Sport

Tjáir sig á ný um rembings­kossinn heims­­fræga

Jenni­fer Her­mos­o, leik­maður spænska lands­liðsins í fótbolta, segir að rembings­koss sem hún fékk á munninn frá for­seta spænska knatt­spyrnu­sam­bandsins hafi að­eins verið hans leið til að sýna ást­úð sína í kjöl­far þess að Spán­verjar tryggðu sér heims­meistara­titil kvenna í fót­bolta. Hún gerir lítið úr at­vikinu í yfir­lýsingu sem barst AFP frétta­veitunni.

Fótbolti

„Ég skora alltaf á Hlíðarenda“

Logi Tómasson skoraði eitt marka Víkings þegar liðið bar sigurorð af Val í toppslag Bestu deildar karla í fótbolta á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Logi er mögulega að spila sinn síðasta leik fyrir Víking í bili en hann er á leið til Strömsgodset í Noregi. 

Fótbolti

„Það var allt betra í seinni hálfleik“

HK og FH gerðu 2-2 jafntefli í Kórnum. HK komst yfir á 87. mínútu en gestirnir jöfnuðu þremur mínútum síðar. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var því afar svekktur að hafa ekki fengið þrjú stig.

Sport

Barcelona og Juventus með sigra

Juventus hefur tímabilið í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni á öruggum 3-0 útisigri. Spánarmeistarar Barcelona eru þá komnir á sigurbraut í La Liga eftir 2-0 sigur í kvöld.

Fótbolti

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Víkingur 0-4 | Víkingar geta farið að setja kampavínið í kælinn eftir stórsigur gegn Val

Víkingur er kominn með 11 stiga forskot á toppi Bestu deildar karla í fótbolta en Fossvogsliðið lagði Val, sem situr í öðru sæti deildarinnar, að velli með fjórum mörkum gegn engu í toppslag liðanna í 20. umferð deildarinnar á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Eftir þennan sigur hefur Víkingur 53 stig á toppnum en Valur kemur svo næst með 42 stig.

Íslenski boltinn

Óskar Hrafn: Átti alls ekki von á því

Breiðablik vann Keflavík 2-1 í Bestu deild karla í knattspyrnu þar sem Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði bæði mörk heimamanna. Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með flest allt í leik sinna manna í kvöld.

Íslenski boltinn

Ekki til betri tilfinning

Aron Jóhannsson var hetja Fram í dag þegar liðið lagði KA 2-1 í Bestu deild karla í knattspyrnu. Aron skoraði sigurmarkið á 90. mínútu eftir góða skyndisókn. Hann var að vonum gríðarlega sáttur þegar hann mætti í viðtal eftir leik.

Íslenski boltinn

Lyng­by í efri hlutanum eftir góðan sigur

Íslendingalið Lyngby vann 1-0 heimasigur á Randers í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og er sem stendur í efri hluta deildarinnar. Virðist sem lærisveinar Freys Alexanderssonar ætli sér ekki að endurtaka leik síðasta tímabils og vera í fallbaráttu allt til lokadags.

Fótbolti