Er starf tónlistarskólakennara minna virði en annarra kennara? Þórunn Elfa Stefánsdóttir skrifar 31. október 2016 10:23 Tónlistarskólakennarar hafa verið samningslausir í eitt ár. Fólk gæti spurt sig hvers vegna það sé. Viljum við fá svona mikið, erum við bara gráðug? Svarið við þessu er einfaldlega nei. Við viljum standa jafnfætis öðrum kennurum í launum. Sveitarfélögin hafa lýst því yfir að fólk í sambærilegri vinnu með sambærilega menntun eigi að njóta sömu launakjara. Um þetta snýst kjarabarátta okkar. Lengi stóðum við jafnfætis grunnsólakennurum en það breyttist 2008. Við vorum síðust til að semja og því miður var kreppan komin á fullt skrið og því sátum við eftir, við áttum að fá það bætt síðar. Við höfum hins vegar ekki fengið það bætt, þrátt fyrir 5 vikna verkfall haustið 2014. Viðsemjendum okkar virðist þykja okkar starf minna mikilvægt en annarra kennara. Ég get varla orðað það hversu mjög mér sárna þessi skilaboð sem sveitarfélögin senda mér og öðrum tónlistarskólakennurum. Að mæta í vinnuna á hverjum degi, gefa af mér, miðla til nemenda með það á bakinu að ég sé minna virði en aðrir kennarar vegna þess að ég kenni tónlist, fag sem ég hef menntað mig í síðan ég var 11 ára gömul. Ég neita að trúa og hreinlega efast um að þetta sé raunveruleg skoðun sveitarfélaganna almennt. Nú starfa ég úti á landi þar sem þrjú sveitarfélög standa að tónlistarskólanum. Þessi sveitarfélög hafa staðið þétt við bakið á okkar skóla, jafnvel í kreppunni. Tónlistarskólinn er stolt sveitarfélaganna sem að honum standa og taka nemendur okkar virkan þátt í hinum ýmsu viðburðum innan sveitarfélaganna sem og utan. Íbúar sveitarfélaganna eru líka stoltir af tónlistarskólanum og því starfi sem er unnið þar enda eitt af því sem skiptir miklu máli þegar fólk ákveður hvar það vill búa. Þetta vita sveitarfélögin. Að fá góða og vel menntaða kennara til starfa, sérstaklega úti á landi, er ekki sjálfsagt mál. Af hverju ætti okkar starf að vera minna virði en annarra kennara? Engir aðrir kennarar kenna þvert á öll skólastig. Starf tónlistarskólakennarans er fjölbreytt í meira lagi. Engir aðrir kennarar kenna þvert á öll skólastig. Við kennum nemendum allt frá leikskólaaldri til ellilífeyrisþega. Við kennum nemendum í hópum og einkatímum. Tónlistarskólakennari í fullu starfi getur verið með allt frá 10 nemendum upp í nokkra tugi, allt eftir því hvort nemendur eru í fullu námi, hálfu námi eða hvort kennarinn sinni líka hópkennslu. Kennslan hjá okkur getur byrjað klukkan átta að morgni og varað langt fram eftir kvöldi og það allt sama daginn. Vinnan getur jafnvel teygt sig yfir á helgarnar líka. Við sinnum undirbúningi fyrir kennslu, samskiptum við foreldra og tónleikahaldi svo fátt eitt sé talið. Það er augljóst að í tónlistarskólanum lærir nemandinn á hljóðfæri og tengdar greinar en það er bara svo mikið meira sem nemandinn tekur með sér eftir tónlistarnám. Nemandinn lærir aga, sjálfstæð vinnubrögð sem og samvinnu. Hann lærir samhengið milli vinnu og árangurs og eitt það mikilvægasta, hann öðlast aukið sjálfstraust. Það ætti að vera hverjum manni augljóst að kennarar, hvort sem það eru tónlistarskólakennarar, eða aðrir kennarar, eru gríðarlega mikilvæg stétt. Þeir eru með framtíðina okkar í höndum sér, mennta og móta þá sem taka við. Við hljótum því að spyrja okkur hverja við viljum fá til að kenna börnunum okkar. Viljum við vel menntað fólk sem hefur raunverulegan áhuga