Enski boltinn

Eto'o hafnaði liðum á Ítalíu | Hættur með landsliðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eto'o hefur leikið sinn síðasta landsleik fyrir Kamerún.
Eto'o hefur leikið sinn síðasta landsleik fyrir Kamerún. Vísir/Getty
Samuel Eto'o segir að hann hafi valið Everton fram yfir nokkur ítölsk lið sem voru á höttunum eftir honum.

„Ég ræddi við félög á Ítalíu sem buðu mér að snúa aftur í Serie A,“ sagði Eto'o sem lék með Inter um tveggja ára skeið (2009-2011). Kamerúninn gleymir fyrra tímabilinu eflaust seint, en Inter vann þá þrennuna svökölluðu - ítölsku deildina, bikarinn og Meistaradeild Evrópu.

„En á þessum tíma, á seinni hluta ferilsins, var mikilvægast að finna félag þar sem ég gæti notið þess að spila fótbolta,“ sagði Eto'o þegar hann var kynntur til leiks hjá Everton og bætti við:

„Ég hitti Roberto (Martinez, knattspyrnustjóra Everton) og við deilum sömu ástríðunni fyrir fótbolta og höfum sömu hugmyndirnar um hvernig á að spila leikinn, og það var þess vegna sem ég ákvað að fara til Everton.“

Eto'o, sem lék með Chelsea á síðustu leiktíð, tilkynnti einnig að hann væri hættur að leika með landsliði Kamerún.

Eto'o skoraði 56 mörk í 118 landsleikjum, en hann lék sinn fyrsta leik fyrir Kamerún árið 1997, degi fyrir 16 ára afmælisdaginn.

Eto'o mun leika í treyju númer fimm hjá Everton.Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Everton fékk Samuel Eto'o frítt

Kamerúnmaðurinn Samuel Eto'o hefur skrifað undir tveggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið Everton en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×