Fá forgang til að reisa heilsulind í Ölfusdal Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. júlí 2015 07:00 "Svæðið er í beinni sjónlínu frá Kömbunum og þarna er rosalega fallegt,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. fréttablaðið/vilhelm „Við erum afskaplega ánægð með áhugann sem aðilar sýna Hveragerði og höfum beðið eftir því að einhver sjái möguleika á frekari uppbyggingu á staðnum,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerðisbæ, um nýsamþykkta beiðni frá félaginu First ehf. um sex mánaða forgang að byggingarlóð í Ölfusdal til byggingar heilsulindar. „Hugmyndin samrýmist vel stefnu bæjarfélagsins um uppbyggingu heilsutengdrar ferðaþjónustu,“ segir Aldís. Bæjarráð Hvergerðis samþykkti beiðnina á fundi sínum á dögunum. „Það er frábært að einstaklingar vilji nýta sér þá sérstöðu sem Hveragerði hefur,“ segir Aldís sem vonast til þess að verkefnið verði að veruleika. „Svæðið er í beinni sjónlínu frá Kömbunum og þarna er rosalega fallegt. Það er búið að gróðursetja tugþúsundir trjáa og það stefnir allt í að þetta verði ferðaparadís.“Ólafur SigurðssonÓlafur Sigurðsson, markaðs- og þróunarstjóri First ehf., segir að félagið hafi um nokkurt skeið unnið að skoðun á þeim möguleika að setja upp heilsulind á Íslandi. „Ölfusdalur þótti álitlegur kostur til að staðsetja slíka starfsemi og eru margar ástæður fyrir því,“ segir Ólafur og nefnir góða staðsetningu dalsins sem dæmi. „Hveragerði er í leiðinni á marga ferðamannastaði og svo er mikið af fallegum gönguleiðum þarna.“ Nánar ganga hugmyndir First ehf. út á byggingu 65 herbergja hostels auk fjölbreyttrar aðstöðu fyrir náttúruböð. „Á hostelinu verður gisting ódýr og þarna verða baðlón með heitu vatni, leirböð og gufuböð auk aðstöðu fyrir viðeigandi slökunarmeðferðir,“ segir hann. Undirbúningsvinna verkefnisins er langt komin og að sögn Ólafs er unnið að verkefninu í samstarfi við Eflu verkfræðistofu og nokkra arkitekta. Ólafur segir að bankar og aðrir fjármögnunaraðilar hafi tekið vel í hugmyndirnar og að heildarfjárfesting sé áætluð um það bil einn og hálfur milljarður. „Í dag heimsækja 150.000 gestir dalinn á ári og við reiknum með því að fá 225.000 gesti á ári til okkar,“ segir Ólafur og bætir við að markhópurinn sé einstaklingar á aldrinum átján til fimmtíu ára. „Þetta verður unnið í þremur áföngum. Fyrsti áfanginn snýr að bílastæðum og þjónustuhúsi sem mun rísa á svæðinu. Annar áfangi er böðin og sá þriðji er að byggja hostelið,“ segir Ólafur sem stefnir að því að svæðið verði tilbúið í maí árið 2017. Ath. Fyrirsögn fréttarinnar var breytt 15.48. Þar sem áður stóð að heilsulind væri áformuð í Reykjadal stendur nú að heilsulindin eigi að vera í Ölfusdal - eins og stendur í meginmáli fréttarinnar. Um er að ræða svæði við upphaf gönguleiðar í Reykjadal. Við breytinguna á fyrirsögninni falla því miður út athugasemdir sem lesendur hafa gert við fréttina. Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
„Við erum afskaplega ánægð með áhugann sem aðilar sýna Hveragerði og höfum beðið eftir því að einhver sjái möguleika á frekari uppbyggingu á staðnum,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerðisbæ, um nýsamþykkta beiðni frá félaginu First ehf. um sex mánaða forgang að byggingarlóð í Ölfusdal til byggingar heilsulindar. „Hugmyndin samrýmist vel stefnu bæjarfélagsins um uppbyggingu heilsutengdrar ferðaþjónustu,“ segir Aldís. Bæjarráð Hvergerðis samþykkti beiðnina á fundi sínum á dögunum. „Það er frábært að einstaklingar vilji nýta sér þá sérstöðu sem Hveragerði hefur,“ segir Aldís sem vonast til þess að verkefnið verði að veruleika. „Svæðið er í beinni sjónlínu frá Kömbunum og þarna er rosalega fallegt. Það er búið að gróðursetja tugþúsundir trjáa og það stefnir allt í að þetta verði ferðaparadís.“Ólafur SigurðssonÓlafur Sigurðsson, markaðs- og þróunarstjóri First ehf., segir að félagið hafi um nokkurt skeið unnið að skoðun á þeim möguleika að setja upp heilsulind á Íslandi. „Ölfusdalur þótti álitlegur kostur til að staðsetja slíka starfsemi og eru margar ástæður fyrir því,“ segir Ólafur og nefnir góða staðsetningu dalsins sem dæmi. „Hveragerði er í leiðinni á marga ferðamannastaði og svo er mikið af fallegum gönguleiðum þarna.“ Nánar ganga hugmyndir First ehf. út á byggingu 65 herbergja hostels auk fjölbreyttrar aðstöðu fyrir náttúruböð. „Á hostelinu verður gisting ódýr og þarna verða baðlón með heitu vatni, leirböð og gufuböð auk aðstöðu fyrir viðeigandi slökunarmeðferðir,“ segir hann. Undirbúningsvinna verkefnisins er langt komin og að sögn Ólafs er unnið að verkefninu í samstarfi við Eflu verkfræðistofu og nokkra arkitekta. Ólafur segir að bankar og aðrir fjármögnunaraðilar hafi tekið vel í hugmyndirnar og að heildarfjárfesting sé áætluð um það bil einn og hálfur milljarður. „Í dag heimsækja 150.000 gestir dalinn á ári og við reiknum með því að fá 225.000 gesti á ári til okkar,“ segir Ólafur og bætir við að markhópurinn sé einstaklingar á aldrinum átján til fimmtíu ára. „Þetta verður unnið í þremur áföngum. Fyrsti áfanginn snýr að bílastæðum og þjónustuhúsi sem mun rísa á svæðinu. Annar áfangi er böðin og sá þriðji er að byggja hostelið,“ segir Ólafur sem stefnir að því að svæðið verði tilbúið í maí árið 2017. Ath. Fyrirsögn fréttarinnar var breytt 15.48. Þar sem áður stóð að heilsulind væri áformuð í Reykjadal stendur nú að heilsulindin eigi að vera í Ölfusdal - eins og stendur í meginmáli fréttarinnar. Um er að ræða svæði við upphaf gönguleiðar í Reykjadal. Við breytinguna á fyrirsögninni falla því miður út athugasemdir sem lesendur hafa gert við fréttina.
Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira