Viðskipti innlent

Enn lækkar verðið á fokheldu höllinni við Sunnuflöt

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Hægt er að kaupa eignina fyrir um 60 milljónir króna.
Hægt er að kaupa eignina fyrir um 60 milljónir króna. Vísir/Stefán
Fokhelt einbýlishús sem stendur við Sunnuflöt er aftur komið í sölu. Húsið vakti fyrst athygli árið 2009, í kjölfar hrunsins, en þá var settur 93 milljóna verðmiði á það. Nú hefur verðið verið lækkað um 30 milljónir og stendur í 60 milljónum í dag. Áður hafði verðmiðinn verið lækkaður niður í 69 milljónir króna.



Húsið átti að verða hið glæsilegasta og er við eina dýrustu götu Garðabæjar. Samkvæmt teikningu er húsið 932 fermetrar með ellefu herbergjum, líkamsræktarsal auk baðrýmis með sundlaug og heitum pottum. Landsbankinn leysti á endanum húsið til sín.



Húsið sem áður stóð á lóðinni var keypt árið 2006 fyrir um 50 milljónir króna. Það var hinsvegar rifið til að rýma fyrir nýja húsinu. DV greindi frá því árið 2010 að lóðin og teikningar af húsinu fyrir 70 milljónir.

Hægt er að skoða húsið nánar á fasteignavef Vísis en það er til sölu hjá fimm mismunandi fasteignasölum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×