á starfinu. Fólk sem kemur til vinnu fullt af eldmóði, með mikla þekkingu og nám að baki og síðast en ekki síst hæfni til að miðla áfram til nemenda? Flestir hljóta að svara þessu játandi. Í stétt tónlistarskólakennara sem og öðrum kennarastéttum hefur ekki orðið mikil nýliðun. Ungt fólk sækir síður í þetta starf og fólk leitar á önnur mið. Launin vega þar einna þyngst, það er staðreynd. Sömu laun fyrir sömu vinnu. Það sem mér gremst einna mest í þessari kjarabaráttu er að þurfa enn og aftur að verja starf mitt. Af hverju þarf ég og aðrir tónlistarskólakennarar sí og æ að minna á mikilvægi starfs míns. Hvers vegna þurfa kennarar alltaf að selja eitthvað til að fá kjarabót. Vinna meira, meiri viðvera og þá færðu hærri laun. Er hægt að tala um slíka samninga sem kjarabót? Hvernig væri ef við fengjum þessa launaleiðréttingu vegna þess að við verðskuldum hana. Ég trúi því ekki að sveitarfélögin almennt, þeir sömu og klappa okkur lof í lófa þegar við komum fram með nemendum okkar, séu svo þeirrar skoðunar bak við tjöldin að okkar starf sé minna virði en annarra kennara. Sé tilfinning mín rétt, þá skora ég á sveitarfélögin að hysja upp um sig brækurnar og þrýsta á samninganefnd sína að ganga að samningaborðinu og standa við eigin yfirlýsingar um sömu laun fyrir sambærilega vinnu og menntun. Koma svo!!Greinarhöfundur stundaði söngnám í Söngskólanum í Reykjavík og lauk þaðan framhaldsprófi, burtfararprófi og söngkennaraprófi. Hún stundaði einnig söngnám í Þýskalandi og Austurríki og lauk mastersgráðu frá Westminster Choir College í Princeton í Bandaríkjunum. Greinarhöfundur er í fullu starfi við Tónlistarskóla Rangæinga og kennir þar söng, tónfræði, hljómfræði, tónlistarsögu og samsöng. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Tónlistarskólakennarar hafa verið samningslausir í eitt ár. Fólk gæti spurt sig hvers vegna það sé. Viljum við fá svona mikið, erum við bara gráðug? Svarið við þessu er einfaldlega nei. Við viljum standa jafnfætis öðrum kennurum í launum. Sveitarfélögin hafa lýst því yfir að fólk í sambærilegri vinnu með sambærilega menntun eigi að njóta sömu launakjara. Um þetta snýst kjarabarátta okkar. Lengi stóðum við jafnfætis grunnsólakennurum en það breyttist 2008. Við vorum síðust til að semja og því miður var kreppan komin á fullt skrið og því sátum við eftir, við áttum að fá það bætt síðar. Við höfum hins vegar ekki fengið það bætt, þrátt fyrir 5 vikna verkfall haustið 2014. Viðsemjendum okkar virðist þykja okkar starf minna mikilvægt en annarra kennara. Ég get varla orðað það hversu mjög mér sárna þessi skilaboð sem sveitarfélögin senda mér og öðrum tónlistarskólakennurum. Að mæta í vinnuna á hverjum degi, gefa af mér, miðla til nemenda með það á bakinu að ég sé minna virði en aðrir kennarar vegna þess að ég kenni tónlist, fag sem ég hef menntað mig í síðan ég var 11 ára gömul. Ég neita að trúa og hreinlega efast um að þetta sé raunveruleg skoðun sveitarfélaganna almennt. Nú starfa ég úti á landi þar sem þrjú sveitarfélög standa að tónlistarskólanum. Þessi sveitarfélög hafa staðið þétt við bakið á okkar skóla, jafnvel í kreppunni. Tónlistarskólinn er stolt sveitarfélaganna sem að honum standa og taka nemendur okkar virkan þátt í hinum ýmsu viðburðum innan sveitarfélaganna sem og utan. Íbúar sveitarfélaganna eru líka stoltir af tónlistarskólanum og því starfi sem er unnið þar enda eitt af því sem skiptir miklu máli þegar fólk ákveður hvar það vill búa. Þetta vita sveitarfélögin. Að fá góða og vel menntaða kennara til starfa, sérstaklega úti á landi, er ekki sjálfsagt mál. Af hverju ætti okkar starf að vera minna virði en annarra kennara? Engir aðrir kennarar kenna þvert á öll skólastig. Starf tónlistarskólakennarans er fjölbreytt í meira lagi. Engir aðrir kennarar kenna þvert á öll skólastig. Við kennum nemendum allt frá leikskólaaldri til ellilífeyrisþega. Við kennum nemendum í hópum og einkatímum. Tónlistarskólakennari í fullu starfi getur verið með allt frá 10 nemendum upp í nokkra tugi, allt eftir því hvort nemendur eru í fullu námi, hálfu námi eða hvort kennarinn sinni líka hópkennslu. Kennslan hjá okkur getur byrjað klukkan átta að morgni og varað langt fram eftir kvöldi og það allt sama daginn. Vinnan getur jafnvel teygt sig yfir á helgarnar líka. Við sinnum undirbúningi fyrir kennslu, samskiptum við foreldra og tónleikahaldi svo fátt eitt sé talið. Það er augljóst að í tónlistarskólanum lærir nemandinn á hljóðfæri og tengdar greinar en það er bara svo mikið meira sem nemandinn tekur með sér eftir tónlistarnám. Nemandinn lærir aga, sjálfstæð vinnubrögð sem og samvinnu. Hann lærir samhengið milli vinnu og árangurs og eitt það mikilvægasta, hann öðlast aukið sjálfstraust. Það ætti að vera hverjum manni augljóst að kennarar, hvort sem það eru tónlistarskólakennarar, eða aðrir kennarar, eru gríðarlega mikilvæg stétt. Þeir eru með framtíðina okkar í höndum sér, mennta og móta þá sem taka við. Við hljótum því að spyrja okkur hverja við viljum fá til að kenna börnunum okkar. Viljum við vel menntað fólk sem hefur raunverulegan áhuga á starfinu. Fólk sem kemur til vinnu fullt af eldmóði, með mikla þekkingu og nám að baki og síðast en ekki síst hæfni til að miðla áfram til nemenda? Flestir hljóta að svara þessu játandi. Í stétt tónlistarskólakennara sem og öðrum kennarastéttum hefur ekki orðið mikil nýliðun. Ungt fólk sækir síður í þetta starf og fólk leitar á önnur mið. Launin vega þar einna þyngst, það er staðreynd. Sömu laun fyrir sömu vinnu. Það sem mér gremst einna mest í þessari kjarabaráttu er að þurfa enn og aftur að verja starf mitt. Af hverju þarf ég og aðrir tónlistarskólakennarar sí og æ að minna á mikilvægi starfs míns. Hvers vegna þurfa kennarar alltaf að selja eitthvað til að fá kjarabót. Vinna meira, meiri viðvera og þá færðu hærri laun. Er hægt að tala um slíka samninga sem kjarabót? Hvernig væri ef við fengjum þessa launaleiðréttingu vegna þess að við verðskuldum hana. Ég trúi því ekki að sveitarfélögin almennt, þeir sömu og klappa okkur lof í lófa þegar við komum fram með nemendum okkar, séu svo þeirrar skoðunar bak við tjöldin að okkar starf sé minna virði en annarra kennara. Sé tilfinning mín rétt, þá skora ég á sveitarfélögin að hysja upp um sig brækurnar og þrýsta á samninganefnd sína að ganga að samningaborðinu og standa við eigin yfirlýsingar um sömu laun fyrir sambærilega vinnu og menntun. Koma svo!!Greinarhöfundur stundaði söngnám í Söngskólanum í Reykjavík og lauk þaðan framhaldsprófi, burtfararprófi og söngkennaraprófi. Hún stundaði einnig söngnám í Þýskalandi og Austurríki og lauk mastersgráðu frá Westminster Choir College í Princeton í Bandaríkjunum. Greinarhöfundur er í fullu starfi við Tónlistarskóla Rangæinga og kennir þar söng, tónfræði, hljómfræði, tónlistarsögu og samsöng.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun