Er fótbolti fyrir alla? Kristinn Þór Sigurjónsson skrifar 6. desember 2012 07:00 Þjóðfélagsleg áhrif af öflugu íþróttastarfi eru að flestra mati jákvæð þó að það sé oft á tíðum erfitt að benda með óyggjandi hætti á þau. Heilbrigt líferni, félagsleg tengsl og samhugur þjóðar þegar „strákarnir okkar“ koma heim með silfurpeninga eru allt atriði sem eru bein eða óbein afleiðing íþróttastarfs, sama hvaða íþrótt um er að ræða. Á ráðstefnu sem bar yfirskriftina „Skipta íþróttir máli?“ sem haldin var á vegum ÍSÍ og Háskóla Íslands þann 28. nóvember síðastliðinn voru mörg atriði sem komu fram sem benda til jákvæðra áhrifa, en einnig neikvæðra. Helst var það erindi Vöndu Sigurgeirsdóttur, þar sem hún velti upp þeirri spurningu hvort getuskipta ætti börnum í hópíþróttum sem vöktu upp spurningar hjá undirrituðum. Vanda benti réttilega á ókosti þess að getuskipta börnum þar sem keppni ber leikgleðinni ofurliði. Flestir vilja vera í „A“ liðinu, af ýmsum ástæðum geta ekki allir verið þar. Þessar ástæður geta verið af margvíslegum toga, sumir hafa ekki tíma eða aðstöðu til þess að mæta á 4-5 æfingar á viku og aðrir hafa ekki rétta hugarfarið eða líkamsbygginu fyrir viðkomandi íþrótt. Það eru líka ekki allir sem ætla sér að verða atvinnumenn, en vilja samt ekki láta líta á sig sem undirmálsmenn í íþróttum og hætta þá frekar en að vera í „C“ liðinu. Undirritaður gat aldrei haft gaman af fótbolta og hætti snemma að stunda íþróttir þar sem engin íþrótt sem vakti áhuga var á boðstólum – fyrr en nú nýverið.Leikánægja liðsmanna Við skipulagninu á íþróttastarfi íþróttafélaga er gert ráð fyrir því að þeir sem vilja spila hópíþrótt utandyra vilji æfa fótbolta. Út frá tölfræði er fótbolti langstærsta hópíþróttin á íslandi með um 20.000 þátttakendur á meðan handbolti, þar sem árangur hefur verið slíkur að eftir því er tekið á erlendum vettvangi, hefur um 8.000 þátttakendur. Getur verið að hluti þeirra sem skráðir eru í fótbolta sé þar því annað er bara ekki í boði? Út frá hugarfari og líkamsbygginu hentar fótbolti ekki fyrir alla. Reynslan erlendis hefur sýnt að þar sem rugby er á boðstólum dregur ekki úr áhuga á fótbolta þeirra sem á annað borð hafa áhuga, eða öðrum íþróttum ef út í það er farið. Í Svíþjóð eru rugby-lið byggð upp að miklu leyti af íþróttamönnum sem komust ekki í „A“ lið í fótbolta eða handbolta – og þeir eru að gera góða hluti í Evrópumótinu. Um allan heim hefur það sýnt sig að rugby tekur ekki frá öðrum íþróttum aðra en þá sem áttu aldrei heima meðal þeirra bestu í viðkomandi íþróttum. Vanda talaði um í sínu erindi að æskilegt væri að sleppa því að skipta krökkum undir 10 ára í lið eftir getu og kom fram með tillögu um að nota aðrar aðferðir, til dæmis hverfi, vinahópa eða annað sem eykur leikánægju liðsmanna – án þess að hugsa bara um að búa til besta liðið. Ekki er von á öðru en að fótboltaþjálfarar svari þessari tillögu, þar sem getuskipting er mikilvæg til að byggja upp framúrskarandi íþróttamenn, eins og raunin hefur verið undanfarið hér á landi.Rugby fyrir krakka Til þess að lágmarka neikvæð áhrif af þessari getuskiptingu væri hægt að bjóða upp á aðra möguleika fyrir krakka sem ekki eru endilega bestir í fótbolta, en gætu verið framúrskarandi rugbyleikmenn. Krakkarnir í „C“ liðinu í fótbolta gætu átt heima í „A“ liðinu í rugby. Tillaga undirritaðs er að íþróttafélög samnýti þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað í landinu og bjóði upp á aukið úrval hópíþrótta og legg þar til rugby sem fyrsta val. Ástæðurnar eru einfaldar – öll aðstaða er fyrir hendi og rugby er sú íþrótt sem fyllir best upp í það tómarúm sem til staðar er í núverandi umhverfi. Það er því kannski ekki þörf á því að fara að öllu eftir því sem Vanda Sigurgeirsdóttir mælti með til þess að ná fram góðum markmiðum um jafnræði íþrótta fyrir alla krakka. Íþróttafélög þurfa einungis að bjóða upp á íþróttir sem henta sem flestum í stað þess að ætlast til þess að allir fari í það form sem búið er að myndast á Íslandi. Rugby Ísland byggir á sjálfboðavinnu við útbreiðslu á rugby og með samstarfi íþróttafélaganna verður áhugavert að fylgjast með því hvenær það verður sem tveir hópar af „strákunum eða stelpunum okkar“ koma heim með klink um hálsinn af Ólympíumóti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Þjóðfélagsleg áhrif af öflugu íþróttastarfi eru að flestra mati jákvæð þó að það sé oft á tíðum erfitt að benda með óyggjandi hætti á þau. Heilbrigt líferni, félagsleg tengsl og samhugur þjóðar þegar „strákarnir okkar“ koma heim með silfurpeninga eru allt atriði sem eru bein eða óbein afleiðing íþróttastarfs, sama hvaða íþrótt um er að ræða. Á ráðstefnu sem bar yfirskriftina „Skipta íþróttir máli?“ sem haldin var á vegum ÍSÍ og Háskóla Íslands þann 28. nóvember síðastliðinn voru mörg atriði sem komu fram sem benda til jákvæðra áhrifa, en einnig neikvæðra. Helst var það erindi Vöndu Sigurgeirsdóttur, þar sem hún velti upp þeirri spurningu hvort getuskipta ætti börnum í hópíþróttum sem vöktu upp spurningar hjá undirrituðum. Vanda benti réttilega á ókosti þess að getuskipta börnum þar sem keppni ber leikgleðinni ofurliði. Flestir vilja vera í „A“ liðinu, af ýmsum ástæðum geta ekki allir verið þar. Þessar ástæður geta verið af margvíslegum toga, sumir hafa ekki tíma eða aðstöðu til þess að mæta á 4-5 æfingar á viku og aðrir hafa ekki rétta hugarfarið eða líkamsbygginu fyrir viðkomandi íþrótt. Það eru líka ekki allir sem ætla sér að verða atvinnumenn, en vilja samt ekki láta líta á sig sem undirmálsmenn í íþróttum og hætta þá frekar en að vera í „C“ liðinu. Undirritaður gat aldrei haft gaman af fótbolta og hætti snemma að stunda íþróttir þar sem engin íþrótt sem vakti áhuga var á boðstólum – fyrr en nú nýverið.Leikánægja liðsmanna Við skipulagninu á íþróttastarfi íþróttafélaga er gert ráð fyrir því að þeir sem vilja spila hópíþrótt utandyra vilji æfa fótbolta. Út frá tölfræði er fótbolti langstærsta hópíþróttin á íslandi með um 20.000 þátttakendur á meðan handbolti, þar sem árangur hefur verið slíkur að eftir því er tekið á erlendum vettvangi, hefur um 8.000 þátttakendur. Getur verið að hluti þeirra sem skráðir eru í fótbolta sé þar því annað er bara ekki í boði? Út frá hugarfari og líkamsbygginu hentar fótbolti ekki fyrir alla. Reynslan erlendis hefur sýnt að þar sem rugby er á boðstólum dregur ekki úr áhuga á fótbolta þeirra sem á annað borð hafa áhuga, eða öðrum íþróttum ef út í það er farið. Í Svíþjóð eru rugby-lið byggð upp að miklu leyti af íþróttamönnum sem komust ekki í „A“ lið í fótbolta eða handbolta – og þeir eru að gera góða hluti í Evrópumótinu. Um allan heim hefur það sýnt sig að rugby tekur ekki frá öðrum íþróttum aðra en þá sem áttu aldrei heima meðal þeirra bestu í viðkomandi íþróttum. Vanda talaði um í sínu erindi að æskilegt væri að sleppa því að skipta krökkum undir 10 ára í lið eftir getu og kom fram með tillögu um að nota aðrar aðferðir, til dæmis hverfi, vinahópa eða annað sem eykur leikánægju liðsmanna – án þess að hugsa bara um að búa til besta liðið. Ekki er von á öðru en að fótboltaþjálfarar svari þessari tillögu, þar sem getuskipting er mikilvæg til að byggja upp framúrskarandi íþróttamenn, eins og raunin hefur verið undanfarið hér á landi.Rugby fyrir krakka Til þess að lágmarka neikvæð áhrif af þessari getuskiptingu væri hægt að bjóða upp á aðra möguleika fyrir krakka sem ekki eru endilega bestir í fótbolta, en gætu verið framúrskarandi rugbyleikmenn. Krakkarnir í „C“ liðinu í fótbolta gætu átt heima í „A“ liðinu í rugby. Tillaga undirritaðs er að íþróttafélög samnýti þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað í landinu og bjóði upp á aukið úrval hópíþrótta og legg þar til rugby sem fyrsta val. Ástæðurnar eru einfaldar – öll aðstaða er fyrir hendi og rugby er sú íþrótt sem fyllir best upp í það tómarúm sem til staðar er í núverandi umhverfi. Það er því kannski ekki þörf á því að fara að öllu eftir því sem Vanda Sigurgeirsdóttir mælti með til þess að ná fram góðum markmiðum um jafnræði íþrótta fyrir alla krakka. Íþróttafélög þurfa einungis að bjóða upp á íþróttir sem henta sem flestum í stað þess að ætlast til þess að allir fari í það form sem búið er að myndast á Íslandi. Rugby Ísland byggir á sjálfboðavinnu við útbreiðslu á rugby og með samstarfi íþróttafélaganna verður áhugavert að fylgjast með því hvenær það verður sem tveir hópar af „strákunum eða stelpunum okkar“ koma heim með klink um hálsinn af Ólympíumóti.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar