Eyðilagði jeppann í laxveiði Viktoría Hermannsdóttir skrifar 19. nóvember 2014 07:00 Reynir skilaði tíu milljóna króna bílnum á mánudag og tekur nú strætó til vinnu. Vísir/Stefán Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., varð sjálfur valdur að tjóni á bíl sem hann hafði til umráða og var í eigu fyrirtækisins. Mikið hefur verið fjallað um bílakaup Reynis undanfarið en eftir að tjónið á jeppanum varð keypti Reynir 10 milljóna króna jeppa sem hann hefur nú skilað. Óhappið áðurnefnda varð með þeim hætti að vatn komst inn á vél bílsins, Grand Cheerokee-jeppa árgerð 2005, þegar Reynir var að keyra hann yfir Norðurá þar sem hann var í veiðiferð í júlí. „Bíllinn er að upplagi tjónabíll þegar hann er keyptur, þess vegna er það skráð í skráningarskírteinið að hann sé tjónaður. Það sem gerist síðan er að ég lendi aftur í tjóni sem ég veld sjálfur á bílnum. Ég fékk vatn inn á vélina. Ég keyrði út í á og olli því,“ segir Reynir. Þegar vatn komst inn á vélina stöðvaðist bíllinn og veiðifélagi Reynis sem var á öðrum jeppa hjálpaði honum að draga bílinn upp úr ánni. Aðspurður hvers vegna séu ekki til tjónaskýrslur vegna óhappsins segir Reynir það vera vegna þess að tjónið hafi ekki verið tryggingarhæft. „Þetta var utanvegarakstur og þar fyrir utan var bíllinn ekki í kaskó. Þó hann hefði verið í kaskó þá hefðu tryggingarnar ekki bætt tjónið. Þess vegna lagði ég þessar upplýsingar beint á borðið hér og þessu var aldrei leynt.“ Aðspurður segist Reynir hafa verið allsgáður þegar óhappið átti sér stað. „Ég var ekki undir áhrifum áfengis. Ég var bara í veiðiferð og var að keyra yfir á.“Ætlar að bera tjónið sjálfur Farið hafi verið með bílinn á verkstæði í Reykjavík og ljóst hafi verið í ágúst að það tæki því ekki að gera við hann þar sem það hefði kostað 1.300 til 1.500 þúsund. Því hafi bíllinn verið seldur á partasölu fyrir 350 þúsund krónur. „Við ákváðum þá að reyna að fá eins mikið fyrir hann og hægt var í þessu ástandi sem hann var í og ég myndi taka á mig mismuninn sem var í kringum ein milljón króna.“ Reynir segist ekki enn hafa gert upp þessa milljón við Strætó því það eigi eftir að formgera með hvaða hætti það verði. Mikil ólga hefur verið innan Strætó og hefur DV meðal annars fjallað um óánægju meðal starfsmanna í garð Reynis. Hann gerir lítið úr því og segist ekki óttast um stöðu sína innan fyrirtækisins.Tekur strætó til vinnu þessa dagana „Ég fæ ekki alveg tengingu milli þess að fólk sé að nudda mér upp úr einhverjum bílakaupum og almennri óánægju starfsmanna. Ég les þetta frekar þannig að það eru einhverjir starfsmenn sem vilja koma á mig höggi. Það er allt í lagi, þá hafa þeir bara sínar aðferðir við það en ég hef ekki ástæðu til að óttast um stöðu mína. Ég hef ekki gert neitt rangt,“ segir Reynir. „Bíllinn sem slíkur hefur ekkert persónulegt gildi fyrir mig. Þetta er bara bíll. Það er auðvitað ekki þar með sagt að ég sé að afsala mér hlunnindunum.“ En sér Reynir eftir að hafa keypt svona dýran bíl? „Ég skil alveg þau sjónarmið sem eru uppi. Ég legg alveg skilning í þau og þess vegna skilaði ég bílnum þegar þetta kom upp,“ segir Reynir en stjórn Strætó bs. fór fram á að hann skilaði bílnum. Reynir hefur ekki fest kaup á nýjum bíl og segist ekki vera farinn að hugsa svo langt. Meðan hann er bíllaus tekur hann strætó í vinnuna. „Ég var að koma úr fríi á sunnudag, skilaði bílnum og tók strætó. Það er ófrágengið allt saman hvernig þetta verður. Ég er með bílahlunnindi en ef fyrirtækið vill fara með það í annan farveg þá er ég alveg opinn fyrir því en það er bara ófrágengið.“ Tengdar fréttir Strætó þarf að selja tíu milljóna króna jeppann Þetta ákvað stjórn fyrirtækisins en kaupin voru ekki borin undir hana. Framkvæmdastjórinn taldi sig í fullum rétti þegar hann keypti bílinn. 8. nóvember 2014 07:00 Sveinbjörg Birna vill að Reynir verði rekinn Segir Reyni Jónsson, framkvæmdastjóra Strætó BS, hafa farið út fyrir valdsvið sitt og því sé honum ekki lengur stætt á að gegna stöðu sinni áfram. 14. nóvember 2014 09:50 Stjórn ekki upplýst um kaup á tíu milljóna króna Benz Stjórn Strætó bs. var ekki upplýst um kaup á Mercedes Benz til handa Reyni Jónssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. 4. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Ökumenn eigi að njóta en ekki þjóta á hættulegustu helgi ársins Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Sjá meira
Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., varð sjálfur valdur að tjóni á bíl sem hann hafði til umráða og var í eigu fyrirtækisins. Mikið hefur verið fjallað um bílakaup Reynis undanfarið en eftir að tjónið á jeppanum varð keypti Reynir 10 milljóna króna jeppa sem hann hefur nú skilað. Óhappið áðurnefnda varð með þeim hætti að vatn komst inn á vél bílsins, Grand Cheerokee-jeppa árgerð 2005, þegar Reynir var að keyra hann yfir Norðurá þar sem hann var í veiðiferð í júlí. „Bíllinn er að upplagi tjónabíll þegar hann er keyptur, þess vegna er það skráð í skráningarskírteinið að hann sé tjónaður. Það sem gerist síðan er að ég lendi aftur í tjóni sem ég veld sjálfur á bílnum. Ég fékk vatn inn á vélina. Ég keyrði út í á og olli því,“ segir Reynir. Þegar vatn komst inn á vélina stöðvaðist bíllinn og veiðifélagi Reynis sem var á öðrum jeppa hjálpaði honum að draga bílinn upp úr ánni. Aðspurður hvers vegna séu ekki til tjónaskýrslur vegna óhappsins segir Reynir það vera vegna þess að tjónið hafi ekki verið tryggingarhæft. „Þetta var utanvegarakstur og þar fyrir utan var bíllinn ekki í kaskó. Þó hann hefði verið í kaskó þá hefðu tryggingarnar ekki bætt tjónið. Þess vegna lagði ég þessar upplýsingar beint á borðið hér og þessu var aldrei leynt.“ Aðspurður segist Reynir hafa verið allsgáður þegar óhappið átti sér stað. „Ég var ekki undir áhrifum áfengis. Ég var bara í veiðiferð og var að keyra yfir á.“Ætlar að bera tjónið sjálfur Farið hafi verið með bílinn á verkstæði í Reykjavík og ljóst hafi verið í ágúst að það tæki því ekki að gera við hann þar sem það hefði kostað 1.300 til 1.500 þúsund. Því hafi bíllinn verið seldur á partasölu fyrir 350 þúsund krónur. „Við ákváðum þá að reyna að fá eins mikið fyrir hann og hægt var í þessu ástandi sem hann var í og ég myndi taka á mig mismuninn sem var í kringum ein milljón króna.“ Reynir segist ekki enn hafa gert upp þessa milljón við Strætó því það eigi eftir að formgera með hvaða hætti það verði. Mikil ólga hefur verið innan Strætó og hefur DV meðal annars fjallað um óánægju meðal starfsmanna í garð Reynis. Hann gerir lítið úr því og segist ekki óttast um stöðu sína innan fyrirtækisins.Tekur strætó til vinnu þessa dagana „Ég fæ ekki alveg tengingu milli þess að fólk sé að nudda mér upp úr einhverjum bílakaupum og almennri óánægju starfsmanna. Ég les þetta frekar þannig að það eru einhverjir starfsmenn sem vilja koma á mig höggi. Það er allt í lagi, þá hafa þeir bara sínar aðferðir við það en ég hef ekki ástæðu til að óttast um stöðu mína. Ég hef ekki gert neitt rangt,“ segir Reynir. „Bíllinn sem slíkur hefur ekkert persónulegt gildi fyrir mig. Þetta er bara bíll. Það er auðvitað ekki þar með sagt að ég sé að afsala mér hlunnindunum.“ En sér Reynir eftir að hafa keypt svona dýran bíl? „Ég skil alveg þau sjónarmið sem eru uppi. Ég legg alveg skilning í þau og þess vegna skilaði ég bílnum þegar þetta kom upp,“ segir Reynir en stjórn Strætó bs. fór fram á að hann skilaði bílnum. Reynir hefur ekki fest kaup á nýjum bíl og segist ekki vera farinn að hugsa svo langt. Meðan hann er bíllaus tekur hann strætó í vinnuna. „Ég var að koma úr fríi á sunnudag, skilaði bílnum og tók strætó. Það er ófrágengið allt saman hvernig þetta verður. Ég er með bílahlunnindi en ef fyrirtækið vill fara með það í annan farveg þá er ég alveg opinn fyrir því en það er bara ófrágengið.“
Tengdar fréttir Strætó þarf að selja tíu milljóna króna jeppann Þetta ákvað stjórn fyrirtækisins en kaupin voru ekki borin undir hana. Framkvæmdastjórinn taldi sig í fullum rétti þegar hann keypti bílinn. 8. nóvember 2014 07:00 Sveinbjörg Birna vill að Reynir verði rekinn Segir Reyni Jónsson, framkvæmdastjóra Strætó BS, hafa farið út fyrir valdsvið sitt og því sé honum ekki lengur stætt á að gegna stöðu sinni áfram. 14. nóvember 2014 09:50 Stjórn ekki upplýst um kaup á tíu milljóna króna Benz Stjórn Strætó bs. var ekki upplýst um kaup á Mercedes Benz til handa Reyni Jónssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. 4. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Ökumenn eigi að njóta en ekki þjóta á hættulegustu helgi ársins Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Sjá meira
Strætó þarf að selja tíu milljóna króna jeppann Þetta ákvað stjórn fyrirtækisins en kaupin voru ekki borin undir hana. Framkvæmdastjórinn taldi sig í fullum rétti þegar hann keypti bílinn. 8. nóvember 2014 07:00
Sveinbjörg Birna vill að Reynir verði rekinn Segir Reyni Jónsson, framkvæmdastjóra Strætó BS, hafa farið út fyrir valdsvið sitt og því sé honum ekki lengur stætt á að gegna stöðu sinni áfram. 14. nóvember 2014 09:50
Stjórn ekki upplýst um kaup á tíu milljóna króna Benz Stjórn Strætó bs. var ekki upplýst um kaup á Mercedes Benz til handa Reyni Jónssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. 4. nóvember 2014 07:00