Epli og könglar Eiríkur Smári Sigurðarson skrifar 30. október 2013 06:00 Hvað segði íþróttafólk við því ef bornar væru saman heilu íþróttagreinarnar á grunni markatölu? Í sumum íþróttum eru einfaldlega ekki skoruð mörk heldur er árangur metinn á annan hátt. Í körfubolta eru körfurnar og stigin mörg en í fótbolta eru þau fá. Þetta þarf að hafa í huga þegar ástundun og árangur í íþróttum er veginn og metinn. Í Fréttablaðinu 26. október birtist frétt sem er byggð á bloggpistli frá því daginn áður. Í fréttinni er fjallað um lítil afköst vísindamanna við Háskóla Íslands, þ.e. þeirra sem stunda hug-, félags- og menntavísindi. Niðurstaðan er fengin með því að bera saman birtingar greina í svokölluðum ISI tímaritum. Sá samanburður er álíka gæfulegur og að bera saman ástundun og árangur í íþróttum með markatölu sem eina mælikvarðann.Ólíkt eftir greinum Birtingar niðurstaðna rannsókna á viðurkenndum vettvangi er góður mælikvarði á árangur rannsóknastarfs. Um það eru flestir sammála. Það er hins vegar mjög ólíkt eftir greinum hver þessi viðurkenndi vettvangur er. Í sumum greinum vísinda eru svo til allar niðurstöður birtar í tímaritum. Þetta á við um stóran hluta verkfræði- og náttúruvísinda ásamt heilbrigðisvísindum. Í hug-, félags- og menntavísindum er hins vegar mun algengara að birta niðurstöður rannsókna í bókum eða ritgerðum sem birtast í ritgerðasöfnum. Ekki er til neitt skýrt yfirlit yfir mismunandi birtingahefð á Íslandi en styðjast má við greiningu sem Danska rannsóknaráðið birtir árlega (https://fivu.dk/publikationer/2012/filer-2012/forskningsbarometer-2012.pdf). Þar sést (bls. 72) að 84% allra birtinga í verkfræði- og náttúruvísindum eru í tímaritum. Í heilbrigðisvísindum er sambærileg tala 96%. Í félagsvísindum eru 60% birtinga í tímaritum og í hugvísindum (sem í tilfelli Dana innihalda menntavísindi) er hlutfallið 52%. Greinar í ritgerðasöfnum eru hins vegar 44% af öllum birtingum í hugvísindum. Fyrirfram er engin ástæða til að ætla að þessi hlutföll séu önnur á Íslandi. Samanburður sem nær einungis yfir tímaritsbirtingar gefur því mjög villandi mynd af hlutfallslegum styrk og vinnuframlagi vísindanna.Ómarktækur samanburður Málið versnar enn þegar hin svokölluðu ISI-tímarit eru skoðuð nánar. ISI er í raun gagnagrunnur yfir mikinn fjölda tímarita sem bandaríska fyrirtækið Thomson Reuters á og rekur. Hann nær yfir velflest tímarit í verkfræði- og raunvísindum og heilbrigðisvísindum. Því er hann góður grunnur til að skoða virkni og árangur á þessum sviðum. Það er hins vegar almennt viðurkennt að hann er gagnslítill þegar kemur að hug-, félags- og menntavísindum. Það vantar einfaldlega stóran hluta virtustu tímarita í þessum greinum í grunninn. Þetta þýðir að stór hluti birtinga hug-, félags- og menntavísindafólks í tímaritum ratar ekki inn í tölfræði ISI. Þetta gerir samanburð byggðan á ISI-grunninum ómarktækan.Vel þekkt staðreynd Að lokum er nauðsynlegt að minnast á aðra vel þekkta staðreynd sem hefur mikil áhrif á alla tölfræði um birtingar á ólíkum fræðasviðum. Mjög víða innan verk-, tækni- og heilbrigðisvísinda tíðkast að margir höfundar sameinist um greinar. Þegar doktorsnemar birta greinar í tímaritum eru t.d. leiðbeinendur þeirra líka skráðir höfundar greinanna ásamt öðrum sem tengdust viðkomandi rannsókn. Í félags- og menntavísindum er þetta ekki eins algengt og enn sjaldgæfara í hugvísindum. Þessi munur helgast fyrst og fremst af mismunandi hefðum og ekki gott að segja hvort önnur leiðin sé betri en hin. Þetta þýðir hins vegar að sambærileg virkni í til dæmis heilbrigðisvísindum og hugvísindum kemur fram í mun færri skráðum birtingum á höfunda í hugvísindum en í heilbrigðisvísindum. Af þessu ætti að vera ljóst að samanburðurinn sem greinin í Fréttablaðinu byggir á er ekki bara marklaus heldur fráleitur. Vissulega má ræða innbyrðis styrkleika ólíkra greina innan Háskóla Íslands en sú umræða verður að byggja á marktækum samanburði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað segði íþróttafólk við því ef bornar væru saman heilu íþróttagreinarnar á grunni markatölu? Í sumum íþróttum eru einfaldlega ekki skoruð mörk heldur er árangur metinn á annan hátt. Í körfubolta eru körfurnar og stigin mörg en í fótbolta eru þau fá. Þetta þarf að hafa í huga þegar ástundun og árangur í íþróttum er veginn og metinn. Í Fréttablaðinu 26. október birtist frétt sem er byggð á bloggpistli frá því daginn áður. Í fréttinni er fjallað um lítil afköst vísindamanna við Háskóla Íslands, þ.e. þeirra sem stunda hug-, félags- og menntavísindi. Niðurstaðan er fengin með því að bera saman birtingar greina í svokölluðum ISI tímaritum. Sá samanburður er álíka gæfulegur og að bera saman ástundun og árangur í íþróttum með markatölu sem eina mælikvarðann.Ólíkt eftir greinum Birtingar niðurstaðna rannsókna á viðurkenndum vettvangi er góður mælikvarði á árangur rannsóknastarfs. Um það eru flestir sammála. Það er hins vegar mjög ólíkt eftir greinum hver þessi viðurkenndi vettvangur er. Í sumum greinum vísinda eru svo til allar niðurstöður birtar í tímaritum. Þetta á við um stóran hluta verkfræði- og náttúruvísinda ásamt heilbrigðisvísindum. Í hug-, félags- og menntavísindum er hins vegar mun algengara að birta niðurstöður rannsókna í bókum eða ritgerðum sem birtast í ritgerðasöfnum. Ekki er til neitt skýrt yfirlit yfir mismunandi birtingahefð á Íslandi en styðjast má við greiningu sem Danska rannsóknaráðið birtir árlega (https://fivu.dk/publikationer/2012/filer-2012/forskningsbarometer-2012.pdf). Þar sést (bls. 72) að 84% allra birtinga í verkfræði- og náttúruvísindum eru í tímaritum. Í heilbrigðisvísindum er sambærileg tala 96%. Í félagsvísindum eru 60% birtinga í tímaritum og í hugvísindum (sem í tilfelli Dana innihalda menntavísindi) er hlutfallið 52%. Greinar í ritgerðasöfnum eru hins vegar 44% af öllum birtingum í hugvísindum. Fyrirfram er engin ástæða til að ætla að þessi hlutföll séu önnur á Íslandi. Samanburður sem nær einungis yfir tímaritsbirtingar gefur því mjög villandi mynd af hlutfallslegum styrk og vinnuframlagi vísindanna.Ómarktækur samanburður Málið versnar enn þegar hin svokölluðu ISI-tímarit eru skoðuð nánar. ISI er í raun gagnagrunnur yfir mikinn fjölda tímarita sem bandaríska fyrirtækið Thomson Reuters á og rekur. Hann nær yfir velflest tímarit í verkfræði- og raunvísindum og heilbrigðisvísindum. Því er hann góður grunnur til að skoða virkni og árangur á þessum sviðum. Það er hins vegar almennt viðurkennt að hann er gagnslítill þegar kemur að hug-, félags- og menntavísindum. Það vantar einfaldlega stóran hluta virtustu tímarita í þessum greinum í grunninn. Þetta þýðir að stór hluti birtinga hug-, félags- og menntavísindafólks í tímaritum ratar ekki inn í tölfræði ISI. Þetta gerir samanburð byggðan á ISI-grunninum ómarktækan.Vel þekkt staðreynd Að lokum er nauðsynlegt að minnast á aðra vel þekkta staðreynd sem hefur mikil áhrif á alla tölfræði um birtingar á ólíkum fræðasviðum. Mjög víða innan verk-, tækni- og heilbrigðisvísinda tíðkast að margir höfundar sameinist um greinar. Þegar doktorsnemar birta greinar í tímaritum eru t.d. leiðbeinendur þeirra líka skráðir höfundar greinanna ásamt öðrum sem tengdust viðkomandi rannsókn. Í félags- og menntavísindum er þetta ekki eins algengt og enn sjaldgæfara í hugvísindum. Þessi munur helgast fyrst og fremst af mismunandi hefðum og ekki gott að segja hvort önnur leiðin sé betri en hin. Þetta þýðir hins vegar að sambærileg virkni í til dæmis heilbrigðisvísindum og hugvísindum kemur fram í mun færri skráðum birtingum á höfunda í hugvísindum en í heilbrigðisvísindum. Af þessu ætti að vera ljóst að samanburðurinn sem greinin í Fréttablaðinu byggir á er ekki bara marklaus heldur fráleitur. Vissulega má ræða innbyrðis styrkleika ólíkra greina innan Háskóla Íslands en sú umræða verður að byggja á marktækum samanburði.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun