Innlent

Enn gift sex árum eftir að farið var fram á skilnað því makinn finnst ekki

ingvar haraldsson skrifar
Málið er rekið fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra.
Málið er rekið fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra.
Sæbjörgu Rut Guðmundsdóttur, 31 árs gamalli konu, sem er búsett á Akureyri, hefur ekki tekist að skilja við eiginmann sinn, Mindaugas Bytautas, tólf árum eftir að hún sleit samvistum við hann og sex árum eftir að hún fór fram á skilnað. Ástæða þess er að ekki hefur tekist að hafa upp á Bytautas og birta honum stefnu. Bytautas, sem er frá Litháen, hefur ekki búið hér á landi frá árinu 2006. 

Sæbjörg höfðar nú í annað sinn dómsmál gegn Bytautas til þess að fá viðurkenndan lögskilnað en hún er nú í sambandi með öðrum manni og á með honum barn.

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir, aðjúnkt við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir ekki unnt að fá skilnað fyrir dómstólum nema fullreynt þyki að makinn finnist ekki til að birta honum stefnu. Dómstólar vísi hjónaskilnaðarmálum frá hafi birting ekki tekist eða allra leiða ekki verið leitað annarra en stefnubirtingar í Lögbirtingarblaðinu að sögn Daggar.

Maðurinn er ekki með skráð heimilisfang í Litháen og segjast stjórnvöld þar í landi ekki vita hvort hann sé búsettur í landinu. Því geti þau ekki birt honum stefnu.

Dögg segist sjálf hafa rekið sambærileg mál fyrir dómi. „Ég þekki af eigin raun hvaða vanda þetta getur sett fólk í. Manni finnst að það ættu að vera einhver úrræði. Stundum getur þetta verið partur af einhverri meinfýsi, að skilja makann eftir og hann getur ekki skilið,“ segir Dögg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×