Er tjón tækifæri? Jón Ólafsson skrifar 26. nóvember 2013 06:00 Þegar flóðbylgja sópaði burtu híbýlum milljóna manna í Suður-Asíu bentu nokkrir spekingar á að hamfarir gætu haft góð áhrif: Þær gætu orðið til að átök á svæðinu vikju fyrir uppbyggingu. Sumir héldu því fram eftir íslenska bankahrunið að í því fælist líka stórkostlegt tækifæri til að endurnýja stjórnmál og stjórnsýslu, jafnvel sjálfa stjórnmálaumræðuna í landinu. Kannski hefur forsætisráherranum verið hugsað til slíkra hamfara þegar hann upplýsti fundarmenn á ráðstefnu um orkumál á norðurslóðum í haust um tækifærin sem loftslagsbreytingar skapa í norðri: Vissulega eru fyrirséðar afleiðingar hlýnunar á heimsvísu hrikalegar, en tækifæri okkar til að ná auðlindum úr jörðu mega ekki spillast fyrir það. Margt hefur orðið okkur Íslendingum tækifæri gegnum tíðina: Tvær heimsstyrjaldir, kalda stríðið. Hvers vegna ekki loftslagsbreytingar á sama hátt? Á endanum erum við jú bara smáþjóð. Í ræðu sinni á ráðstefnunni benti forsætisráðherra á að þetta kynni ef til vill að hljóma eins og þversögn: Fyrst eru allir sammála um að sjálfbærni eigi að vera leiðarstefið á norðurslóðum. En svo eiga allir að vera sammála um að pumpa upp allri olíu, gasi og málmum sem þar er að finna. Hvernig er hægt að vera bæði sjálfbær og gjörnýta óendurnýjanlegar auðlindir? Jú, svarið er líklega það sama og við spurningunni hvernig hægt sé að vera giftur mörgum konum: Fyrst einni, svo þeirri næstu. Þannig er hægt að vera margkvæntur án þess að vera fjölkvænismaður. Þetta snýst jú á endanum um tímasetningar. Raðkvæni er ekki fjölkvæni. Það kann að vera að tjón sé stundum tækifæri, jafnvel að missa allt. En þetta segir maður þó aðeins eftir að skaðinn er skeður. Forsætisráðherra sjálfstæðs ríkis sem hvetur til þess að stuðla fyrst að sem mestu tjóni, telur tjónið geta verið tækifæri og bendir á að hægt sé að taka upp sjálfbærni þegar engir aðrir kostir verða eftir er annaðhvort óábyrgur eða hann metur það svo að orð hans skipti engu máli og að afstaða hans hafi hvorki áhrif á skoðanir annarra né á gang mála. Ætli maður verði ekki bara að vona að það síðara eigi við um okkar mann? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Þegar flóðbylgja sópaði burtu híbýlum milljóna manna í Suður-Asíu bentu nokkrir spekingar á að hamfarir gætu haft góð áhrif: Þær gætu orðið til að átök á svæðinu vikju fyrir uppbyggingu. Sumir héldu því fram eftir íslenska bankahrunið að í því fælist líka stórkostlegt tækifæri til að endurnýja stjórnmál og stjórnsýslu, jafnvel sjálfa stjórnmálaumræðuna í landinu. Kannski hefur forsætisráherranum verið hugsað til slíkra hamfara þegar hann upplýsti fundarmenn á ráðstefnu um orkumál á norðurslóðum í haust um tækifærin sem loftslagsbreytingar skapa í norðri: Vissulega eru fyrirséðar afleiðingar hlýnunar á heimsvísu hrikalegar, en tækifæri okkar til að ná auðlindum úr jörðu mega ekki spillast fyrir það. Margt hefur orðið okkur Íslendingum tækifæri gegnum tíðina: Tvær heimsstyrjaldir, kalda stríðið. Hvers vegna ekki loftslagsbreytingar á sama hátt? Á endanum erum við jú bara smáþjóð. Í ræðu sinni á ráðstefnunni benti forsætisráðherra á að þetta kynni ef til vill að hljóma eins og þversögn: Fyrst eru allir sammála um að sjálfbærni eigi að vera leiðarstefið á norðurslóðum. En svo eiga allir að vera sammála um að pumpa upp allri olíu, gasi og málmum sem þar er að finna. Hvernig er hægt að vera bæði sjálfbær og gjörnýta óendurnýjanlegar auðlindir? Jú, svarið er líklega það sama og við spurningunni hvernig hægt sé að vera giftur mörgum konum: Fyrst einni, svo þeirri næstu. Þannig er hægt að vera margkvæntur án þess að vera fjölkvænismaður. Þetta snýst jú á endanum um tímasetningar. Raðkvæni er ekki fjölkvæni. Það kann að vera að tjón sé stundum tækifæri, jafnvel að missa allt. En þetta segir maður þó aðeins eftir að skaðinn er skeður. Forsætisráðherra sjálfstæðs ríkis sem hvetur til þess að stuðla fyrst að sem mestu tjóni, telur tjónið geta verið tækifæri og bendir á að hægt sé að taka upp sjálfbærni þegar engir aðrir kostir verða eftir er annaðhvort óábyrgur eða hann metur það svo að orð hans skipti engu máli og að afstaða hans hafi hvorki áhrif á skoðanir annarra né á gang mála. Ætli maður verði ekki bara að vona að það síðara eigi við um okkar mann?
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun