Er ESB betra en EES? Baldur Þórhallsson skrifar 19. júlí 2011 06:00 Nokkuð hefur verið gagnrýnt að við Íslendingar höfum litla sem enga möguleika á að hafa áhrif á lagasetningu EES. Því er haldið fram að þetta sé mjög ólýðræðislegt. Þá bregður svo við að andstæðingar aðildar Íslands að ESB keppast við að lofsyngja EES-samninginn. Í þessu er nokkur þversögn. Ef löggjöf ESB sem við tökum yfir vegna aðildar að EES er svo góð eins og andstæðingar ESB-aðildar halda fram þá hlýtur að vera enn betra fyrir okkur að vera innan sambandsins þar sem við getum haft áhrif á hana. Auk þess sem við getum haft frumkvæði að lögum. Aðild að ESB gefur okkur einnig kost á því að taka upp evru og stórbæta bæði lífskjör í landinu og stöðu atvinnulífsins. Ein mesta breytingin sem orðið hefur á stjórnskipun Íslands átti sér stað með gildistöku samninganna um EES og Schengen. Skipulag ákvarðanatöku í samningunum er þannig úr garði gert að íslenskir stjórnmálamann geta ekki haft áhrif á þau lög sem við verðum eigi að síður að taka yfir. Ísland hefur enga aðkomu að ráðherraráðinu og Evrópuþinginu sem eru löggjafarsamkomur ESB. Ísland tekur yfir alla löggjöf þeirra sem varðar EES og Schengen. Innanríkisráðherrann hefur að vísu sæti við borð ráðherraráðs innanríkismála sem fjalla um Schengen en hann má ekki greiða atkvæði. Forsætisráðherra Íslands á ekki sæti í leiðtogaráði ríkja ESB sem tekur allar helstu ákvarðanir um framtíð ESB og þar með EES. Þar eru til dæmis teknar ákvarðanir um fjölgun aðildarríkja sambandsins og þar með ríkja EES. Ísland hefur heldur ekki fulltrúa í Efnahags- og félagsmálanefnd ESB né Byggðanefnd sambandsins hvað þá fulltrúa í Seðlabanka Evrópu. Ríki sem vill láta taka sig alvarlega og líta á sig sem alvöru leikmann á alþjóðavettvangi getur ekki búið við samninga eins og EES og Schengen. Við stöndum utangarðs, án nokkurra bandamanna, án nokkurs skjóls þegar á reynir eins og dæmin sanna. Við verðum að bindast okkar bestu nágrönnum nánum vina- og tryggðarböndum með þeim samningum sem best bjóðast hverju sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Nokkuð hefur verið gagnrýnt að við Íslendingar höfum litla sem enga möguleika á að hafa áhrif á lagasetningu EES. Því er haldið fram að þetta sé mjög ólýðræðislegt. Þá bregður svo við að andstæðingar aðildar Íslands að ESB keppast við að lofsyngja EES-samninginn. Í þessu er nokkur þversögn. Ef löggjöf ESB sem við tökum yfir vegna aðildar að EES er svo góð eins og andstæðingar ESB-aðildar halda fram þá hlýtur að vera enn betra fyrir okkur að vera innan sambandsins þar sem við getum haft áhrif á hana. Auk þess sem við getum haft frumkvæði að lögum. Aðild að ESB gefur okkur einnig kost á því að taka upp evru og stórbæta bæði lífskjör í landinu og stöðu atvinnulífsins. Ein mesta breytingin sem orðið hefur á stjórnskipun Íslands átti sér stað með gildistöku samninganna um EES og Schengen. Skipulag ákvarðanatöku í samningunum er þannig úr garði gert að íslenskir stjórnmálamann geta ekki haft áhrif á þau lög sem við verðum eigi að síður að taka yfir. Ísland hefur enga aðkomu að ráðherraráðinu og Evrópuþinginu sem eru löggjafarsamkomur ESB. Ísland tekur yfir alla löggjöf þeirra sem varðar EES og Schengen. Innanríkisráðherrann hefur að vísu sæti við borð ráðherraráðs innanríkismála sem fjalla um Schengen en hann má ekki greiða atkvæði. Forsætisráðherra Íslands á ekki sæti í leiðtogaráði ríkja ESB sem tekur allar helstu ákvarðanir um framtíð ESB og þar með EES. Þar eru til dæmis teknar ákvarðanir um fjölgun aðildarríkja sambandsins og þar með ríkja EES. Ísland hefur heldur ekki fulltrúa í Efnahags- og félagsmálanefnd ESB né Byggðanefnd sambandsins hvað þá fulltrúa í Seðlabanka Evrópu. Ríki sem vill láta taka sig alvarlega og líta á sig sem alvöru leikmann á alþjóðavettvangi getur ekki búið við samninga eins og EES og Schengen. Við stöndum utangarðs, án nokkurra bandamanna, án nokkurs skjóls þegar á reynir eins og dæmin sanna. Við verðum að bindast okkar bestu nágrönnum nánum vina- og tryggðarböndum með þeim samningum sem best bjóðast hverju sinni.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar