Innlent

Eygló sigraði eftir harða samkeppni

Eygló Harðardóttir.
Eygló Harðardóttir.
Eygló Harðardóttir mun leiða lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi, en hún sigraði Willum Þór Þórsson eftir að kosið var aftur á milli þeirra.

Engin fékk hreinan meirihluta í fyrsta sæti lista framsóknar í suðvestur kjördæmi í fyrri kosningunni á kjördæmisþingi í morgun. Því þurfti að kjósa aftur á milli þeirra tveggja sem hlutu flest atkvæði.

Kjördæmisþing framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi hófst klukkan tíu í morgun í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði.

Tilgangur þingsins er að kjósa frambjóðendur í efstu sæti framboðlista flokksins til alþingiskosninga í vor.

Framboðsfrestur rann út 23. nóvember. Sem kunnugt er gaf oddviti listans til 18 ára, Siv Friðleifsdóttir, ekki kost á sér áfram sem leiðtogi kjördæmisins.

Sjö gáfu kost á sér í efstu sæti listans. Meðal þessa fólks eru þau Eygló Harðardóttir alþingismaður, Willum Þór Þórsson framhalds- og háskólakennari, sem gáfu kost á sér í fyrsta sætið.

Una María Óskarsdóttir uppeldis- og menntunarfræðingur getur kost á sér í fyrsta til annað sæti. Ekkert þeirra fékk yfir hreinan meirihluta í fyrstu kosningum þótt mjög mjótt væri á munum milli Eyglóar og Willums.

643 félagsmenn eiga seturétt á tvöföldu kjördæmisþinginu. Hildur Helga Gísladóttir er formaður Kjördæmissambads framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi.

Atkvæðin fóru þannig í fyrri atkvæðagreiðslunni að Eygló Harðardóttir fékk 147 atkvæði eða 45,4 prósent. Willum Þór Þórsson fékk 152 atkvæði eða 46,9 prósent og Una María Óskarsdóttir sem bauð sig fram í fyrsta eða annað sæti fékk 25 atkvæði eða 7,7 prósent.

Í seinni kosningunni fékk Eygló rúmlega helming greiddra atkvæða, og hafði betur en Willum.

Nú verður kosið milli þeirra sem gefa kost á sér neðar á listanum.

Sem eru Þorsteinn Sæmundsson rekstrarhagfræðingur í annað sæti, Ólöf Pálína Úlfarsdóttir náms- og starfsráðgjafi í annað til fjórða sæti, Sigurjón Jónsson markaðsfræðingur í þriðja sæti og Sigurjón N. Kjærnested vélaverkfræðingur í fjórða til sjötta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×