Eru undanskot frá skatti stundum liðin? Elías Ólafsson skrifar 14. desember 2013 07:00 Stundum heyrist í fjölmiðlum að ýmis fyrirtæki og einstaklingar séu sótt til saka fyrir undanskot frá sköttum. Við skattalagabrotum eru þung viðurlög í formi hárra sekta og jafnvel fangelsisvistar. Þessi lög gilda líka um opinbera aðila eins og Reykjavíkurborg og önnur sveitafélög. Allir eru jafnir fyrir lögunum eða er ekki svo? Fyrir um það bil sex árum hóf Gámaþjónustan að bjóða íbúum Reykjavíkur upp á Endurvinnslutunnuna en í hana má setja sjö flokka endurvinnsluefna. Tunnan er síðan losuð á fjögurra vikna fresti. Fyrir það greiða notendur fast gjald auk virðisaukaskatts. Nokkrum misserum síðar hóf Reykjavíkurborg að bjóða upp á bláa tunnu fyrir pappír og fleira og innheimti fyrir þjónustuna með hækkuðum fasteignagjöldum og var enginn virðisaukaskattur lagður á. Gámaþjónustan benti yfirvöldum samkeppnismála á þetta en ekkert var aðhafst á þeim tíma. Fyrir tæpum tveimur árum vakti Gámaþjónustan aftur máls á þessu, nú í bréfi til Ríkisskattstjóra. Í svari Ríkisskattstjóra frá í október sl. segir m.a.: „…fellur söfnun sveitarfélaga á efni til endurvinnslu undir skattskyldusvið laga nr. 50/1988, þegar sveitarfélög inna þjónustuna sjálf af hendi og teljast vera í samkeppni við atvinnufyrirtæki. Af því tilefni ritaði ríkisskattstjóri bréf dags. 27. september 2013, þar sem Reykjavíkurborg er greint frá framangreindri niðurstöðu ríkisskattstjóra varðandi virðisaukaskattskyldu umræddrar starfsemi.“Viðbrögð borgarinnar Hver skyldu viðbrögð Reykjavíkurborgar vera við þessu bréfi Ríkisskattstjóra? Þau koma líklega best fram í nýlegri fjárhagsáætlun Reykjavíkur hvað varðar sorphirðugjöld. Í fyrra hækkaði almennt sorphirðugjald Reykjavíkurborgar um 14% en þjónustugjald fyrir blátunnu lækkaði um 12%. Nú á almennt sorphirðugjald að hækka um næstum því 10% samkvæmt fjárhagsáætlun enda engin samkeppni þar á ferðinni en gjald fyrir blátunnu á enn að lækka um 2%. Ekki benda þessi viðbrögð til þess að hefja eigi innheimtu á virðisaukaskatti af þessari þjónustu í bráð þrátt fyrir bréf Ríkisskattstjóra nema þetta sé bara „taxfree tilboð Reykjavíkurborgar“. Skilaboð Reykjavíkurborgar eru skýr: Áfram skal haldið að útrýma öllum samkeppnisaðilum og frumkvöðlum þessarar þjónustu af markaði. Gámaþjónustan hefur um skeið sótt um starfsleyfi til Reykjavíkurborgar til að auka þjónustu við heimili í Reykjavík. Þar er um að ræða sérstaka söfnun á lífrænum eldhúsúrgangi til jarðgerðar. Umsóknum hefur ítrekað verið hafnað og ýmsu borið við og er sumt af því tæplega svara vert eða hafandi eftir svo fjarstæðukennt er það. Reykjavíkurborg er samkeppnisaðili Gámaþjónustunnar á sumum sviðum þjónustu við borgarbúa eins og að framan greinir. Er ekki svolítið einkennilegt að fyrirtækið þurfi að sæta því að sækja um starfsleyfi til samkeppnisaðila síns? Í Rómaveldi var einhvern tíma spurt: „Hver á að gæta varðanna?“ (Quis custodiet ipsos custodes?). Spurningin á svo sannarlega enn við. Er eðlilegt að sömu embættismenn gefi út starfsleyfi til fyrirtækja en séu um leið starfsmenn aðila sem keppa á sama markaði? