Eru skoðanir unglinga ómarktækar? Alex Daði Blöndal Sigurðsson skrifar 6. mars 2015 13:54 Að segja skoðun sína á hinum ýmsu málum er eitthvað sem allir ættu að hafa rétt á í okkar samfélagi og raunar alls staðar í heiminum. Íslendingar eru mjög góðir í því að segja skoðun sína á alls kyns hlutum og oft á tíðum um það sem skiptir bókstaflega engu máli. Með tilkomu internetsins hefur þetta færst verulega í aukana og við Íslendingar viljum taka þátt í umræðunni hvort sem hún eru á vinalegu nótunum eður ei. Þegar kemur að því að tjá sig er hins vegar oft eins og við unglingarnir séum ekki jafn markverðir og þeir sem eldri eru. Skoðun okkar er mögulega ekki tekin jafn gild og ef einhver á fullorðinsaldri myndi segja slíkt hið sama. Í Barnasáttmálanum standa eftirfarandi orð: „Börn og unglingar eiga að hafa tjáningarfrelsi. Það felur í sér rétt til að leita að, taka viðog miðla hvers kyns vitneskju og hugmyndum. Þau eiga réttá að tjásigí tali, rituðu máli, mynd og söng eða á einhvern annan hátt, svo framarlega sem þau trufla ekki eða særa annað fólk.“ Fyrir mér er málið ekki endilega það að við unglingarnir megum ekki tjá okkur heldur frekar sú staðreynd að þegar við ákveðum að miðla skoðunum okkar þá er stundum lítið mark tekið á því. Ég veit fyrir víst að fullorðið fólk hefur gengið í gegnum meira en við unga fólkið og hefur þar af leiðandi meiri reynslu af því að standast áskoranir og hindranir hins daglega lífs. Hins vegar er það stundum þannig að þegar unglingur og fullorðinn einstaklingur tjá sig um sama málefnið þá er tilhneigingin sú að frekar sé tekið mark á þeim fullorðna, jafnvel þó unglingurinn hafi betri rök. Þetta er í raun og veru ekkert ofboðslegt vandamál hér á landi en gæti orðið til þess að í framtíðinni muni unglingar hræðast að segja hvað þeim finnst. Auðvitað er þetta mismunandi eftir hvar maður er, í hvaða skóla maður er o.s.frv. Þegar öllu er á botninn hvolft viljum við unglingarnir aðeins að það sé hlustað á okkur endrum og sinnum. Að koma skoðunum sínum á framfæri er réttur allra hér á Íslandi, líka barna og unglinga. Oft á tíðum virðist þó gleymast að sjá hvað við unglingarnir höfum fram að færa. Við höfum auðvitað ekki jafn góða reynslu og fullorðnir einstaklingar en í ýmsum málefnum höfum við ýmislegt fyrir okkur. Við eigum til að luma á ágætis lausnum og fullorðnir eru tiltölulega iðnir við að hunsa það. Fólk sem er vaxið úr grasi gæti mögulega lagað þetta og hlustað á rödd unga fólksins sem er kannski ekki eins hávær og þeirra sem eldri eru. Höfundur er nemi í 10. bekk Giljaskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Að segja skoðun sína á hinum ýmsu málum er eitthvað sem allir ættu að hafa rétt á í okkar samfélagi og raunar alls staðar í heiminum. Íslendingar eru mjög góðir í því að segja skoðun sína á alls kyns hlutum og oft á tíðum um það sem skiptir bókstaflega engu máli. Með tilkomu internetsins hefur þetta færst verulega í aukana og við Íslendingar viljum taka þátt í umræðunni hvort sem hún eru á vinalegu nótunum eður ei. Þegar kemur að því að tjá sig er hins vegar oft eins og við unglingarnir séum ekki jafn markverðir og þeir sem eldri eru. Skoðun okkar er mögulega ekki tekin jafn gild og ef einhver á fullorðinsaldri myndi segja slíkt hið sama. Í Barnasáttmálanum standa eftirfarandi orð: „Börn og unglingar eiga að hafa tjáningarfrelsi. Það felur í sér rétt til að leita að, taka viðog miðla hvers kyns vitneskju og hugmyndum. Þau eiga réttá að tjásigí tali, rituðu máli, mynd og söng eða á einhvern annan hátt, svo framarlega sem þau trufla ekki eða særa annað fólk.“ Fyrir mér er málið ekki endilega það að við unglingarnir megum ekki tjá okkur heldur frekar sú staðreynd að þegar við ákveðum að miðla skoðunum okkar þá er stundum lítið mark tekið á því. Ég veit fyrir víst að fullorðið fólk hefur gengið í gegnum meira en við unga fólkið og hefur þar af leiðandi meiri reynslu af því að standast áskoranir og hindranir hins daglega lífs. Hins vegar er það stundum þannig að þegar unglingur og fullorðinn einstaklingur tjá sig um sama málefnið þá er tilhneigingin sú að frekar sé tekið mark á þeim fullorðna, jafnvel þó unglingurinn hafi betri rök. Þetta er í raun og veru ekkert ofboðslegt vandamál hér á landi en gæti orðið til þess að í framtíðinni muni unglingar hræðast að segja hvað þeim finnst. Auðvitað er þetta mismunandi eftir hvar maður er, í hvaða skóla maður er o.s.frv. Þegar öllu er á botninn hvolft viljum við unglingarnir aðeins að það sé hlustað á okkur endrum og sinnum. Að koma skoðunum sínum á framfæri er réttur allra hér á Íslandi, líka barna og unglinga. Oft á tíðum virðist þó gleymast að sjá hvað við unglingarnir höfum fram að færa. Við höfum auðvitað ekki jafn góða reynslu og fullorðnir einstaklingar en í ýmsum málefnum höfum við ýmislegt fyrir okkur. Við eigum til að luma á ágætis lausnum og fullorðnir eru tiltölulega iðnir við að hunsa það. Fólk sem er vaxið úr grasi gæti mögulega lagað þetta og hlustað á rödd unga fólksins sem er kannski ekki eins hávær og þeirra sem eldri eru. Höfundur er nemi í 10. bekk Giljaskóla.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar