Erlent

ESB þrefaldar framlög til björgunarstarfs á Miðjarðahafi

Birgir Olgeirsson skrifar
Skip Landhelgisgæslunnar hefur sinnt verkefnum þar sem flóttafólki hefur verið komið til bjargar.
Skip Landhelgisgæslunnar hefur sinnt verkefnum þar sem flóttafólki hefur verið komið til bjargar. Mynd/LHG
Evrópusambandið hefur ákveðið að þrefalda fjárframlög til leitar og björgunar á flóttamönnum í Miðjarðahafi. Þetta var ákveðið á neyðarfundi leiðtoga Evrópusambandsins í Brussel í kvöld.

Fréttastofa breska ríkisútvarpsins greinir frá því að ESB ætli að leita leiða til að leggja hald á og eyðileggja báta smyglara og er ætlunin senda eftirlitsmenn til landa sem tilheyra ekki ESB.

Fundurinn var haldinn í kjölfar fregna af 750 flóttamönnum sem létu lífið á báti sem var á leið frá Líbíu á sunnudag.

Talið er að 35 þúsund manns hafi flúið stríð og fátækt í Mið-Austurlöndunum og Afríku á þessu ári og hafa um 1.750 manns látið lífið í leit að betra lífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×