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hver er að hlusta? Ólafur Þ. Stephensen Fastir pennar Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Stundum heyrist í fjölmiðlum að ýmis fyrirtæki og einstaklingar séu sótt til saka fyrir undanskot frá sköttum. Við skattalagabrotum eru þung viðurlög í formi hárra sekta og jafnvel fangelsisvistar. Þessi lög gilda líka um opinbera aðila eins og Reykjavíkurborg og önnur sveitafélög. Allir eru jafnir fyrir lögunum eða er ekki svo? Fyrir um það bil sex árum hóf Gámaþjónustan að bjóða íbúum Reykjavíkur upp á Endurvinnslutunnuna en í hana má setja sjö flokka endurvinnsluefna. Tunnan er síðan losuð á fjögurra vikna fresti. Fyrir það greiða notendur fast gjald auk virðisaukaskatts. Nokkrum misserum síðar hóf Reykjavíkurborg að bjóða upp á bláa tunnu fyrir pappír og fleira og innheimti fyrir þjónustuna með hækkuðum fasteignagjöldum og var enginn virðisaukaskattur lagður á. Gámaþjónustan benti yfirvöldum samkeppnismála á þetta en ekkert var aðhafst á þeim tíma. Fyrir tæpum tveimur árum vakti Gámaþjónustan aftur máls á þessu, nú í bréfi til Ríkisskattstjóra. Í svari Ríkisskattstjóra frá í október sl. segir m.a.: „…fellur söfnun sveitarfélaga á efni til endurvinnslu undir skattskyldusvið laga nr. 50/1988, þegar sveitarfélög inna þjónustuna sjálf af hendi og teljast vera í samkeppni við atvinnufyrirtæki. Af því tilefni ritaði ríkisskattstjóri bréf dags. 27. september 2013, þar sem Reykjavíkurborg er greint frá framangreindri niðurstöðu ríkisskattstjóra varðandi virðisaukaskattskyldu umræddrar starfsemi.“Viðbrögð borgarinnar Hver skyldu viðbrögð Reykjavíkurborgar vera við þessu bréfi Ríkisskattstjóra? Þau koma líklega best fram í nýlegri fjárhagsáætlun Reykjavíkur hvað varðar sorphirðugjöld. Í fyrra hækkaði almennt sorphirðugjald Reykjavíkurborgar um 14% en þjónustugjald fyrir blátunnu lækkaði um 12%. Nú á almennt sorphirðugjald að hækka um næstum því 10% samkvæmt fjárhagsáætlun enda engin samkeppni þar á ferðinni en gjald fyrir blátunnu á enn að lækka um 2%. Ekki benda þessi viðbrögð til þess að hefja eigi innheimtu á virðisaukaskatti af þessari þjónustu í bráð þrátt fyrir bréf Ríkisskattstjóra nema þetta sé bara „taxfree tilboð Reykjavíkurborgar“. Skilaboð Reykjavíkurborgar eru skýr: Áfram skal haldið að útrýma öllum samkeppnisaðilum og frumkvöðlum þessarar þjónustu af markaði. Gámaþjónustan hefur um skeið sótt um starfsleyfi til Reykjavíkurborgar til að auka þjónustu við heimili í Reykjavík. Þar er um að ræða sérstaka söfnun á lífrænum eldhúsúrgangi til jarðgerðar. Umsóknum hefur ítrekað verið hafnað og ýmsu borið við og er sumt af því tæplega svara vert eða hafandi eftir svo fjarstæðukennt er það. Reykjavíkurborg er samkeppnisaðili Gámaþjónustunnar á sumum sviðum þjónustu við borgarbúa eins og að framan greinir. Er ekki svolítið einkennilegt að fyrirtækið þurfi að sæta því að sækja um starfsleyfi til samkeppnisaðila síns? Í Rómaveldi var einhvern tíma spurt: „Hver á að gæta varðanna?“ (Quis custodiet ipsos custodes?). Spurningin á svo sannarlega enn við. Er eðlilegt að sömu embættismenn gefi út starfsleyfi til fyrirtækja en séu um leið starfsmenn aðila sem keppa á sama markaði?
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar