Enn fordómar gagnvart barneignum fatlaðra Una Sighvatsdóttir skrifar 5. október 2015 19:00 Fjöldi fatlaðra kvenna á Íslandi hefur gengist undir ófrjósemisaðgerðir án þess að vera fyllilega upplýstar um hvað í þeim felst. Í ofanálag eru dæmi þess að fatlaðar konur stofni ekki fjölskyldu vegna fordóma í samfélaginu, að sögn Maríu Hreiðarsdóttur, sem sjálf er móðir með þroskahömlun. „Fatlað fólk getur hugsað vel um börn og fólk með þroskahömlun. En við þurfum stuðning og samfélaginu ber að veita fólki sem á við félagslega erfiðleika stuðning,“ segir María. Fólk með þroskahömlun hafi hinsvegar að hennar mati ekki fengið þann stuðning sem hann þurfi.Sárt að finna að henni var ekki treyst Sjálf á María tæplega 13 ára gamlan son. Þegar hún eignaðist barnið mætti hún miklum hindrunum. „Mín fjölskylda stóð vel á bak við mig og treysti mér fullkomlega, en það var fólk í samfélaginu sem treysti mér ekki. Það var virkilega sárt.“ Hún nefnir sem dæmi að læknir hafi sagt við hana að barn hennar yrði sennilega líkamlega fatlað, sem varð ekki raunin. Þá hafi sumt fólk ekki treyst henni þegar kom til þess að hún þurfti að gefa barninu sínu lyf vegna veikinda. María er sendiherra samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samningurinn var undirritaður á Íslandi árið 2007 en hefur enn ekki verið lögfestur. Þar er meðal annars kveðið á um rétt fatlaðra til fjölskyldulífs. María segir mikilvægt að samningurinn taki gildi sem fyrst. „Ég vona líka bara að fólk fari að verða meðvitaðara um það að gera einstaklingum grein fyrir, þegar verið er að gera ófrjósemisaðgerðir, að það útskýri hlutina nægjanlega vel.“Ófrjósemisaðgerðir undir fölsku yfirskini Í nýrri rannsókn, sem Fréttblaðið fjallaði um fyrir helgi, kemur fram að ófrjósemisaðgerðir eru framkvæmdar á konum með þroskahömlun, án þess að þær geri sér grein fyrir að aðgerðin er varanleg. Guðrún Valgerður Stefánsdóttir, dósent í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands, vann rannsóknina ásamt þeim Kristínu Björnsdóttur og Ástríði Stefánsdóttur. Hún segir að eldri konurnar hafi sumar hverjar verið beinlínis blekktar. „Það eru dæmi um að þær hafi áttað sig á þessu miklu seinna, þegar þær eignast maka og velta þá fyrir sér að fara að eignast börn. Og þá kemur í ljós að þær geta það ekki. Þá ýmist hafa þær ekki vitað afleiðingar aðgerðarinnar eða þá að þær hafa farið í aðgerð, eins og tíðkaðist, undir fölsku yfiskini. Til dæmis að þær væru að fara í botnlangaskurð.“Mýtan um fatlaða sem eilíf börn Eftir að ný lög voru sett 1975 breyttist framkvæmdin á aðgerðunum töluvert til hins betra, en þó eru enn dæmi þess að ófrjósemisaðgerðir séu gerðar á fötluðum konum fyrir 25 ára aldur, sem er ólöglegt. Guðrún segir of algengt að konurnar fái ekki nægilega fræðslu um hvað aðgerðin hefur í för með sér. Þörf sé á viðhorfsbreytingu í samfélaginu. „Við erum ennþá svolítið föst í þessari mýtu sem er bara frá örófi alda að líta á fólk með þroskahömlun sem eilif börn. Og eins og við vitum þurfa börn á forsjárhyggju annarra að halda og það er það sem stendur svolítið í vegi fyrir að bara almennt þessi hópur njóti sjálfræðis og sé treyst til að taka ákvarðanir í lífi sínu, og ég tala nú ekki um svona stórar ákvarðanir eins og barneignir eru.“ Tengdar fréttir Í aðgerð án nauðsynlegra upplýsinga Mannréttindi fólks með þroskahömlun eru verulega skert þar sem sjálfræði þeirra í daglegu lífi er mjög takmarkað. Nýlegar ófrjósemisaðgerðir á konum sem gera sér ekki grein fyrir að aðgerðin er varanleg. 2. október 2015 08:00 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Fjöldi fatlaðra kvenna á Íslandi hefur gengist undir ófrjósemisaðgerðir án þess að vera fyllilega upplýstar um hvað í þeim felst. Í ofanálag eru dæmi þess að fatlaðar konur stofni ekki fjölskyldu vegna fordóma í samfélaginu, að sögn Maríu Hreiðarsdóttur, sem sjálf er móðir með þroskahömlun. „Fatlað fólk getur hugsað vel um börn og fólk með þroskahömlun. En við þurfum stuðning og samfélaginu ber að veita fólki sem á við félagslega erfiðleika stuðning,“ segir María. Fólk með þroskahömlun hafi hinsvegar að hennar mati ekki fengið þann stuðning sem hann þurfi.Sárt að finna að henni var ekki treyst Sjálf á María tæplega 13 ára gamlan son. Þegar hún eignaðist barnið mætti hún miklum hindrunum. „Mín fjölskylda stóð vel á bak við mig og treysti mér fullkomlega, en það var fólk í samfélaginu sem treysti mér ekki. Það var virkilega sárt.“ Hún nefnir sem dæmi að læknir hafi sagt við hana að barn hennar yrði sennilega líkamlega fatlað, sem varð ekki raunin. Þá hafi sumt fólk ekki treyst henni þegar kom til þess að hún þurfti að gefa barninu sínu lyf vegna veikinda. María er sendiherra samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samningurinn var undirritaður á Íslandi árið 2007 en hefur enn ekki verið lögfestur. Þar er meðal annars kveðið á um rétt fatlaðra til fjölskyldulífs. María segir mikilvægt að samningurinn taki gildi sem fyrst. „Ég vona líka bara að fólk fari að verða meðvitaðara um það að gera einstaklingum grein fyrir, þegar verið er að gera ófrjósemisaðgerðir, að það útskýri hlutina nægjanlega vel.“Ófrjósemisaðgerðir undir fölsku yfirskini Í nýrri rannsókn, sem Fréttblaðið fjallaði um fyrir helgi, kemur fram að ófrjósemisaðgerðir eru framkvæmdar á konum með þroskahömlun, án þess að þær geri sér grein fyrir að aðgerðin er varanleg. Guðrún Valgerður Stefánsdóttir, dósent í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands, vann rannsóknina ásamt þeim Kristínu Björnsdóttur og Ástríði Stefánsdóttur. Hún segir að eldri konurnar hafi sumar hverjar verið beinlínis blekktar. „Það eru dæmi um að þær hafi áttað sig á þessu miklu seinna, þegar þær eignast maka og velta þá fyrir sér að fara að eignast börn. Og þá kemur í ljós að þær geta það ekki. Þá ýmist hafa þær ekki vitað afleiðingar aðgerðarinnar eða þá að þær hafa farið í aðgerð, eins og tíðkaðist, undir fölsku yfiskini. Til dæmis að þær væru að fara í botnlangaskurð.“Mýtan um fatlaða sem eilíf börn Eftir að ný lög voru sett 1975 breyttist framkvæmdin á aðgerðunum töluvert til hins betra, en þó eru enn dæmi þess að ófrjósemisaðgerðir séu gerðar á fötluðum konum fyrir 25 ára aldur, sem er ólöglegt. Guðrún segir of algengt að konurnar fái ekki nægilega fræðslu um hvað aðgerðin hefur í för með sér. Þörf sé á viðhorfsbreytingu í samfélaginu. „Við erum ennþá svolítið föst í þessari mýtu sem er bara frá örófi alda að líta á fólk með þroskahömlun sem eilif börn. Og eins og við vitum þurfa börn á forsjárhyggju annarra að halda og það er það sem stendur svolítið í vegi fyrir að bara almennt þessi hópur njóti sjálfræðis og sé treyst til að taka ákvarðanir í lífi sínu, og ég tala nú ekki um svona stórar ákvarðanir eins og barneignir eru.“
Tengdar fréttir Í aðgerð án nauðsynlegra upplýsinga Mannréttindi fólks með þroskahömlun eru verulega skert þar sem sjálfræði þeirra í daglegu lífi er mjög takmarkað. Nýlegar ófrjósemisaðgerðir á konum sem gera sér ekki grein fyrir að aðgerðin er varanleg. 2. október 2015 08:00 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Í aðgerð án nauðsynlegra upplýsinga Mannréttindi fólks með þroskahömlun eru verulega skert þar sem sjálfræði þeirra í daglegu lífi er mjög takmarkað. Nýlegar ófrjósemisaðgerðir á konum sem gera sér ekki grein fyrir að aðgerðin er varanleg. 2. október 2015 08:00