Erlent

Enn ekki útséð með ríkisstjóra Norður-Karólínu

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Pat McCrory er ríkisstjóri Norður-Karólínu sem stendur og sóttist eftir endurkjöri.
Pat McCrory er ríkisstjóri Norður-Karólínu sem stendur og sóttist eftir endurkjöri. vísir/getty
Þótt tvær vikur séu frá kosningum í Bandaríkjunum er enn ekki komið á hreint hvort Repúblikaninn Pat McCrory haldi ríkisstjóraembætti Norður-Karólínu eða hvort Demókratinn Roy Cooper flytji inn í ríkisstjórabústaðinn eftir áramót. Frá þessu greinir New York Times.

Alls munar nú rúmlega sex þúsund atkvæðum á McCrory og Cooper sem hefur yfirhöndina. Repúblikanar segja tæknileg vandamál og kosningasvindl skýra forskotið. Bæði hafi látnir kosið sem og fangar án kosningaréttar. Og sumir hafi kosið oftar en einu sinni.

Nú þegar hefur hugmyndum um endurtalningu verið varpað fram. Þá er einnig mögulegt að McCrory skori á þing ríkisins, þar sem Repúblikanar eru með meirihluta, að ógilda kosningarnar.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×