Innlent

Engir skjálftar yfir fimm að stærð

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/egill
Síðan á miðnætti hafa engir skjálftar yfir fimm mælst í öskju Bárðarbungu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Þeir stærstu urðu síðastliðna nótt eða 4,7 að stærð og um hálftólf leytið í dag, 4,8 að stærð. Eins og verið hefur hefur þó mælst umtalsverður fjöldi minni skjálfta við öskjuna, hátt í 60 síðan á miðnætti, langflestir norðan megin í Bárðarbungu.

Athugun úr flugi með TF-SIF í dag sýndi að mikil blámóða og gas liggur frá gosstöðvunum upp í tæplega 3 km hæð yfir gígnum og leggur þaðan yfir allt Suðurlandsundirlendi og Vesturland eins langt og hægt var að sjá úr vélinni.

Gasmengunin virtist mest vestan Eyjafjallajökuls en virtist þó umtalsverð allt austur á Mýrdalssand.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×