Fáar konur stjórnendur á auglýsingastofum Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 3. febrúar 2017 07:00 Tvær auglýsingastofur af sjö innan SÍA eru nýlega komnar með jafnlaunavottun VR, sem gefur vísbendingar um að auglýsingageirinn á Íslandi sé að þokast í rétta átt. vísir/stefán „Auglýsingabransinn er karllægur og hefur verið lengi,“ segir Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, formaður SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa, sem eru sjö stærstu auglýsingastofur landsins. Þrátt fyrir að kynjahlutfall á stofum innan SÍA sé jafnara nú en fyrir fimm árum hallar mjög á konur eftir því sem hærri stöðugildi eru skoðuð. Grafískir hönnuðir eru 40 prósent konur innan veggja SÍA, 26 prósent eru hönnunarstjórar og 23 prósent eru listrænir stjórnendur. Hafa þessi hlutföll ekki breyst síðustu ár, ekki frekar en framkvæmdastjórastöðurnar sem allar eru skipaðar karlmönnum. SÍA hefur því blásið til fundar þar sem kynjahalli í auglýsingagerð og markaðsmálum verður ræddur í samstarfi við ÍMARK. „Fyrir utan hið sjálfsagða jafnrétti snýst þetta í raun um þrennt. Í fyrsta lagi snýst þetta um árangur viðskiptavina. Náum við betri árangri ef teymi sem vinna fyrir viðskiptavini endurspegla markhópinn? Konur eru nefnilega oftast að minnsta kosti helmingur hópsins sem viðskiptavinir stofanna vilja tala við. Verða hugmyndafundir meira skapandi ef bæði kyn eru við hugmyndaborðið? Einsleitni ætti klárlega að vera óvinurinn í svona bransa. Í öðru lagi snýr þetta að samfélagslega þættinum. Að auglýsingar viðhaldi t.d. ekki staðalmyndum og ranghugmyndum margra um konuna og hlutverk hennar. Og í þriðja lagi er þetta er rekstrarlegt mál, því það er búið að sýna fram á það að blönduð fyrirtæki koma rekstrarlega betur út en þau sem eru það ekki.Elín Helga Sveinbjörnsdóttir„Það er búið að ræða þessa hluti lengi í atvinnulífinu og það þarf að halda því áfram,“ segir Elín og bendir á frétt Fréttablaðsins í fyrradag máli sínu til stuðnings. Þar kom fram að hlutfall kvenna sem gegndu framkvæmdastjórastöðum hjá stærstu fyrirtækjum landsins var aðeins níu prósent í fyrra og stóð í stað frá árinu á undan. „Kynjabaráttunni er ekki lokið. Kannski erum við að komin á einhvers konar stöðnunartímabil sem við þurfum að spóla okkur upp úr.“ „Það hefði verið auðveldast að halda bara áfram að gera hlutina eins og áður, en ég vil ekki vera sú sem þegir þegar ég hef tækifæri til að segja eitthvað. Við ákváðum því að nýta þetta tækifæri, því þetta er alvöru hagsmunamál. Ef þessi fundur er eitt skref í átt að breytingum í bransanum, er árangri náð – en auðvitað vil ég helst sjá fleiri skref tekin, og það hratt,“ segir hún. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Samstarf Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Sjá meira
„Auglýsingabransinn er karllægur og hefur verið lengi,“ segir Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, formaður SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa, sem eru sjö stærstu auglýsingastofur landsins. Þrátt fyrir að kynjahlutfall á stofum innan SÍA sé jafnara nú en fyrir fimm árum hallar mjög á konur eftir því sem hærri stöðugildi eru skoðuð. Grafískir hönnuðir eru 40 prósent konur innan veggja SÍA, 26 prósent eru hönnunarstjórar og 23 prósent eru listrænir stjórnendur. Hafa þessi hlutföll ekki breyst síðustu ár, ekki frekar en framkvæmdastjórastöðurnar sem allar eru skipaðar karlmönnum. SÍA hefur því blásið til fundar þar sem kynjahalli í auglýsingagerð og markaðsmálum verður ræddur í samstarfi við ÍMARK. „Fyrir utan hið sjálfsagða jafnrétti snýst þetta í raun um þrennt. Í fyrsta lagi snýst þetta um árangur viðskiptavina. Náum við betri árangri ef teymi sem vinna fyrir viðskiptavini endurspegla markhópinn? Konur eru nefnilega oftast að minnsta kosti helmingur hópsins sem viðskiptavinir stofanna vilja tala við. Verða hugmyndafundir meira skapandi ef bæði kyn eru við hugmyndaborðið? Einsleitni ætti klárlega að vera óvinurinn í svona bransa. Í öðru lagi snýr þetta að samfélagslega þættinum. Að auglýsingar viðhaldi t.d. ekki staðalmyndum og ranghugmyndum margra um konuna og hlutverk hennar. Og í þriðja lagi er þetta er rekstrarlegt mál, því það er búið að sýna fram á það að blönduð fyrirtæki koma rekstrarlega betur út en þau sem eru það ekki.Elín Helga Sveinbjörnsdóttir„Það er búið að ræða þessa hluti lengi í atvinnulífinu og það þarf að halda því áfram,“ segir Elín og bendir á frétt Fréttablaðsins í fyrradag máli sínu til stuðnings. Þar kom fram að hlutfall kvenna sem gegndu framkvæmdastjórastöðum hjá stærstu fyrirtækjum landsins var aðeins níu prósent í fyrra og stóð í stað frá árinu á undan. „Kynjabaráttunni er ekki lokið. Kannski erum við að komin á einhvers konar stöðnunartímabil sem við þurfum að spóla okkur upp úr.“ „Það hefði verið auðveldast að halda bara áfram að gera hlutina eins og áður, en ég vil ekki vera sú sem þegir þegar ég hef tækifæri til að segja eitthvað. Við ákváðum því að nýta þetta tækifæri, því þetta er alvöru hagsmunamál. Ef þessi fundur er eitt skref í átt að breytingum í bransanum, er árangri náð – en auðvitað vil ég helst sjá fleiri skref tekin, og það hratt,“ segir hún. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Samstarf Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf