Innlent

Fáar vísbendingar í Móabarðsmáli: Konunni og fjölskyldu hennar komið fyrir á öruggum stað

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá Móabarði í Hafnarfirði
Frá Móabarði í Hafnarfirði vísir/vilhelm
Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á tveimur alvarlegum árásum, sem beinast gegn konu í húsi í Móabarði í Hafnarfirði, miðar lítt áfram, en lögreglan hefur fáar vísbendingar að styðjast við. Rætt hefur verið við nágranna konunnar vegna rannsóknar málsins, sem og fjölmarga aðra íbúa í hverfinu, en það hefur hingað til ekki skilað árangri.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem lögreglan sendi frá sér í kvöld en þar er áréttað að rannsókn málsins sé í fullum gangi enda líti lögreglan málið alvarlegum augum og hefur það í algjörum forgangi. Þá veit lögreglan af áhyggjum íbúa en biður þá um að halda ró sinni og sýna skynsemi við þessar aðstæður. Konunni, sem fyrir árásunum varð, og fjölskyldu hennar hefur verið komið fyrir á öruggum stað. Hún er ekki alvarlega slösuð.

Enginn liggur undir grun

Eins og fyrr segir beinist rannsókn lögreglu að tveimur árásum. Fyrri árásin átti sér stað mánudagsmorguninn 15. febrúar um kl. 8, en í kjölfarið sendi lögreglan út svohljóðandi lýsingu á gerandanum:

Fölleitur maður um 180 sentimetrar á hæð, dökkklæddur og með svarta húfu og svarta hanska. Talinn vera á aldrinum 35 – 45 ára.

Seinni árásin átti sér stað síðastliðið sunnudagskvöld um kl. 20. Í bæði skiptin, með hjálp fjölmiðla og samfélagsmiðla, var óskað eftir upplýsingum um mannaferðir og/eða annað sem gæti varpað ljósi á málið. Fjölmargar ábendingar hafa borist, en þær hafa samt ekki leitt til handtöku né að einhver liggi undir grun.

Lögreglan minnir á að þeir sem geta veitt upplýsingar um málið, það er um manninn og ferðir hans, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri á netfangið abending@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á tveimur alvarlegum tilvikum, sem beinast gegn konu í húsi í Móabarði í...

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Thursday, 25 February 2016

Tengdar fréttir

Óttaslegnir íbúar vígbúast í Móabarði

Óhugur er í íbúum Móabarðs eftir alvarlegar árásir í götunni. Menn hafa gripið til varúðarráðstafana og eru undrandi yfir að lögregla yfirheyri þá ekki þar sem þeir hljóti að liggja undir grun. Engar nýjar vísbendingar, segir lög

Konan nýtur nú verndar

Grunur leikur á að sami maður hafi í tvígang ráðist á konu á heimili hennar í Móabarði í Hafnarfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×