Erlent

Enn barist við Talíbana í Kunduz

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Kunduz er fyrsta borgin sem Talíbanar náðu á sitt vald í fjórtán ár.
Kunduz er fyrsta borgin sem Talíbanar náðu á sitt vald í fjórtán ár. Vísir/AFP
Hörð átök hafa verið á milli afganskra hersveita og Talíbana í nokkrum hverfum borgarinnar Kunduz síðustu sólarhringa.

Í gær fullyrtu stjórnvöld í Afganistan að þau væru komin með borgina á sitt vald eftir að Talíbanar tóku borgina með valdi í byrjun vikunnar. Sama dag réðust Talíbanar inn á aðaltorg borgarinnar þar sem þeir reistu fána sinn að nýju.

Kunduz er fyrsta borgin sem Talíbanar náðu á sitt vald í fjórtán ár.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×