Viðskipti innlent

Erindi Krugmans í heild sinni

Paul Krugman, prófessor í hagfræði og nóbelsverðlaunahafi, sagði í erindi sínu á ráðstefnu AGS og íslenskra stjórnvalda, að gjaldeyrishöftin hefðu skipt miklu máli fyrir Ísland eftir hrunið og komið í veg fyrir meira tjón.

Krugman fjallaði um stöðu Íslands og Írlands. Annars vegar land með evru og því Seðlabanka Evrópu sem þrautavaralánveitanda og hins vegar lítið ríki með eigin gjaldmiðil.

Hann sagði stöðuna hér á landi betri en margir héldu vildu meina. Atvinnuleysi væri lágt miðað við víða annars staðar. Hins vegar væru vandamálin enn mikil, sérstaklega þegar kemur að skuldum heimila og fyrirtækja.

Myndatökumaður Stöðvar 2 var á staðnum og tók upp erindi Krugmans í heild sinni. Það er ótextað. Það má sjá hér.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×