Er ekki nóg atvinnuleysi? Unnsteinn Jónsson skrifar 10. maí 2012 06:00 Ef Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra fær að ráða, þá fer störfum við íslenska bjórframleiðslu að fækka. Í staðinn flytjast þau til útlanda. Ögmundur vill nefnilega skella í lás á alla möguleika til að kynna íslenska bjórframleiðslu hér á landi. Innanríkisráðherra reynir að fá samþykkt á Alþingi frumvarp um svokallað hert bann við áfengisauglýsingum. Samkvæmt frumvarpinu má ekki segja eitt aukatekið orð um íslenskan bjór (eða annað áfengi) opinberlega. 10 milljón króna sekt liggur við broti á því banni. Lögunum er bersýnilega stefnt gegn því hófstillta markaðsstarfi sem íslenskir bjórframleiðendur hafa stundað í gegnum árin. Þeir hafa stutt tónleikahald á vínveitingastöðum og fengið í staðinn að minnast á vörumerki sín. Léttölsauglýsingar hafa skemmt landanum um árabil. Tilgangurinn hefur sá einn verið að fá neytendur til að velja innlenda framleiðslu umfram erlenda og það hefur svo sannarlega tekist. Sala á íslenskum bjór nemur rúmlega 70% af allri bjórsölu hér á landi. Framleiðsla, sala og dreifing á íslenskum bjór skapar ekki færri en 150 störf. Tæpur helmingur þessara starfa er í Eyjafirði og á Suðurlandi. Ef ekki væri fyrir markaðsstarfið, þá hefði þessi árangur aldrei náðst. Af einhverjum undarlegum ástæðum hefur innanríkisráðherra fengið þá grillu í höfuðið að bann við kynningu á bjórvörumerkjum muni vernda heilsu almennings fyrir skaðvænlegum afleiðingum áfengisneyslu (þetta stendur orðrétt í frumvarpinu). Heldur ráðherrann virkilega að draga muni úr skaðvænlegum áhrifum áfengisneyslu þó bannað verði að tala um einstök vörumerki? Það gengur auðvitað gegn almennri skynsemi að ætla að loka á alla íslenska umfjöllun og vitneskju um löglega framleidda vöru sem sjálft ríkisvaldið selur í eigin verslunum og meirihluti almennings neytir sér að skaðlausu. Ekki bætir úr skák að erlendar auglýsingar um þessa sömu vöru, t.d. í sjónvarpsútsendingum, munu hafa greiðan og óheftan aðgang að landsmönnum samkvæmt lagafrumvarpinu. Mismunun milli innlendra og erlendra framleiðenda verður æpandi. Maður ætlar rétt að vona að nógu margir skynsamir þingmenn stoppi þessa aðför innanríkisráðherra að íslenskum iðnfyrirtækjum, sem hafa með nýsköpun, vöruþróun og gæðaframleiðslu, ásamt hóflegri kynningu, náð meira en 70% markaðshlutdeild á miklum samkeppnismarkaði hér á landi. Almenn skynsemi mælir með því að samkeppni framleiðenda um hylli neytenda haldi áfram, enda skaðar hún engan. Fremur verði settar strangar reglur um slíkt kynningarstarf, á borð við þær sem gilda um áfengisauglýsingar í mörgum löndum Evrópusambandsins. Í þeim reglum eru ítarleg ákvæði um að áfengisauglýsingar megi ekki höfða til ungs fólks eða gefa til kynna að áfengisneysla bæti stöðu einstaklinga eða geri hana eftirsóknarverða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Ef Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra fær að ráða, þá fer störfum við íslenska bjórframleiðslu að fækka. Í staðinn flytjast þau til útlanda. Ögmundur vill nefnilega skella í lás á alla möguleika til að kynna íslenska bjórframleiðslu hér á landi. Innanríkisráðherra reynir að fá samþykkt á Alþingi frumvarp um svokallað hert bann við áfengisauglýsingum. Samkvæmt frumvarpinu má ekki segja eitt aukatekið orð um íslenskan bjór (eða annað áfengi) opinberlega. 10 milljón króna sekt liggur við broti á því banni. Lögunum er bersýnilega stefnt gegn því hófstillta markaðsstarfi sem íslenskir bjórframleiðendur hafa stundað í gegnum árin. Þeir hafa stutt tónleikahald á vínveitingastöðum og fengið í staðinn að minnast á vörumerki sín. Léttölsauglýsingar hafa skemmt landanum um árabil. Tilgangurinn hefur sá einn verið að fá neytendur til að velja innlenda framleiðslu umfram erlenda og það hefur svo sannarlega tekist. Sala á íslenskum bjór nemur rúmlega 70% af allri bjórsölu hér á landi. Framleiðsla, sala og dreifing á íslenskum bjór skapar ekki færri en 150 störf. Tæpur helmingur þessara starfa er í Eyjafirði og á Suðurlandi. Ef ekki væri fyrir markaðsstarfið, þá hefði þessi árangur aldrei náðst. Af einhverjum undarlegum ástæðum hefur innanríkisráðherra fengið þá grillu í höfuðið að bann við kynningu á bjórvörumerkjum muni vernda heilsu almennings fyrir skaðvænlegum afleiðingum áfengisneyslu (þetta stendur orðrétt í frumvarpinu). Heldur ráðherrann virkilega að draga muni úr skaðvænlegum áhrifum áfengisneyslu þó bannað verði að tala um einstök vörumerki? Það gengur auðvitað gegn almennri skynsemi að ætla að loka á alla íslenska umfjöllun og vitneskju um löglega framleidda vöru sem sjálft ríkisvaldið selur í eigin verslunum og meirihluti almennings neytir sér að skaðlausu. Ekki bætir úr skák að erlendar auglýsingar um þessa sömu vöru, t.d. í sjónvarpsútsendingum, munu hafa greiðan og óheftan aðgang að landsmönnum samkvæmt lagafrumvarpinu. Mismunun milli innlendra og erlendra framleiðenda verður æpandi. Maður ætlar rétt að vona að nógu margir skynsamir þingmenn stoppi þessa aðför innanríkisráðherra að íslenskum iðnfyrirtækjum, sem hafa með nýsköpun, vöruþróun og gæðaframleiðslu, ásamt hóflegri kynningu, náð meira en 70% markaðshlutdeild á miklum samkeppnismarkaði hér á landi. Almenn skynsemi mælir með því að samkeppni framleiðenda um hylli neytenda haldi áfram, enda skaðar hún engan. Fremur verði settar strangar reglur um slíkt kynningarstarf, á borð við þær sem gilda um áfengisauglýsingar í mörgum löndum Evrópusambandsins. Í þeim reglum eru ítarleg ákvæði um að áfengisauglýsingar megi ekki höfða til ungs fólks eða gefa til kynna að áfengisneysla bæti stöðu einstaklinga eða geri hana eftirsóknarverða.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun