ESB stefndi sér í mál gegn Íslandi til að viðhalda trausti á regluverki Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. apríl 2012 19:07 Talsmaður stækkunarstjóra hjá Evrópusambandinu segir að ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar um að óska eftir því að ganga inn í mál ESA gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum hafi verið nauðsynleg til að viðhalda trausti á ESB-reglum um innistæðutryggingar. Hann segir að ákvörðunin hafi ekki bein áhrif á aðildarviðræður Íslands og ESB. Framkvæmdastjórn ESB hefur óskað eftir því að fá að stefna sér til inn í mál ESA gegn Íslandi fyrir EFTA dómstólnum. Þetta þýðir að framkvæmdastjórnin mun styðja ESA í málinu, en ESA heldur því fram að íslenska ríkið hafi brotið gegn tilskipun um innistæðutryggingar og skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum með því að ábyrgjast ekki greiðslur á lágmarkstryggingunni fyrir sparifjáreigendur sem voru með Icesave-reikninga hjá Landsbankanum. En hvers vegna tók framkvæmdastjórnin ákvörðun um að gera þetta og mun þetta einhver áhrif hafa á aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins? „Með þessu skrefi verndar framkvæmdastjórnin þörfina á skýrleika varðandi skyldur Íslands á sviði fjármálaþjónustu, auk skýrleika og samkvæmni í lögum ESB og EES og lagalegar skyldur EFTA-ríkja og ESB-ríkja. Slíkur skýrleiki er mikilvægur til að viðhalda trausti á ESB-reglum um innistæðutryggingar, innri markaðinn og loks á fjármálastöðugleika í Evrópu," segir Peter Stano, talsmaður stækkunarstjóra hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Stano segir að framkvæmdastjórnin líti á þetta mál og aðildarviðræðurnar við ESB sem tvö aðskilin mál. Það sé mikilvægt að fá að hreint hverjar lagalegar skuldbindingar Íslands séu samkvæmt tilskipun um innistæðutryggingar. „Það er mikilvægt að hafa í huga að þetta mál sem er fyrir EFTA-dómstólnum tengist á engan hátt umsókn Íslands að ESB heldur er þetta sérstakt lögfræðilegt ferli. Hins vegar verður geta Íslands til að beita reglum um fjármálaþjónustu, þar á meðal tilskipun um innistæðutryggingar, vandlega metin á meðan á umsóknarferlinu stendur. Við erum að vinna að framvinduskýrslu og þetta verður sjálfsagt nefnt þar." Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: Rétt viðbrögð væru að gera hlé á viðræðum Ísland ætlar ekki að mótmæla þátttöku framkvæmdastjórnarinnar í málarekstri ESA gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. Formaður Framsóknarflokksins segi að rétt viðbrögð íslenskra stjórnvalda væru að gera hlé á aðildarviðræðum við ESB og lýsa vanþóknun á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar. 12. apríl 2012 19:30 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Sjá meira
Talsmaður stækkunarstjóra hjá Evrópusambandinu segir að ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar um að óska eftir því að ganga inn í mál ESA gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum hafi verið nauðsynleg til að viðhalda trausti á ESB-reglum um innistæðutryggingar. Hann segir að ákvörðunin hafi ekki bein áhrif á aðildarviðræður Íslands og ESB. Framkvæmdastjórn ESB hefur óskað eftir því að fá að stefna sér til inn í mál ESA gegn Íslandi fyrir EFTA dómstólnum. Þetta þýðir að framkvæmdastjórnin mun styðja ESA í málinu, en ESA heldur því fram að íslenska ríkið hafi brotið gegn tilskipun um innistæðutryggingar og skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum með því að ábyrgjast ekki greiðslur á lágmarkstryggingunni fyrir sparifjáreigendur sem voru með Icesave-reikninga hjá Landsbankanum. En hvers vegna tók framkvæmdastjórnin ákvörðun um að gera þetta og mun þetta einhver áhrif hafa á aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins? „Með þessu skrefi verndar framkvæmdastjórnin þörfina á skýrleika varðandi skyldur Íslands á sviði fjármálaþjónustu, auk skýrleika og samkvæmni í lögum ESB og EES og lagalegar skyldur EFTA-ríkja og ESB-ríkja. Slíkur skýrleiki er mikilvægur til að viðhalda trausti á ESB-reglum um innistæðutryggingar, innri markaðinn og loks á fjármálastöðugleika í Evrópu," segir Peter Stano, talsmaður stækkunarstjóra hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Stano segir að framkvæmdastjórnin líti á þetta mál og aðildarviðræðurnar við ESB sem tvö aðskilin mál. Það sé mikilvægt að fá að hreint hverjar lagalegar skuldbindingar Íslands séu samkvæmt tilskipun um innistæðutryggingar. „Það er mikilvægt að hafa í huga að þetta mál sem er fyrir EFTA-dómstólnum tengist á engan hátt umsókn Íslands að ESB heldur er þetta sérstakt lögfræðilegt ferli. Hins vegar verður geta Íslands til að beita reglum um fjármálaþjónustu, þar á meðal tilskipun um innistæðutryggingar, vandlega metin á meðan á umsóknarferlinu stendur. Við erum að vinna að framvinduskýrslu og þetta verður sjálfsagt nefnt þar."
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: Rétt viðbrögð væru að gera hlé á viðræðum Ísland ætlar ekki að mótmæla þátttöku framkvæmdastjórnarinnar í málarekstri ESA gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. Formaður Framsóknarflokksins segi að rétt viðbrögð íslenskra stjórnvalda væru að gera hlé á aðildarviðræðum við ESB og lýsa vanþóknun á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar. 12. apríl 2012 19:30 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Sjá meira
Sigmundur Davíð: Rétt viðbrögð væru að gera hlé á viðræðum Ísland ætlar ekki að mótmæla þátttöku framkvæmdastjórnarinnar í málarekstri ESA gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. Formaður Framsóknarflokksins segi að rétt viðbrögð íslenskra stjórnvalda væru að gera hlé á aðildarviðræðum við ESB og lýsa vanþóknun á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar. 12. apríl 2012 19:30