Enski boltinn

Enskur úrvalsdeildarleikmaður með tvær eiginkonur og hjákonu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cheich Tiote,
Cheich Tiote, Vísir/Getty
Knattspyrnumaðurinn, Cheich Tiote, hjá enska úrvalsdeildarliðinu Newcastle er mikill kvennamaður. Daily Mail greinir frá því í dag að Tiote eigi tvær eiginkonur og hjákonu að auki.  

Umboðsmaður hans segir ekkert athugavert við þetta, Tiote er múslimi og leikmaðurinn skilur ekki umstangið í kringum þetta. Fótboltamaðurinn á tvö börn með fyrri konu sinni og eitt með hjákonu sinni.

Fyrr í þessum mánuði kvæntist hann annarri konu og eiginkona hans komst að því á fésbókinni og ku hafa brugðið við tíðindin.  Hún á þó að hafa fyrirgefið fótboltamanninum fyrir að kvænast aftur.

Daily Mail segir að samkvæmt íslömskum lögum geti Tiote átt fjórar eiginkonur.  

Hjákona hans ákvað að slíta sambandi við fótboltamanninn eftir þriggja ára samband þegar Tiote vildi ekki giftast henni.  

Á meðan Tiote sinnir eiginkonum sínum og hjákonu gengur ekkert hjá liðinu hans í fótboltanum.  Newcastle er í næstneðsta sæti deildarinnar, tapaði í gær fyrir Stoke.  Tiote, sem þénar 45 þúsund pund í vikulaun, 8,8 milljónir íslenskra króna, lék allan leikinn.

Cheich Tiote er líka vinsæll hjá liðsfélögum sínum.Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×