Eru hvalveiðar nauðsynlegar? Birna Björk Árnadóttir skrifar 7. júní 2013 08:44 Árið 1947 var fyrirtækið Hvalur hf. stofnað og hvalveiðar voru stundaðar til ársins 1989. Veiðar og vinnsla hvalaafurða fyrirtækisins skapaði fjölda starfa og mikilvægar tekjur. Hvalveiðibannið 1989 kom til vegna mikillar andstöðu við hvalveiðar á alþjóðavettvangi, m.a. í helstu markaðslöndum Íslendinga, og óvissu um ástand hvalastofna. Hvalveiðibannið stóð í 20 ár en árið 2009 var gefin heimild til að veiða langreyði út árið 2013. Í ár er heimilt að skjóta að hámarki 154 langreyðar og þessi dýr ætlar Hvalur hf. að veiða í sumar. Lengi vel var ég hlynnt hvalveiðum með þeim rökum sem hvalveiðar eru oftast réttlættar með: Tegundirnar sem við veiðum eru ekki í útrýmingarhættu, það er réttur fullvalda þjóðar að nýta auðlindir á sjálfbæran hátt, hvalurinn er að éta okkur út á gaddinn og síðast en ekki síst eru hvalveiðar arðbær grein sem skilar útflutningstekjum í þjóðarbúið. Ég er búin að skipta um skoðun og það hafa líklega fleiri gert. Þrátt fyrir að tilteknir hvalastofnar séu ekki lengur á bláþröskuldi útrýmingar eru hvalveiðarnar hluti af fortíð okkar en ekki framtíð. Rökin um að við eigum að veiða hvali af því að við megum það og getum það eru bæði úrelt og hallærisleg í alþjóðasamfélaginu sem við búum í. Þess vegna er sorglegt að heyra nýjan ráðherra sjávarútvegsmála vísa til aldagamallar hefðar við nýtingu auðlinda og skorts á skilningi þegar hvalveiðar eru gagnrýndar í erlendum fjölmiðlum. Vegna samkeppni um fæðuna í sjónum má benda á að aðrar hvalategundir stunda einnig fiska- og krabbadýraát, auk þess sem ýmsir aðrir þættir ógna lífríkinu umhverfis landið, svo sem hlýnun og súrnun hafsins vegna loftslagsbreytinga.Dræm sala En hversu nauðsynlegt og skynsamlegt er að veiða 154 langreyðar? Við erum náttúrulega ekki að stunda frumbyggjaveiðar og því er þetta ekki spurning um byggðasjónarmið þó að tímabundin atvinna skapist í Hvalfirðinum. Einhverra hluta vegna stendur íslenskum almenningi ekki til boða að kaupa afurðir af langreyðum en allt kjötið er flutt út. Engar vörur eru fullunnar hér á landi og því er í raun um að ræða hráefnisútflutning. Eina markaðslandið er Japan og þar gengur ekki betur að selja kjötið en svo að hluti aflans frá vertíðunum 2009-10 er enn óseldur og geymdur í frystigeymslum þar í landi. Þetta er staðan þrátt fyrir fjölmargar söluferðir til Japans á umliðnum árum og reglulegar fullyrðingar um að markaðurinn sé að glæðast. Svörin við dræmri sölu eru samdráttur í japanska efnahagslífinu vegna jarðskjálftans árið 2011. Sá hörmulegi atburður veikti japanskt efnahagslíf og einkaneyslu, en getur ekki líka verið að nýjar kynslóðir Japana hafi breyttan matarsmekk og kjósi aðrar matvörur fram yfir langreyðina? Líklega hefur þrýstingur frá umhverfis- og dýraverndunarsamtökum haft sitt að segja en nýlega bárust fréttir frá Japan um að framleiðslu á lúxushundamat úr hvalkjöti hafi verið hætt. Hvað það er sem drífur stjórn Hvals hf. áfram til hvalveiða í óþökk heimsbyggðarinnar er með öllu óskiljanlegt. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa engan áhuga á að upplýsa um kostnaðinn við hvalveiðarnar eða hversu miklum fjármunum á yfirleitt að fórna til að koma hvalkjötinu ofan í Japani. Erum við ef til vill að fórna meiri hagsmunum fyrir minni? Gleymum ekki að þær þjóðir sem við eigum í mestum viðskiptum við leggjast gegn hvalveiðum í atvinnuskyni og viðskiptum með hvalaafurðir. Eins og staðan er í dag er aðeins einn maður sem hefur það í hendi sér hvort þessar langreyðar verða veiddar eða ekki. Mikið vildi ég óska að hann léti af þessari hvalveiðiþrjósku og fyndi kröftum sínum og fjármunum annan farveg. Braggabyggðin í Hvalfirði og gömlu hvalveiðiskipin bjóða nefnilega upp á ótal tækifæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Árið 1947 var fyrirtækið Hvalur hf. stofnað og hvalveiðar voru stundaðar til ársins 1989. Veiðar og vinnsla hvalaafurða fyrirtækisins skapaði fjölda starfa og mikilvægar tekjur. Hvalveiðibannið 1989 kom til vegna mikillar andstöðu við hvalveiðar á alþjóðavettvangi, m.a. í helstu markaðslöndum Íslendinga, og óvissu um ástand hvalastofna. Hvalveiðibannið stóð í 20 ár en árið 2009 var gefin heimild til að veiða langreyði út árið 2013. Í ár er heimilt að skjóta að hámarki 154 langreyðar og þessi dýr ætlar Hvalur hf. að veiða í sumar. Lengi vel var ég hlynnt hvalveiðum með þeim rökum sem hvalveiðar eru oftast réttlættar með: Tegundirnar sem við veiðum eru ekki í útrýmingarhættu, það er réttur fullvalda þjóðar að nýta auðlindir á sjálfbæran hátt, hvalurinn er að éta okkur út á gaddinn og síðast en ekki síst eru hvalveiðar arðbær grein sem skilar útflutningstekjum í þjóðarbúið. Ég er búin að skipta um skoðun og það hafa líklega fleiri gert. Þrátt fyrir að tilteknir hvalastofnar séu ekki lengur á bláþröskuldi útrýmingar eru hvalveiðarnar hluti af fortíð okkar en ekki framtíð. Rökin um að við eigum að veiða hvali af því að við megum það og getum það eru bæði úrelt og hallærisleg í alþjóðasamfélaginu sem við búum í. Þess vegna er sorglegt að heyra nýjan ráðherra sjávarútvegsmála vísa til aldagamallar hefðar við nýtingu auðlinda og skorts á skilningi þegar hvalveiðar eru gagnrýndar í erlendum fjölmiðlum. Vegna samkeppni um fæðuna í sjónum má benda á að aðrar hvalategundir stunda einnig fiska- og krabbadýraát, auk þess sem ýmsir aðrir þættir ógna lífríkinu umhverfis landið, svo sem hlýnun og súrnun hafsins vegna loftslagsbreytinga.Dræm sala En hversu nauðsynlegt og skynsamlegt er að veiða 154 langreyðar? Við erum náttúrulega ekki að stunda frumbyggjaveiðar og því er þetta ekki spurning um byggðasjónarmið þó að tímabundin atvinna skapist í Hvalfirðinum. Einhverra hluta vegna stendur íslenskum almenningi ekki til boða að kaupa afurðir af langreyðum en allt kjötið er flutt út. Engar vörur eru fullunnar hér á landi og því er í raun um að ræða hráefnisútflutning. Eina markaðslandið er Japan og þar gengur ekki betur að selja kjötið en svo að hluti aflans frá vertíðunum 2009-10 er enn óseldur og geymdur í frystigeymslum þar í landi. Þetta er staðan þrátt fyrir fjölmargar söluferðir til Japans á umliðnum árum og reglulegar fullyrðingar um að markaðurinn sé að glæðast. Svörin við dræmri sölu eru samdráttur í japanska efnahagslífinu vegna jarðskjálftans árið 2011. Sá hörmulegi atburður veikti japanskt efnahagslíf og einkaneyslu, en getur ekki líka verið að nýjar kynslóðir Japana hafi breyttan matarsmekk og kjósi aðrar matvörur fram yfir langreyðina? Líklega hefur þrýstingur frá umhverfis- og dýraverndunarsamtökum haft sitt að segja en nýlega bárust fréttir frá Japan um að framleiðslu á lúxushundamat úr hvalkjöti hafi verið hætt. Hvað það er sem drífur stjórn Hvals hf. áfram til hvalveiða í óþökk heimsbyggðarinnar er með öllu óskiljanlegt. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa engan áhuga á að upplýsa um kostnaðinn við hvalveiðarnar eða hversu miklum fjármunum á yfirleitt að fórna til að koma hvalkjötinu ofan í Japani. Erum við ef til vill að fórna meiri hagsmunum fyrir minni? Gleymum ekki að þær þjóðir sem við eigum í mestum viðskiptum við leggjast gegn hvalveiðum í atvinnuskyni og viðskiptum með hvalaafurðir. Eins og staðan er í dag er aðeins einn maður sem hefur það í hendi sér hvort þessar langreyðar verða veiddar eða ekki. Mikið vildi ég óska að hann léti af þessari hvalveiðiþrjósku og fyndi kröftum sínum og fjármunum annan farveg. Braggabyggðin í Hvalfirði og gömlu hvalveiðiskipin bjóða nefnilega upp á ótal tækifæri.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar