Er tjón tækifæri? Jón Ólafsson skrifar 26. nóvember 2013 06:00 Þegar flóðbylgja sópaði burtu híbýlum milljóna manna í Suður-Asíu bentu nokkrir spekingar á að hamfarir gætu haft góð áhrif: Þær gætu orðið til að átök á svæðinu vikju fyrir uppbyggingu. Sumir héldu því fram eftir íslenska bankahrunið að í því fælist líka stórkostlegt tækifæri til að endurnýja stjórnmál og stjórnsýslu, jafnvel sjálfa stjórnmálaumræðuna í landinu. Kannski hefur forsætisráherranum verið hugsað til slíkra hamfara þegar hann upplýsti fundarmenn á ráðstefnu um orkumál á norðurslóðum í haust um tækifærin sem loftslagsbreytingar skapa í norðri: Vissulega eru fyrirséðar afleiðingar hlýnunar á heimsvísu hrikalegar, en tækifæri okkar til að ná auðlindum úr jörðu mega ekki spillast fyrir það. Margt hefur orðið okkur Íslendingum tækifæri gegnum tíðina: Tvær heimsstyrjaldir, kalda stríðið. Hvers vegna ekki loftslagsbreytingar á sama hátt? Á endanum erum við jú bara smáþjóð. Í ræðu sinni á ráðstefnunni benti forsætisráðherra á að þetta kynni ef til vill að hljóma eins og þversögn: Fyrst eru allir sammála um að sjálfbærni eigi að vera leiðarstefið á norðurslóðum. En svo eiga allir að vera sammála um að pumpa upp allri olíu, gasi og málmum sem þar er að finna. Hvernig er hægt að vera bæði sjálfbær og gjörnýta óendurnýjanlegar auðlindir? Jú, svarið er líklega það sama og við spurningunni hvernig hægt sé að vera giftur mörgum konum: Fyrst einni, svo þeirri næstu. Þannig er hægt að vera margkvæntur án þess að vera fjölkvænismaður. Þetta snýst jú á endanum um tímasetningar. Raðkvæni er ekki fjölkvæni. Það kann að vera að tjón sé stundum tækifæri, jafnvel að missa allt. En þetta segir maður þó aðeins eftir að skaðinn er skeður. Forsætisráðherra sjálfstæðs ríkis sem hvetur til þess að stuðla fyrst að sem mestu tjóni, telur tjónið geta verið tækifæri og bendir á að hægt sé að taka upp sjálfbærni þegar engir aðrir kostir verða eftir er annaðhvort óábyrgur eða hann metur það svo að orð hans skipti engu máli og að afstaða hans hafi hvorki áhrif á skoðanir annarra né á gang mála. Ætli maður verði ekki bara að vona að það síðara eigi við um okkar mann? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Þegar flóðbylgja sópaði burtu híbýlum milljóna manna í Suður-Asíu bentu nokkrir spekingar á að hamfarir gætu haft góð áhrif: Þær gætu orðið til að átök á svæðinu vikju fyrir uppbyggingu. Sumir héldu því fram eftir íslenska bankahrunið að í því fælist líka stórkostlegt tækifæri til að endurnýja stjórnmál og stjórnsýslu, jafnvel sjálfa stjórnmálaumræðuna í landinu. Kannski hefur forsætisráherranum verið hugsað til slíkra hamfara þegar hann upplýsti fundarmenn á ráðstefnu um orkumál á norðurslóðum í haust um tækifærin sem loftslagsbreytingar skapa í norðri: Vissulega eru fyrirséðar afleiðingar hlýnunar á heimsvísu hrikalegar, en tækifæri okkar til að ná auðlindum úr jörðu mega ekki spillast fyrir það. Margt hefur orðið okkur Íslendingum tækifæri gegnum tíðina: Tvær heimsstyrjaldir, kalda stríðið. Hvers vegna ekki loftslagsbreytingar á sama hátt? Á endanum erum við jú bara smáþjóð. Í ræðu sinni á ráðstefnunni benti forsætisráðherra á að þetta kynni ef til vill að hljóma eins og þversögn: Fyrst eru allir sammála um að sjálfbærni eigi að vera leiðarstefið á norðurslóðum. En svo eiga allir að vera sammála um að pumpa upp allri olíu, gasi og málmum sem þar er að finna. Hvernig er hægt að vera bæði sjálfbær og gjörnýta óendurnýjanlegar auðlindir? Jú, svarið er líklega það sama og við spurningunni hvernig hægt sé að vera giftur mörgum konum: Fyrst einni, svo þeirri næstu. Þannig er hægt að vera margkvæntur án þess að vera fjölkvænismaður. Þetta snýst jú á endanum um tímasetningar. Raðkvæni er ekki fjölkvæni. Það kann að vera að tjón sé stundum tækifæri, jafnvel að missa allt. En þetta segir maður þó aðeins eftir að skaðinn er skeður. Forsætisráðherra sjálfstæðs ríkis sem hvetur til þess að stuðla fyrst að sem mestu tjóni, telur tjónið geta verið tækifæri og bendir á að hægt sé að taka upp sjálfbærni þegar engir aðrir kostir verða eftir er annaðhvort óábyrgur eða hann metur það svo að orð hans skipti engu máli og að afstaða hans hafi hvorki áhrif á skoðanir annarra né á gang mála. Ætli maður verði ekki bara að vona að það síðara eigi við um okkar mann?
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar