Evrópudraumar Stjörnunnar gerðir að engu í Kópavogi | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júní 2014 14:00 Ellert og Ingvar berjast um boltann en þeir áttu eftir að takast á í leiknum. Vísir/vilhelm Ólafur Kristjánsson stýrir Breiðabliki í síðasta sinn í kvöld þegar liðið tekur á móti Stjörnunni á Kópvogsvellinum klukkan 20.00 í 6. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport HD og hefst útsendingin klukkan 19.45. Pepsi-mörkin fara svo yfir þann leik sem og hina fimm í sjöttu umferðinni klukkan 22.00 í kvöld. Leikir Blika og Stjörnunnar hafa verið skemmtilegir undanfarin ár. Blikar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn á gervigrasinu í Garðabæ í lokaumferðinni 2010 og næstu tvö ár fékk Stjarnan tækifæri til að tryggja sér Evrópusæti í lokaumferðinni á móti Breiðabliki í Kópavoginum. Blikar stóðu í bæði skiptin í vegi fyrir Stjörnunni sem komst ekki í Evrópukeppni fyrr en síðasta haust þegar liðið endaði í þriðja sæti Pepsi-deildarinnar. Tímabilið 2011 tapaði Stjarnan, 4-3, á Kópvogsvellinum en árið 2012 töpuðu Stjörnumenn 2-0 þar sem Nichlas Rohde skoraði bæði mörkin. Rohde skoraði fyrra markið strax á 10. mínútu eftir glæsilega sendingu Elfar Árna Aðalsteinssonar og það síðara skoraði Daninn eftir undirbúning Tómasar Óla Garðarssonar. Leikurinn sprakk svo endanlega í höndunum á Stjörnunni þegar Blikinn í röðum Garðbæinga, Ellert Hreinsson, fékk rautt spjald á 71. mínútu. Ingvar Þór Kale, sem ver mark Víkings í dag, lokkaði Ellert í atburðarrás sem endaði með því að Ellert fékk að líta rauða spjaldið. Ellert yfirgaf Stjörnunnar sama haust og gekk aftur í raðir Blika en hann skoraði sex mörk í 19 leikjum í fyrra. Hann er aftur á móti ekki kominn á blað í deildinni í ár. Mörkin, rauða spjaldið og önnur atvik úr þessum skemmtilega leik frá því 2012 má sjá í myndbandinu hér að neðan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur: Eins og hver annar leikdagur Ólafur Kristjánsson fær eitt tækifæri til viðbótar til að vinna deildarleik með Breiðablik í sumar áður en hann yfirgefur félagið. 2. júní 2014 12:00 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira
Ólafur Kristjánsson stýrir Breiðabliki í síðasta sinn í kvöld þegar liðið tekur á móti Stjörnunni á Kópvogsvellinum klukkan 20.00 í 6. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport HD og hefst útsendingin klukkan 19.45. Pepsi-mörkin fara svo yfir þann leik sem og hina fimm í sjöttu umferðinni klukkan 22.00 í kvöld. Leikir Blika og Stjörnunnar hafa verið skemmtilegir undanfarin ár. Blikar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn á gervigrasinu í Garðabæ í lokaumferðinni 2010 og næstu tvö ár fékk Stjarnan tækifæri til að tryggja sér Evrópusæti í lokaumferðinni á móti Breiðabliki í Kópavoginum. Blikar stóðu í bæði skiptin í vegi fyrir Stjörnunni sem komst ekki í Evrópukeppni fyrr en síðasta haust þegar liðið endaði í þriðja sæti Pepsi-deildarinnar. Tímabilið 2011 tapaði Stjarnan, 4-3, á Kópvogsvellinum en árið 2012 töpuðu Stjörnumenn 2-0 þar sem Nichlas Rohde skoraði bæði mörkin. Rohde skoraði fyrra markið strax á 10. mínútu eftir glæsilega sendingu Elfar Árna Aðalsteinssonar og það síðara skoraði Daninn eftir undirbúning Tómasar Óla Garðarssonar. Leikurinn sprakk svo endanlega í höndunum á Stjörnunni þegar Blikinn í röðum Garðbæinga, Ellert Hreinsson, fékk rautt spjald á 71. mínútu. Ingvar Þór Kale, sem ver mark Víkings í dag, lokkaði Ellert í atburðarrás sem endaði með því að Ellert fékk að líta rauða spjaldið. Ellert yfirgaf Stjörnunnar sama haust og gekk aftur í raðir Blika en hann skoraði sex mörk í 19 leikjum í fyrra. Hann er aftur á móti ekki kominn á blað í deildinni í ár. Mörkin, rauða spjaldið og önnur atvik úr þessum skemmtilega leik frá því 2012 má sjá í myndbandinu hér að neðan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur: Eins og hver annar leikdagur Ólafur Kristjánsson fær eitt tækifæri til viðbótar til að vinna deildarleik með Breiðablik í sumar áður en hann yfirgefur félagið. 2. júní 2014 12:00 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira
Ólafur: Eins og hver annar leikdagur Ólafur Kristjánsson fær eitt tækifæri til viðbótar til að vinna deildarleik með Breiðablik í sumar áður en hann yfirgefur félagið. 2. júní 2014 12:00