Innlent

Enn skriðuhætta við Öskju

Gissur Sigurðsson skrifar
Engin ein skýring er enn fundin á ástæðu þessa en nokkrar tilgátur eru uppi.
Engin ein skýring er enn fundin á ástæðu þessa en nokkrar tilgátur eru uppi. KRISTJÁN INGI EINARSSON
Stórt svæði við Öskjuvatn er enn lokað umferð ferðamanna, en gönguleiðin að Víti er þó opin.

Jarðvísindamenn eru enn að meta umfang skriðunnar, sem féll í vatnið. Þetta er eitthvað mesta berghlaup sem vitað er um hérlendis og er áætlað að 50 til 60 milljónir rúmmetra af jarðvegi hafi færst til í hlaupinu. Engin ein skýring er enn fundin á ástæðu þessa en nokkrar tilgátur eru uppi.

Frekari skriðuföll hafa ekki endanlega verið afskrifuð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×