Innlent

Enn óvissuástand vegna skriðuhættu

gissur sigurðsson skrifar
Miklir vatnavextir hafa verið á svæðinu milli Fáskrúðsfjarðar og Vopnafjarðar vegna mjög mikillar rigninga.
Miklir vatnavextir hafa verið á svæðinu milli Fáskrúðsfjarðar og Vopnafjarðar vegna mjög mikillar rigninga.
Enn ríkir óvissuástand vegna skriðuhættu á Austfjörðum, sem stafar af miklum rigningum og bráðnun snjólaga síðustu daga. Verulega dró þó úr úrkomunni síðdegis í gær og í nótt hefur aðeins verið rigningarsuddi á svæðinu, þannig að óvissuástandið verður væntanlega endurskoðað í dag.

Ár og lækir hafa víða rifið jarðveg úr bökkum sínum án þess að hafa beinlínis flætt, en göngubrú yfir Selá í Vopnafirði eyðilagðist þegar rennsli í ánni margfaldaðist í gær. Þá var gistiheimili í Seyðisfirði rýmt til öryggis og vegum út með firðinum lokað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×