Engir hjólastólar á Hverfisgötunni Birta Björnsdóttir skrifar 26. febrúar 2014 20:00 Framkvæmdir hafa nú staðið yfir á Hverfisgötunni undanfarna mánuði og víða sér fyrir endann á þeim. Formaður samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra segir með ólíkindum að ekkert hafði verið hugsað fyrir aðgengi fyrir fatlaða í endurbótunum, því sé á flestum stöðum á götunni verulega ábótavant. „Kantarnir hér á götunni eru til að mynda svo háir að það eru aðeins þrír staðir á allri götunni sem við komumst upp á. Ef ég fer út úr bílnum á einhverju bílastæði með börnin með mér þarf ég að fara eina 300-400 metra á götunni þar til ég kemst upp á gangstéttina. Það virðist vera algjört hugsunarleysi með framkvæmdirnar hérna," segir Arnar Helgi Lárusson. „Það verður ekkert farið í þessar framkvæmdir aftur fyrr en kannski eftir 70 til 100 ár og við erum búin að bíða lengi eftir því að göturnar hérna verði teknar í gegn og svo er bara horft framhjá öllu aðgengi þegar farið er í þetta. Þetta er bara mjög sorglegt." Arnar Helgi bendir á ramp við Hverfisgötu 42, sem sé til fyrirmyndar. Þegar hann hafi spurst fyrir um tilkomu rampsins hafi hann fengið þau svör að hann hafi verið settur til þess að auðvelda aðgengi fyrir vörumóttöku og ruslafötur. „Það er farið betur með rusl í Reykjavík en fatlað fólk," segir Arnar. „Það má heldur ekki gleyma því að það eru ákveðnar byggingareglur í gildi sem á að fara eftir en hér hefur engu verið fylgt eftir. Kantar mega til dæmis ekki vera meira en þrír sentimetrar, en hér eru kantar allt upp í 10 til 12 sentimetrar. Eldra fólk og allir sem eiga erfitt með gang eiga eftir að eiga í vandræðum með þetta." Arnar segir að um fjórðung þjóðarinnar sé að ræða, það er alla þá einstaklinga sem eru sjón- og heyrnaskertir, sem og aldrað fólk auk þeirra sem eru hreyfihamlaðir. Hann segir að þó að við nokkrar verslanir á Hverfisgötuna sé ástandið ásættanlegt sé það grátegt að þetta sé enn staðreyndin árið 2014. Samskonar gagnrýni hafi komið upp við endurbætur á Laugarveginum fyrir nokkrum árum, en ekki hafi verið lært af reynslunni þar. Þá viti hann til þess að einhverjir verslunareigendur við Hverfisgötu hafi óskað eftir því að aðgengi við verslanir þeirra verði bætt, en það hafi ekki verið gert. „Við þegnar þessa lands eigum jafn mikinn rétt og aðrir á alla þessa staði. Ég er ekkert að tala um að það eigi að byggja lyftur utaná öll gömul tveggja hæða hús en þegar er verið að standa í framkvæmdum á annað borð og ekki er hugsað fyrir þessu er auðvitað fyrir neðan allar hellur," segir Arnar. „Þessi gata er ekki til fyrir mér, sem og verslanirnar við hana, verslunareigendur geta ekki verið sáttir við það að fjórðungi þjóðarinnar detti ekki í hug að koma hingað." Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Sjá meira
Framkvæmdir hafa nú staðið yfir á Hverfisgötunni undanfarna mánuði og víða sér fyrir endann á þeim. Formaður samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra segir með ólíkindum að ekkert hafði verið hugsað fyrir aðgengi fyrir fatlaða í endurbótunum, því sé á flestum stöðum á götunni verulega ábótavant. „Kantarnir hér á götunni eru til að mynda svo háir að það eru aðeins þrír staðir á allri götunni sem við komumst upp á. Ef ég fer út úr bílnum á einhverju bílastæði með börnin með mér þarf ég að fara eina 300-400 metra á götunni þar til ég kemst upp á gangstéttina. Það virðist vera algjört hugsunarleysi með framkvæmdirnar hérna," segir Arnar Helgi Lárusson. „Það verður ekkert farið í þessar framkvæmdir aftur fyrr en kannski eftir 70 til 100 ár og við erum búin að bíða lengi eftir því að göturnar hérna verði teknar í gegn og svo er bara horft framhjá öllu aðgengi þegar farið er í þetta. Þetta er bara mjög sorglegt." Arnar Helgi bendir á ramp við Hverfisgötu 42, sem sé til fyrirmyndar. Þegar hann hafi spurst fyrir um tilkomu rampsins hafi hann fengið þau svör að hann hafi verið settur til þess að auðvelda aðgengi fyrir vörumóttöku og ruslafötur. „Það er farið betur með rusl í Reykjavík en fatlað fólk," segir Arnar. „Það má heldur ekki gleyma því að það eru ákveðnar byggingareglur í gildi sem á að fara eftir en hér hefur engu verið fylgt eftir. Kantar mega til dæmis ekki vera meira en þrír sentimetrar, en hér eru kantar allt upp í 10 til 12 sentimetrar. Eldra fólk og allir sem eiga erfitt með gang eiga eftir að eiga í vandræðum með þetta." Arnar segir að um fjórðung þjóðarinnar sé að ræða, það er alla þá einstaklinga sem eru sjón- og heyrnaskertir, sem og aldrað fólk auk þeirra sem eru hreyfihamlaðir. Hann segir að þó að við nokkrar verslanir á Hverfisgötuna sé ástandið ásættanlegt sé það grátegt að þetta sé enn staðreyndin árið 2014. Samskonar gagnrýni hafi komið upp við endurbætur á Laugarveginum fyrir nokkrum árum, en ekki hafi verið lært af reynslunni þar. Þá viti hann til þess að einhverjir verslunareigendur við Hverfisgötu hafi óskað eftir því að aðgengi við verslanir þeirra verði bætt, en það hafi ekki verið gert. „Við þegnar þessa lands eigum jafn mikinn rétt og aðrir á alla þessa staði. Ég er ekkert að tala um að það eigi að byggja lyftur utaná öll gömul tveggja hæða hús en þegar er verið að standa í framkvæmdum á annað borð og ekki er hugsað fyrir þessu er auðvitað fyrir neðan allar hellur," segir Arnar. „Þessi gata er ekki til fyrir mér, sem og verslanirnar við hana, verslunareigendur geta ekki verið sáttir við það að fjórðungi þjóðarinnar detti ekki í hug að koma hingað."
Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Sjá meira