Innlent

Enn skelfur jörð í Krýsuvík

Kleifarvatn.
Kleifarvatn.
Skjálftahrinan í Krýsuvík heldur áfram. Nokkrir kippir hafa mælst þar í morgun, sá stærsti 2,9 stig klukkan hálfníu. Upptök þeirra voru, eins og flestra annarra í hrinunni að undanförnu, á litlu svæði við suðvestanvert Kleifarvatn, og á um fjögurra kílómetra dýpi. Stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa varð síðdegis á sunnudag, 4,2 stig, og fannst hann vel á Reykjavíkursvæðinu. Á sunnudagsmorgninum urðu einnig tveir skjálftar, milli 3 og 4 stig, sem fundust víða suðvestanlands.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×