Fáar konur stjórnendur á auglýsingastofum Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 3. febrúar 2017 07:00 Tvær auglýsingastofur af sjö innan SÍA eru nýlega komnar með jafnlaunavottun VR, sem gefur vísbendingar um að auglýsingageirinn á Íslandi sé að þokast í rétta átt. vísir/stefán „Auglýsingabransinn er karllægur og hefur verið lengi,“ segir Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, formaður SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa, sem eru sjö stærstu auglýsingastofur landsins. Þrátt fyrir að kynjahlutfall á stofum innan SÍA sé jafnara nú en fyrir fimm árum hallar mjög á konur eftir því sem hærri stöðugildi eru skoðuð. Grafískir hönnuðir eru 40 prósent konur innan veggja SÍA, 26 prósent eru hönnunarstjórar og 23 prósent eru listrænir stjórnendur. Hafa þessi hlutföll ekki breyst síðustu ár, ekki frekar en framkvæmdastjórastöðurnar sem allar eru skipaðar karlmönnum. SÍA hefur því blásið til fundar þar sem kynjahalli í auglýsingagerð og markaðsmálum verður ræddur í samstarfi við ÍMARK. „Fyrir utan hið sjálfsagða jafnrétti snýst þetta í raun um þrennt. Í fyrsta lagi snýst þetta um árangur viðskiptavina. Náum við betri árangri ef teymi sem vinna fyrir viðskiptavini endurspegla markhópinn? Konur eru nefnilega oftast að minnsta kosti helmingur hópsins sem viðskiptavinir stofanna vilja tala við. Verða hugmyndafundir meira skapandi ef bæði kyn eru við hugmyndaborðið? Einsleitni ætti klárlega að vera óvinurinn í svona bransa. Í öðru lagi snýr þetta að samfélagslega þættinum. Að auglýsingar viðhaldi t.d. ekki staðalmyndum og ranghugmyndum margra um konuna og hlutverk hennar. Og í þriðja lagi er þetta er rekstrarlegt mál, því það er búið að sýna fram á það að blönduð fyrirtæki koma rekstrarlega betur út en þau sem eru það ekki.Elín Helga Sveinbjörnsdóttir„Það er búið að ræða þessa hluti lengi í atvinnulífinu og það þarf að halda því áfram,“ segir Elín og bendir á frétt Fréttablaðsins í fyrradag máli sínu til stuðnings. Þar kom fram að hlutfall kvenna sem gegndu framkvæmdastjórastöðum hjá stærstu fyrirtækjum landsins var aðeins níu prósent í fyrra og stóð í stað frá árinu á undan. „Kynjabaráttunni er ekki lokið. Kannski erum við að komin á einhvers konar stöðnunartímabil sem við þurfum að spóla okkur upp úr.“ „Það hefði verið auðveldast að halda bara áfram að gera hlutina eins og áður, en ég vil ekki vera sú sem þegir þegar ég hef tækifæri til að segja eitthvað. Við ákváðum því að nýta þetta tækifæri, því þetta er alvöru hagsmunamál. Ef þessi fundur er eitt skref í átt að breytingum í bransanum, er árangri náð – en auðvitað vil ég helst sjá fleiri skref tekin, og það hratt,“ segir hún. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
„Auglýsingabransinn er karllægur og hefur verið lengi,“ segir Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, formaður SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa, sem eru sjö stærstu auglýsingastofur landsins. Þrátt fyrir að kynjahlutfall á stofum innan SÍA sé jafnara nú en fyrir fimm árum hallar mjög á konur eftir því sem hærri stöðugildi eru skoðuð. Grafískir hönnuðir eru 40 prósent konur innan veggja SÍA, 26 prósent eru hönnunarstjórar og 23 prósent eru listrænir stjórnendur. Hafa þessi hlutföll ekki breyst síðustu ár, ekki frekar en framkvæmdastjórastöðurnar sem allar eru skipaðar karlmönnum. SÍA hefur því blásið til fundar þar sem kynjahalli í auglýsingagerð og markaðsmálum verður ræddur í samstarfi við ÍMARK. „Fyrir utan hið sjálfsagða jafnrétti snýst þetta í raun um þrennt. Í fyrsta lagi snýst þetta um árangur viðskiptavina. Náum við betri árangri ef teymi sem vinna fyrir viðskiptavini endurspegla markhópinn? Konur eru nefnilega oftast að minnsta kosti helmingur hópsins sem viðskiptavinir stofanna vilja tala við. Verða hugmyndafundir meira skapandi ef bæði kyn eru við hugmyndaborðið? Einsleitni ætti klárlega að vera óvinurinn í svona bransa. Í öðru lagi snýr þetta að samfélagslega þættinum. Að auglýsingar viðhaldi t.d. ekki staðalmyndum og ranghugmyndum margra um konuna og hlutverk hennar. Og í þriðja lagi er þetta er rekstrarlegt mál, því það er búið að sýna fram á það að blönduð fyrirtæki koma rekstrarlega betur út en þau sem eru það ekki.Elín Helga Sveinbjörnsdóttir„Það er búið að ræða þessa hluti lengi í atvinnulífinu og það þarf að halda því áfram,“ segir Elín og bendir á frétt Fréttablaðsins í fyrradag máli sínu til stuðnings. Þar kom fram að hlutfall kvenna sem gegndu framkvæmdastjórastöðum hjá stærstu fyrirtækjum landsins var aðeins níu prósent í fyrra og stóð í stað frá árinu á undan. „Kynjabaráttunni er ekki lokið. Kannski erum við að komin á einhvers konar stöðnunartímabil sem við þurfum að spóla okkur upp úr.“ „Það hefði verið auðveldast að halda bara áfram að gera hlutina eins og áður, en ég vil ekki vera sú sem þegir þegar ég hef tækifæri til að segja eitthvað. Við ákváðum því að nýta þetta tækifæri, því þetta er alvöru hagsmunamál. Ef þessi fundur er eitt skref í átt að breytingum í bransanum, er árangri náð – en auðvitað vil ég helst sjá fleiri skref tekin, og það hratt,“ segir hún. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur