Er lokamarkið í augsýn? Jóna Valgerður Kristjánsdóttir skrifar 7. júlí 2016 07:00 Nú á tímum er til siðs að tala líkingamál knattspyrnunnar, eftir hina frækilegu Frakklandsferð landsliðsins í fótbolta. Því er við hæfi að spyrja sig hvort við sem höfum starfað í nefnd um endurskoðun almannatrygginga séum nú að sjá lokamarkið nálgast. Frumvarp um breytingar á lögum um almannatryggingar er komið inn á vef velferðarráðuneytisins. Það er afrakstur mikillar vinnu árum saman og grundvallarbreytingar á kerfinu. Þær breytingar sem lagðar eru til er þokkaleg sátt um, en þær snerta fyrst og fremst kjör eldri borgara. Ekki eru breytingar gerðar hvað varðar öryrkja, en lagt er til að komið verði á tilraunaverkefni um starfsgetumat sem komi í stað örorkumats. Ég ætla ekki í þessari grein að fara nánar út í það mál. Það sem snertir eldri borgara er einföldun kerfisins, sveigjanleiki í lífeyristöku, hækkun á ellilífeyrisaldri á 24 árum og samræming á skerðingarprósentu allra tekna þegar reikna á út réttindi fólks í almannatryggingum. Sameina á grunnlífeyri, tekjutryggingu og framfærsluuppbót í einn ellilífeyri. Framfærsluuppbótin sem hefur verið með 100% skerðingu gagnvart öllum öðrum tekjum verður færð í flokk ellilífeyris þar sem skerðingin verður 45%. Það er stór ávinningur að ná því að þessi uppbót á lífeyri renni nú inn í almennan ellilífeyri. Jafnframt verður meiri sveigjanleiki í kerfinu sem Landssamband eldri borgara hefur lagt ríka áherslu á. Hægt verður að byrja að taka ellilífeyri 65 ára, en einnig að geyma það til 80 ára. En jafnframt verður líka hægt á þessu 15 ára tímabili að taka ½ lífeyri hjá bæði lífeyrissjóðum og almannatryggingum og geyma hinn helminginn til allt að 80 ára aldurs, og hækkar þá geymdi lífeyririnn samkvæmt tryggingarfræðilegu mati þangað til viðkomandi tekur fullan lífeyri. Þetta ákvæði þarf þó undirbúningstíma og mun ekki taka gildi fyrr en ári seinna en aðrar breytingar sem lagðar eru til. Eftir er að breyta lögum um lífeyrissjóði til samræmis við almannatryggingarnar. Taki fólk hálfan lífeyri getur það haldið áfram að vinna án skerðingar vegna vinnulauna. Það ætti því að hvetja fólk til atvinnuþátttöku eftir getu og vilja hvers og eins. Með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar hefur verið krafa um meiri sveigjanleika til bæði lífeyristöku og lengri starfsævi. Þá er einnig verið með þessum breytingum að hækka lífeyristökualdur úr 67 árum í 70 ár á 24 árum. Það byrjar á árinu 2018 og hækkar um tvo mánuði á ári í 12 ár og síðan um einn mánuð á ári næstu 12 ár.Bætir verulega hag eldri kvenna Kostnaður ríkissjóðs af þessu frumvarpi verði það að lögum fer að miklum hluta til að bæta hag eldri kvenna, sem hafa verið í meirihluta þeirra sem hafa haft framfærsluuppbótina og lítið í lífeyrissjóði. Þetta eru oftast konur sem voru heimavinnandi fram eftir aldri, sinntu heimili og mörgum börnum, en fóru svo að vinna seinna utan heimilis og oft í láglaunastörfum. Jafnframt bætir þetta hag þeirra sem eiga sparifé þar sem skerðingarprósenta vegna vaxtatekna fer einnig í 45%, en frá Hruninu hefur það verið föst fjárhæð eða rúmar 98.000 kr á ári. Ég hvet alla til að kynna sér frumvarpið inn á vef velferðarráðuneytis. Hægt er að slá inn á netið: vel.is og þá kemur vefurinn upp og þar er kynning á efninu. Athugasemdir þurfa að berast fyrir 31. júlí. Vonandi sjáum við frumvarpið verða að lögum fyrir áformaðar þingkosningar í haust.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Sjá meira
Nú á tímum er til siðs að tala líkingamál knattspyrnunnar, eftir hina frækilegu Frakklandsferð landsliðsins í fótbolta. Því er við hæfi að spyrja sig hvort við sem höfum starfað í nefnd um endurskoðun almannatrygginga séum nú að sjá lokamarkið nálgast. Frumvarp um breytingar á lögum um almannatryggingar er komið inn á vef velferðarráðuneytisins. Það er afrakstur mikillar vinnu árum saman og grundvallarbreytingar á kerfinu. Þær breytingar sem lagðar eru til er þokkaleg sátt um, en þær snerta fyrst og fremst kjör eldri borgara. Ekki eru breytingar gerðar hvað varðar öryrkja, en lagt er til að komið verði á tilraunaverkefni um starfsgetumat sem komi í stað örorkumats. Ég ætla ekki í þessari grein að fara nánar út í það mál. Það sem snertir eldri borgara er einföldun kerfisins, sveigjanleiki í lífeyristöku, hækkun á ellilífeyrisaldri á 24 árum og samræming á skerðingarprósentu allra tekna þegar reikna á út réttindi fólks í almannatryggingum. Sameina á grunnlífeyri, tekjutryggingu og framfærsluuppbót í einn ellilífeyri. Framfærsluuppbótin sem hefur verið með 100% skerðingu gagnvart öllum öðrum tekjum verður færð í flokk ellilífeyris þar sem skerðingin verður 45%. Það er stór ávinningur að ná því að þessi uppbót á lífeyri renni nú inn í almennan ellilífeyri. Jafnframt verður meiri sveigjanleiki í kerfinu sem Landssamband eldri borgara hefur lagt ríka áherslu á. Hægt verður að byrja að taka ellilífeyri 65 ára, en einnig að geyma það til 80 ára. En jafnframt verður líka hægt á þessu 15 ára tímabili að taka ½ lífeyri hjá bæði lífeyrissjóðum og almannatryggingum og geyma hinn helminginn til allt að 80 ára aldurs, og hækkar þá geymdi lífeyririnn samkvæmt tryggingarfræðilegu mati þangað til viðkomandi tekur fullan lífeyri. Þetta ákvæði þarf þó undirbúningstíma og mun ekki taka gildi fyrr en ári seinna en aðrar breytingar sem lagðar eru til. Eftir er að breyta lögum um lífeyrissjóði til samræmis við almannatryggingarnar. Taki fólk hálfan lífeyri getur það haldið áfram að vinna án skerðingar vegna vinnulauna. Það ætti því að hvetja fólk til atvinnuþátttöku eftir getu og vilja hvers og eins. Með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar hefur verið krafa um meiri sveigjanleika til bæði lífeyristöku og lengri starfsævi. Þá er einnig verið með þessum breytingum að hækka lífeyristökualdur úr 67 árum í 70 ár á 24 árum. Það byrjar á árinu 2018 og hækkar um tvo mánuði á ári í 12 ár og síðan um einn mánuð á ári næstu 12 ár.Bætir verulega hag eldri kvenna Kostnaður ríkissjóðs af þessu frumvarpi verði það að lögum fer að miklum hluta til að bæta hag eldri kvenna, sem hafa verið í meirihluta þeirra sem hafa haft framfærsluuppbótina og lítið í lífeyrissjóði. Þetta eru oftast konur sem voru heimavinnandi fram eftir aldri, sinntu heimili og mörgum börnum, en fóru svo að vinna seinna utan heimilis og oft í láglaunastörfum. Jafnframt bætir þetta hag þeirra sem eiga sparifé þar sem skerðingarprósenta vegna vaxtatekna fer einnig í 45%, en frá Hruninu hefur það verið föst fjárhæð eða rúmar 98.000 kr á ári. Ég hvet alla til að kynna sér frumvarpið inn á vef velferðarráðuneytis. Hægt er að slá inn á netið: vel.is og þá kemur vefurinn upp og þar er kynning á efninu. Athugasemdir þurfa að berast fyrir 31. júlí. Vonandi sjáum við frumvarpið verða að lögum fyrir áformaðar þingkosningar í haust.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun