Innlent

Erum bara á degi þrjú

Eygló Kristjánsdóttir Sveitarstjórinn á Kirkjubæjarklaustri segir ástandið í bænum og nærliggjandi sveitum ótrúlega gott miðað við aðstæður. fréttalaðið/valli
Eygló Kristjánsdóttir Sveitarstjórinn á Kirkjubæjarklaustri segir ástandið í bænum og nærliggjandi sveitum ótrúlega gott miðað við aðstæður. fréttalaðið/valli
Íbúar á Kirkjubæjarklaustri taka flestir ástandinu í bænum með ró en segjast þó margir hverjir engan veginn geta gert sér grein fyrir því hvernig framhaldið muni verða. Þetta segir Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri á Kirkjubæjarklaustri. Staðan sé mun betri en fólk þorði að vona í fyrstu.

„Í svona ástandi, þegar bústofninn er úti og ekki hægt að sjá handa sinna skil, hugsaði maður hið versta til að byrja með. En þetta virðist ætla að verða mun betra heldur en við þorðum að vona,“ segir hún.

Um sextíu björgunarsveitarmenn voru að störfum á Kirkjubæjarklaustri og nærsveitum í gærdag og sinntu margvíslegum verkefnum. Eygló segir engin alvarleg tilvik hafa komið upp og engin slys hafi orðið á fólki. Þó sé auðvitað ekki hægt að útiloka neitt með framhaldið.

„Fólk verður þó að muna að við erum bara á degi þrjú. Við horfum fram á þetta ástand næstu vikurnar,“ segir Eygló. „Þetta er bara spurning um klukkutíma til klukkutíma. Það er ekkert hægt að hugsa lengra en það.“- sv



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×