Er í lagi að leyfa allar bardagaíþróttir? Guðbjörg Ludvigsdóttir skrifar 28. mars 2015 07:00 Boðuð hefur verið hugmynd um að rýmka heimildir til að stunda bardagaíþróttir hér á landi. Þjálfun þessara íþrótta er oft á tíðum mjög góð og byggir á að efla þrek, þol, snerpu, styrk og margt fleira. Keppnin gengur hins vega út á að meiða andstæðinginn eins mikið og hægt er. Það er gott og blessað ef báðir aðilar gera sér grein fyrir þeim afleiðingum sem bardaginn getur leitt af sér. En ef við í þjóðfélaginu viljum leyfa svona íþróttir þá verðum við að gera okkur grein fyrir hversu miklum skaða þær geta valdið. Við verðum einnig að vera tilbúin að kljást við afleiðingar og eftirköst bardaganna. Mikill skaði getur hlotist af höfuðhöggum. Einkennin eru mismunandi en þau algengustu eru viðvarandi höfuðverkur, mikil þreyta, að þola áreiti illa, skapgerðarbreytingar, skert úthald, vitrænar skerðingar, skert lyktar- og bragðskyn og svo mætti lengi telja. Afleiðingarnar eru mjög slæmar fyrir einstaklinginn en þjóðfélagið situr einnig uppi með einstaklinga með skerta vinnugetu. Þá er mikilvægt að vinnumarkaðurinn sé tilbúinn að laga starf viðkomandi að getu viðkomandi. Þetta á bæði við um ríkisrekin fyrirtæki og einkarekin, en því miður er ekki mikill vilji til þess í dag. Hinn kosturinn er að þessir einstaklingar fari á örorku. Það að ungt frambærilegt fólk sitji uppi með varanlegan skaða ásamt því að geta ekki komist aftur í vinnu er dýrt verð fyrir það að stunda íþróttir sem eiga að vera svo hollar og góðar.Rök sem ekki standast Ef Alþingi ætlar að leyfa bardaga- íþróttir sem munu leiða til þess að einhverjir og jafnvel mjög margir glími við varanlega fötlun, þá verður Alþingi að tryggja að viðeigandi úrræði séu til staðar fyrir þessa einstaklinga. Því miður getum við ekki státað af því í dag. Það er takmörkuð þekking og skilningur í öllu samfélaginu sem þeir sem glíma við eftirköst heilaáverka þekkja alltof vel. Úrræðin eru fá og þeir sem lenda á örorku festast í þeirri fátæktargildru sem það er. Mikilvægt er að allir þeir sem velja að iðka þessar íþróttir, sérstaklega ef þeir ætla að keppa í þeim, geri sér grein fyrir hugsanlegum afleiðingum. Í raun og veru verða þeir að gera ráð fyrir að þeir muni búa við viðvarandi einkenni og líklega þó nokkra og jafnvel mikla fötlun í kjölfarið. Það er mjög mikilvægt þegar svona stórar ákvarðanir eins og að leyfa keppnir í völdum bardaga- íþróttum eru teknar, að stjórnvöld fái álit og mat heilbrigðisstarfsfólks á hverjar raunverulegar afleiðingar svona íþrótta geti verið. Það að íþróttamenn geti einnig hlotið höfuðhögg í öðrum íþróttagreinum eru því miður ekki rök sem standast. Við verðum að læra að bera virðingu fyrir heilum okkar og annarra og muna að það þarf bara eitt högg til að hljóta varanlegan skaða af. Í öðrum íþróttum þar sem á að heita að ekki sé beitt ofbeldi og markmiðið er ekki að reyna að rota andstæðinginn getur slæmt höfuðhögg eða endurtekin höfuðhögg leitt til þess að einstaklingurinn verður að hætta í sinni íþrótt vegna ofangreindra afleiðinga. Hvað fær þá fólk til að trúa því að það eigi ekki við um bardagaíþróttir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Boðuð hefur verið hugmynd um að rýmka heimildir til að stunda bardagaíþróttir hér á landi. Þjálfun þessara íþrótta er oft á tíðum mjög góð og byggir á að efla þrek, þol, snerpu, styrk og margt fleira. Keppnin gengur hins vega út á að meiða andstæðinginn eins mikið og hægt er. Það er gott og blessað ef báðir aðilar gera sér grein fyrir þeim afleiðingum sem bardaginn getur leitt af sér. En ef við í þjóðfélaginu viljum leyfa svona íþróttir þá verðum við að gera okkur grein fyrir hversu miklum skaða þær geta valdið. Við verðum einnig að vera tilbúin að kljást við afleiðingar og eftirköst bardaganna. Mikill skaði getur hlotist af höfuðhöggum. Einkennin eru mismunandi en þau algengustu eru viðvarandi höfuðverkur, mikil þreyta, að þola áreiti illa, skapgerðarbreytingar, skert úthald, vitrænar skerðingar, skert lyktar- og bragðskyn og svo mætti lengi telja. Afleiðingarnar eru mjög slæmar fyrir einstaklinginn en þjóðfélagið situr einnig uppi með einstaklinga með skerta vinnugetu. Þá er mikilvægt að vinnumarkaðurinn sé tilbúinn að laga starf viðkomandi að getu viðkomandi. Þetta á bæði við um ríkisrekin fyrirtæki og einkarekin, en því miður er ekki mikill vilji til þess í dag. Hinn kosturinn er að þessir einstaklingar fari á örorku. Það að ungt frambærilegt fólk sitji uppi með varanlegan skaða ásamt því að geta ekki komist aftur í vinnu er dýrt verð fyrir það að stunda íþróttir sem eiga að vera svo hollar og góðar.Rök sem ekki standast Ef Alþingi ætlar að leyfa bardaga- íþróttir sem munu leiða til þess að einhverjir og jafnvel mjög margir glími við varanlega fötlun, þá verður Alþingi að tryggja að viðeigandi úrræði séu til staðar fyrir þessa einstaklinga. Því miður getum við ekki státað af því í dag. Það er takmörkuð þekking og skilningur í öllu samfélaginu sem þeir sem glíma við eftirköst heilaáverka þekkja alltof vel. Úrræðin eru fá og þeir sem lenda á örorku festast í þeirri fátæktargildru sem það er. Mikilvægt er að allir þeir sem velja að iðka þessar íþróttir, sérstaklega ef þeir ætla að keppa í þeim, geri sér grein fyrir hugsanlegum afleiðingum. Í raun og veru verða þeir að gera ráð fyrir að þeir muni búa við viðvarandi einkenni og líklega þó nokkra og jafnvel mikla fötlun í kjölfarið. Það er mjög mikilvægt þegar svona stórar ákvarðanir eins og að leyfa keppnir í völdum bardaga- íþróttum eru teknar, að stjórnvöld fái álit og mat heilbrigðisstarfsfólks á hverjar raunverulegar afleiðingar svona íþrótta geti verið. Það að íþróttamenn geti einnig hlotið höfuðhögg í öðrum íþróttagreinum eru því miður ekki rök sem standast. Við verðum að læra að bera virðingu fyrir heilum okkar og annarra og muna að það þarf bara eitt högg til að hljóta varanlegan skaða af. Í öðrum íþróttum þar sem á að heita að ekki sé beitt ofbeldi og markmiðið er ekki að reyna að rota andstæðinginn getur slæmt höfuðhögg eða endurtekin höfuðhögg leitt til þess að einstaklingurinn verður að hætta í sinni íþrótt vegna ofangreindra afleiðinga. Hvað fær þá fólk til að trúa því að það eigi ekki við um bardagaíþróttir?
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun