Eru jöfn kynjahlutföll til skemmtunar? Guðrún Halla Finnsdóttir skrifar 13. júní 2013 06:00 Opið bréf til forsætisráðherra. Kæri Sigmundur Davíð, forsætisráðherra Íslands. Um mig fór ónotahrollur þegar ég las um viðbrögð þín við kynjahlutfalli nýskipaðra nefnda Alþingis. Ekki nóg með það að ENGIN kona sé í efnahags- og viðskiptanefnd heldur virðist forsætisráðherra það ásættanlegt, en að það sé „alltaf skemmtilegra ef nefndir eða aðrir hópar fólks samanstanda af fólki úr ólíkum áttum, með ólíka reynslu og af sitt hvoru kyninu“. Skemmtilegra. Nú er minna en mánuður síðan ríkistjórnin var valin og svar þitt við athugasemdum um ójafnan hlut kynjanna í henni var svipað: „Auðvitað er alltaf skemmtilegast að hafa sem jafnast[an] hlut kynjanna.“ Skemmtilegast. Ekki nóg með að það gæti verið skemmtilegra að jafna hlut kynjanna, þá eru lög sem eiga að tryggja slíkt. Kannski væri skemmtilegra að fara að lögum. Ég bý í Bandaríkjunum um þessar mundir og er oft spurð að því hvort það sé rétt að Ísland sé besta land í heimi fyrir konur. Ég svara því stolt að svo sé og að Bandaríkin gætu lært margt af Íslandi. Hins vegar skammast ég mín mikið fyrir það að núverandi forsætisráðherra þyki það ekki óásættanlegt að engin kona sé í efnahags- og viðskiptanefnd. Íslendingar geta verið stoltir af því hversu vel þeim hefur tekist að jafna rétt kynjanna, en það þýðir ekki að hægt sé að slaka á kröfunum. Þar sem þú situr í ráðherranefnd um jafnréttismál, sem lýsir einu af sínum helstu verkefnum sem eftirfylgni með jafnréttismálum, þá finnst mér frammistöðu þinni ábótavant. „Auðvitað er æskilegra að það sé miklu meiri blöndun. Það hlýtur að vera stefna allra að reyna að koma því á.“ Hvernig stendur á því að þér finnist það vera æskilegt en ekki nauðsynlegt? Ef það „hlýtur að vera stefna allra“, er það stefna þín? Því það lítur svo sannarlega ekki út fyrir að vera svo. Ef það er hins vegar stefna þín, hvernig nákvæmlega ætlarðu að bregðast við núverandi stöðu sem forsætisráðherra, flokksformaður, og þingmaður? Tilvitnanir eru teknar úr fréttum af visir.is og ruv.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Opið bréf til forsætisráðherra. Kæri Sigmundur Davíð, forsætisráðherra Íslands. Um mig fór ónotahrollur þegar ég las um viðbrögð þín við kynjahlutfalli nýskipaðra nefnda Alþingis. Ekki nóg með það að ENGIN kona sé í efnahags- og viðskiptanefnd heldur virðist forsætisráðherra það ásættanlegt, en að það sé „alltaf skemmtilegra ef nefndir eða aðrir hópar fólks samanstanda af fólki úr ólíkum áttum, með ólíka reynslu og af sitt hvoru kyninu“. Skemmtilegra. Nú er minna en mánuður síðan ríkistjórnin var valin og svar þitt við athugasemdum um ójafnan hlut kynjanna í henni var svipað: „Auðvitað er alltaf skemmtilegast að hafa sem jafnast[an] hlut kynjanna.“ Skemmtilegast. Ekki nóg með að það gæti verið skemmtilegra að jafna hlut kynjanna, þá eru lög sem eiga að tryggja slíkt. Kannski væri skemmtilegra að fara að lögum. Ég bý í Bandaríkjunum um þessar mundir og er oft spurð að því hvort það sé rétt að Ísland sé besta land í heimi fyrir konur. Ég svara því stolt að svo sé og að Bandaríkin gætu lært margt af Íslandi. Hins vegar skammast ég mín mikið fyrir það að núverandi forsætisráðherra þyki það ekki óásættanlegt að engin kona sé í efnahags- og viðskiptanefnd. Íslendingar geta verið stoltir af því hversu vel þeim hefur tekist að jafna rétt kynjanna, en það þýðir ekki að hægt sé að slaka á kröfunum. Þar sem þú situr í ráðherranefnd um jafnréttismál, sem lýsir einu af sínum helstu verkefnum sem eftirfylgni með jafnréttismálum, þá finnst mér frammistöðu þinni ábótavant. „Auðvitað er æskilegra að það sé miklu meiri blöndun. Það hlýtur að vera stefna allra að reyna að koma því á.“ Hvernig stendur á því að þér finnist það vera æskilegt en ekki nauðsynlegt? Ef það „hlýtur að vera stefna allra“, er það stefna þín? Því það lítur svo sannarlega ekki út fyrir að vera svo. Ef það er hins vegar stefna þín, hvernig nákvæmlega ætlarðu að bregðast við núverandi stöðu sem forsætisráðherra, flokksformaður, og þingmaður? Tilvitnanir eru teknar úr fréttum af visir.is og ruv.is.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun