Er hamingjusamasti Hannes í heimi Jakob Bjarnar skrifar 3. mars 2015 10:46 Hannes er hamingjusamur og það sem meira er, til eru rannsóknir sem skýra hamingju hans. Hulda Þórisdóttir, lektor í Stjórnmálafræðideild rannsakar nú, ásamt Jóni Gunnar Bernburg, prófessor í félagsfræði, hvort verið geti að hamingja fari saman við pólitíska hugmyndafræði? Rætt er við Huldu í Tímariti Háskólans og þar kemur fram að Hulda og Jón Gunnar telja góðar líkur séu á þessu og lýsa megi sambandi hamingju og pólitískrar sýnar í svokallaðri U- eða sveiglaga kúrfu: „Þetta þýðir í raun að þeir sem sterklega aðhyllast einhverja hugmyndafræði eru að jafnaði eilítið hamingjusamari en þeir í miðjunni. Ástæðuna má rekja til þess að hugmyndafræði ljær tilvist manna merkingu og jafnvel tilgang, en hvort tveggja er sterklega tengt lífshamingju,“ segir Hulda. Sá sem helst er þekktur fyrir það á Íslandi að hafa miklar hugmyndafræðilegar meiningar er Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor. „Þetta rímar algerlega við mína reynslu,“ segir Hannes í samtali við Vísi. „Þeir sem hafa hugsjónir og finna þeim farveg eru hamingjusamari.“ Hann segist hamingjusamur, „tvímælalaust“ og lýsir þeirri skoðun sinni að hamingjan byggist á því að heilsan sé góð, þá skipti góðir fjölskylduhagir máli og í þriðja sæti yfir áhrifavalda telur Hannes vera efnahagslega velsæld. Hannes segir þetta afar áhugaverða rannsókn og bætir því við að hann gæti best trúað því að hægri menn séu hamingjusamari en vinstri menn. En, hvað þá með þessa U-kúrfu; ertu að meina að til dæmis Ögmundur Jónasson alþingismaður, sé ekki eins hamingjusamur og þú? „Ég vona að hann sé hamingjusamur en mér finnst ég ekki merkja það á hans skrifum. Mér finnst vinstri menn ekki eins hamingjusamir og hægri menn. Þeir virðast alltaf í vondu skapi. Ég held að hægri menn vilji græða á daginn og grilla á kvöldin. Ég vil grúska á daginn og grilla á kvöldin. Hægri menn eru ekkert að gera sér of mikla rellu út af hlutunum.“Þó Ögmundur sé maður mikilla meininga, er hann ekki eins hamingjusamur og Hannes.Og Hannes virðist, samkvæmt rannsóknum Huldu og Jóns Gunnars, hafa sitthvað til síns máls. Evrópskar og bandarískar rannsóknir hafa ítrekað sýnt að hamingja eykst eftir því sem fólk er lengra til hægri í pólitík og fræðimenn telja að það megi skýra, að minnsta kosti að hluta til, með viðhorfinu til ójafnaðar. „Hægri sinnaðir telji ójöfnuð óhjákvæmilegan og jafnvel æskilegan samfélagslegan drifkraft á meðan fólk til vinstri telji hann samfélagsmein,“ segir Hulda. Hannes Hólmsteinn segir að til séu kannanir á hamingju sem sýna að þær þjóðir sem búa við velmegun séu hamingjusamari en hinar. „Peningar gera menn ekki hamingjusama en gera óhamingjuna bærilega. Rannsóknir sem ég þekki sýna að það er væg fylgni milli velmegunar og hamingju,“ segir Hannes og bendir á að eitt og annað sem íbúar í minna velmegandi löndum mega búa við svo sem stríðsástand, drepsóttir, barnadauði og annað þvíumlíkt, það valdi óhamingju. Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Hulda Þórisdóttir, lektor í Stjórnmálafræðideild rannsakar nú, ásamt Jóni Gunnar Bernburg, prófessor í félagsfræði, hvort verið geti að hamingja fari saman við pólitíska hugmyndafræði? Rætt er við Huldu í Tímariti Háskólans og þar kemur fram að Hulda og Jón Gunnar telja góðar líkur séu á þessu og lýsa megi sambandi hamingju og pólitískrar sýnar í svokallaðri U- eða sveiglaga kúrfu: „Þetta þýðir í raun að þeir sem sterklega aðhyllast einhverja hugmyndafræði eru að jafnaði eilítið hamingjusamari en þeir í miðjunni. Ástæðuna má rekja til þess að hugmyndafræði ljær tilvist manna merkingu og jafnvel tilgang, en hvort tveggja er sterklega tengt lífshamingju,“ segir Hulda. Sá sem helst er þekktur fyrir það á Íslandi að hafa miklar hugmyndafræðilegar meiningar er Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor. „Þetta rímar algerlega við mína reynslu,“ segir Hannes í samtali við Vísi. „Þeir sem hafa hugsjónir og finna þeim farveg eru hamingjusamari.“ Hann segist hamingjusamur, „tvímælalaust“ og lýsir þeirri skoðun sinni að hamingjan byggist á því að heilsan sé góð, þá skipti góðir fjölskylduhagir máli og í þriðja sæti yfir áhrifavalda telur Hannes vera efnahagslega velsæld. Hannes segir þetta afar áhugaverða rannsókn og bætir því við að hann gæti best trúað því að hægri menn séu hamingjusamari en vinstri menn. En, hvað þá með þessa U-kúrfu; ertu að meina að til dæmis Ögmundur Jónasson alþingismaður, sé ekki eins hamingjusamur og þú? „Ég vona að hann sé hamingjusamur en mér finnst ég ekki merkja það á hans skrifum. Mér finnst vinstri menn ekki eins hamingjusamir og hægri menn. Þeir virðast alltaf í vondu skapi. Ég held að hægri menn vilji græða á daginn og grilla á kvöldin. Ég vil grúska á daginn og grilla á kvöldin. Hægri menn eru ekkert að gera sér of mikla rellu út af hlutunum.“Þó Ögmundur sé maður mikilla meininga, er hann ekki eins hamingjusamur og Hannes.Og Hannes virðist, samkvæmt rannsóknum Huldu og Jóns Gunnars, hafa sitthvað til síns máls. Evrópskar og bandarískar rannsóknir hafa ítrekað sýnt að hamingja eykst eftir því sem fólk er lengra til hægri í pólitík og fræðimenn telja að það megi skýra, að minnsta kosti að hluta til, með viðhorfinu til ójafnaðar. „Hægri sinnaðir telji ójöfnuð óhjákvæmilegan og jafnvel æskilegan samfélagslegan drifkraft á meðan fólk til vinstri telji hann samfélagsmein,“ segir Hulda. Hannes Hólmsteinn segir að til séu kannanir á hamingju sem sýna að þær þjóðir sem búa við velmegun séu hamingjusamari en hinar. „Peningar gera menn ekki hamingjusama en gera óhamingjuna bærilega. Rannsóknir sem ég þekki sýna að það er væg fylgni milli velmegunar og hamingju,“ segir Hannes og bendir á að eitt og annað sem íbúar í minna velmegandi löndum mega búa við svo sem stríðsástand, drepsóttir, barnadauði og annað þvíumlíkt, það valdi óhamingju.
Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda