng í okkar geira og það getur tengst því að margir eru með tímabundnar ráðningar og þeirri menningu að gesturinn hafi ávallt rétt fyrir sér. Bæði karlar og konur upplifa kynferðislega áreitni, en áreitni karla gagnvart konum er mun algengari. Í okkar geira er oft valdaskipulag, bæði meðal starfsmanna og gagnvart viðskiptavinum, þar sem ungar konur eru oftast neðarlega í valdastiganum. Að þessu viðbættu störfum við í geira þar sem áfengi er afgreitt. Allir þessir þættir ýta undir menningu þar sem starfsfólk fær að heyra að það sé hluti af starfinu að þola óþægilegar athugasemdir frá kúnnum og samstarfsfólki. Slíkt er ekki eðlilegt. Kynferðisleg áreitni er viðkvæmt málefni sem getur verið erfitt að ræða. Það er alþekkt að þolendur treysta sér ekki til að tilkynna eða kæra áreitni. Þrátt fyrir að við vitum að kynferðisleg áreitni sé útbreitt vandamál upplifum við að fáir snúa sér til trúnaðarmanna stéttarfélaga til að biðja um hjálp. Núna viljum við auka skilning á þessu alvarlega vinnuverndarmáli. Kynferðisleg áreitni getur leitt af sér andleg og líkamleg vandamál auk þess sem hún dregur úr starfsánægju og áhuga fólks á að velja starfsframa í greininni. Þá er ótalinn fjárhagslegur skaði, en margir starfsmenn sjá það sem lausn að segja upp starfi sínu vegna áreitni sem þeir verða fyrir. Atvinnurekendur bera meginábyrgð og það er þeirra að sjá til þess að starfsfólk njóti öruggs starfsumhverfis. Hvers vegna viðgengst þetta þá í okkar geira? Þetta er spurning um kynjajafnrétti, öryggismál og vinnuvernd. Sem stéttarfélög berjumst við fyrir því að enginn þurfi að upplifa kynjahyggju á sínum vinnustað. Við gerum þá kröfu til atvinnurekenda að þeir geri slíkt hið sama. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa að gera langtímaáætlun og fyrirbyggjandi aðgerðir til að útrýma kynjahyggju í geiranum. Allir þurfa að leggjast á árar og róa í sömu átt til að snúa við þróuninni. Atvinnurekendum ber að tryggja starfsumhverfi sem er laust við ofbeldi og kynferðislega áreitni. Við sem viðskiptavinir höfum einnig mikla ábyrgð og okkur ber að hegða okkur vel gagnvart þeim sem þjónusta okkur. Sem samstarfsfólk eigum við að hjálpa hvert öðru að auka þekkingu á vandmálinu, skapa starfsumhverfi sem byggir á virðingu gagnvart vinnufélögunum og okkur ber að styðja samstarfsfólk okkar sem verður fyrir áreitni. Enginn á að þurfa að þola kynferðislegt ofbeldi í okkar geira. Ekkert umbyrðarlyndi er það eina sem gildir gagnvart kynferðislegri áreitni. Við viljum útrýma umbyrðarlyndi gagnvart óásættanlegri hegðun. Enginn á að þurfa að þola ofbeldi við störf sín! #AldreiOKStjórn Norrænna samtaka starfsfólks í hótel-, veitinga- og ferðaþjónustugreinumTina M. Madsen, 3F, DanmörkuClas Delp, Fellesforbundet, NoregiTherese Guovelin, HRF, SvíþjóðMarkku Björn, PAM, FinnlandiFinnbogi Sveinbjörnsson, SGS, ÍslandiNíels Olgeirsson, MATVÍS, Íslandi
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun