Viðskipti innlent

Erfitt að segja til um hvort fólk ætti að kaupa eða leigja

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér má sjá samanburð á leiguverði og greiðslubyrði.
Hér má sjá samanburð á leiguverði og greiðslubyrði.
Erfitt er að segja til um hvort fólk eigi frekar að kaupa eignir eða leigja sér húsnæði. Þetta kemur fram í markaðspunktum frá greiningardeild Arionbanka.

Þar kemur fram að til skamms tíma sé hagstæðast að taka verðtryggt lán, sé horft til greiðslubyrði. Greiðslubyrðin af óverðtryggðum lánum er svipuð og leiguverð, en þá á eftir að taka inn í rekstrarkostnað við að eiga íbúð.

Hér má sjá meðal leiguverð á höfuðborgarsvæðinu.Mynd/Greiningardeild Arionbanka.
„Margir horfa aðallega á greiðslubyrði í fyrirsjáanlegri framtíð fremur en á heildarkostnað lánsins yfir líftíma þess eða verðbólguáhættu, enda ógjörningur að spá fyrir um verðbólgu áratugi fram í tímann, sérstaklega hér á landi. Þar að auki má ætla að laun fólks þróist almennt í takt við verðbólgu til lengri tíma litið og því e.t.v. ekki sérstök ástæða til að fara í of miklar æfingar til að reyna að meta hana þar sem greiðslugeta og greiðslubyrði af verðtryggðu láni ættu að fylgjast nokkurn veginn að yfir lengri tíma. Gott er þó að hafa í huga að sé verðbólga að meðaltali yfir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans yfir líftíma lánsins yrði heildarkostnaður verðtryggða lánsins væntanlega nokkru meiri en þess óverðtryggða, en vert er að minnast á að meðaltalsverðbólga seinustu 25 ára hefur verið um 5,6%,“ segir í markaðspunktunum.

Hér má sjá meðalkaupverð á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu.
Þar kemur einnig fram að meðal leiguverð á höfuðborgarsveæðinu, fyrir tveggja herbrgja 75 fermetra íbúð er 145-185 þúsund krónur. Þriggja herbergja íbúðir sem eru 100 fermetrar leigjast á um 165-215 þúsund krónur að meðaltali. Meðalverð á samskonar íbúðum, séu þær keyptar, er um 25,5 milljónir fyrir þá smærri en 29,5 fyrir þá stærri. 

Lægsta leigu- og íbúðaverðið á höfuðborgarsvæðinu er í Hafnarfirði, Kópavogi og Breiðholti.

Hér má eigið fé eftir aldursbilum.Mynd/Greiningardeild Arionbanka.
Í markaðspunktunum kemur einnig fram að enn séu margir sem eru ekki komnir í það sem greiningardeildin kallar „jákvæða eiginfjárstöðu“. Þar kemur fram að fólk undir fimmtugu sé almennt ekki komið í jákvæða eignarstöðu umfram eigið fé í fasteign. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×