ESB-kosningar pólitískur jarðskjálfti Brjánn Jónasson skrifar 27. maí 2014 11:00 Marine Le Pen bar sigur úr býtum í kosningum til Evrópuþingsins í Frakklandi. Le Pen sagði fólkið hafa talað. Fréttablaðið/AP Kjósendur í Evrópu hafa talað og niðurstöðurnar eru áfall, segir Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, um niðurstöður kosninga til Evrópuþingsins. Hann líkti niðurstöðunum við pólitískan jarðskjálfta í Evrópu. Hægriöfgaflokkar og aðrir flokkar sem vilja takmarka völd Evrópusambandsins unnu góðan sigur í kosningum, og fengu nærri 30 prósent þingsæta. Hefðbundnir hægri-, mið- og vinstriflokkar fá eftir sem áður mikinn meirihluta þingsæta á Evrópuþinginu. „Ég held að sigur þessara róttæku afla hafi bæði eitthvað með ESB og innanríkismál að gera,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur. Hann segir nokkur atriði vinna með öfgaflokkunum. „Fyrst ber þar að nefna efnahagskreppuna og þær aðgerðir sem stjórnvöld alls staðar í Evrópu hafa verið að grípa til til að takast á við hana,“ segir Baldur. Kjósendur eru einnig að sýna andstöðu við frekari samruna í Evrópu. Kjósendur vilja í auknum mæli að þjóðþingin taki ákvarðanir frekar en stofnanir ESB, segir Baldur. Þá má tengja niðurstöðurnar við innflytjendamál, en hægriöfgaflokkarnir eru á móti frekari straumi innflytjenda og frjálsum straumi íbúa ríkja ESB innan sambandsins. Í Evrópu er ríkjandi almenn vantrú á stjórnmálastéttina, sem mörgum finnst að geti ekki svarað kalli kjósenda til að koma á breytingum, segir Baldur.Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍAð lokum tengist þetta innanríkismálum í stórum aðildarríkjum, segir Baldur. Hann bendir á að óvinsælar ríkisstjórnir séu nú við völd í Bretlandi, Frakklandi og Danmörku, en hefðbundin stjórnarandstaða virðist ekki heldur njóta trausts. „Kjósendur eru að mótmæla ríkjandi valdastétt,“ segir Baldur. Þjóðfylking Marine Le Pen er ótvíræður sigurvegari kosninganna í Frakklandi með 25 prósent atkvæða. Sósíalistaflokkur Francois Hollande Frakklandsforseta fékk aðeins 14 prósent atkvæða. „Fólkið hefur talað, hátt og skýrt,“ sagði Le Pen eftir að úrslitin voru ljós. Hún sagði kjósendur vilja að ákvarðanir yrðu teknar í Frakklandi, ekki af embættismönnum í Brussel sem enginn hafi kosið. Breski sjálfstæðisflokkurinn (UKIP) fékk 27 prósent atkvæða. Það er meira en bæði íhaldsmenn, sem fengu 24 prósent, og Verkamannaflokkurinn, sem fékk 25 prósent atkvæða. Í Grikklandi fékk Syriza, sem er afar vinstrisinnaður flokkur, 26 prósent atkvæða, en flokkur forsætisráðherrans 23 prósent. Þjóðernissinnar í Gylltri dögun fengu 9 prósent atkvæða. Í Þýskalandi unnu Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel kanslara, góðan sigur með um 35 prósent atkvæða. Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sjá meira
Kjósendur í Evrópu hafa talað og niðurstöðurnar eru áfall, segir Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, um niðurstöður kosninga til Evrópuþingsins. Hann líkti niðurstöðunum við pólitískan jarðskjálfta í Evrópu. Hægriöfgaflokkar og aðrir flokkar sem vilja takmarka völd Evrópusambandsins unnu góðan sigur í kosningum, og fengu nærri 30 prósent þingsæta. Hefðbundnir hægri-, mið- og vinstriflokkar fá eftir sem áður mikinn meirihluta þingsæta á Evrópuþinginu. „Ég held að sigur þessara róttæku afla hafi bæði eitthvað með ESB og innanríkismál að gera,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur. Hann segir nokkur atriði vinna með öfgaflokkunum. „Fyrst ber þar að nefna efnahagskreppuna og þær aðgerðir sem stjórnvöld alls staðar í Evrópu hafa verið að grípa til til að takast á við hana,“ segir Baldur. Kjósendur eru einnig að sýna andstöðu við frekari samruna í Evrópu. Kjósendur vilja í auknum mæli að þjóðþingin taki ákvarðanir frekar en stofnanir ESB, segir Baldur. Þá má tengja niðurstöðurnar við innflytjendamál, en hægriöfgaflokkarnir eru á móti frekari straumi innflytjenda og frjálsum straumi íbúa ríkja ESB innan sambandsins. Í Evrópu er ríkjandi almenn vantrú á stjórnmálastéttina, sem mörgum finnst að geti ekki svarað kalli kjósenda til að koma á breytingum, segir Baldur.Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍAð lokum tengist þetta innanríkismálum í stórum aðildarríkjum, segir Baldur. Hann bendir á að óvinsælar ríkisstjórnir séu nú við völd í Bretlandi, Frakklandi og Danmörku, en hefðbundin stjórnarandstaða virðist ekki heldur njóta trausts. „Kjósendur eru að mótmæla ríkjandi valdastétt,“ segir Baldur. Þjóðfylking Marine Le Pen er ótvíræður sigurvegari kosninganna í Frakklandi með 25 prósent atkvæða. Sósíalistaflokkur Francois Hollande Frakklandsforseta fékk aðeins 14 prósent atkvæða. „Fólkið hefur talað, hátt og skýrt,“ sagði Le Pen eftir að úrslitin voru ljós. Hún sagði kjósendur vilja að ákvarðanir yrðu teknar í Frakklandi, ekki af embættismönnum í Brussel sem enginn hafi kosið. Breski sjálfstæðisflokkurinn (UKIP) fékk 27 prósent atkvæða. Það er meira en bæði íhaldsmenn, sem fengu 24 prósent, og Verkamannaflokkurinn, sem fékk 25 prósent atkvæða. Í Grikklandi fékk Syriza, sem er afar vinstrisinnaður flokkur, 26 prósent atkvæða, en flokkur forsætisráðherrans 23 prósent. Þjóðernissinnar í Gylltri dögun fengu 9 prósent atkvæða. Í Þýskalandi unnu Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel kanslara, góðan sigur með um 35 prósent atkvæða.
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sjá meira