Engir hjólastólar á Hverfisgötunni Birta Björnsdóttir skrifar 26. febrúar 2014 20:00 Framkvæmdir hafa nú staðið yfir á Hverfisgötunni undanfarna mánuði og víða sér fyrir endann á þeim. Formaður samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra segir með ólíkindum að ekkert hafði verið hugsað fyrir aðgengi fyrir fatlaða í endurbótunum, því sé á flestum stöðum á götunni verulega ábótavant. „Kantarnir hér á götunni eru til að mynda svo háir að það eru aðeins þrír staðir á allri götunni sem við komumst upp á. Ef ég fer út úr bílnum á einhverju bílastæði með börnin með mér þarf ég að fara eina 300-400 metra á götunni þar til ég kemst upp á gangstéttina. Það virðist vera algjört hugsunarleysi með framkvæmdirnar hérna," segir Arnar Helgi Lárusson. „Það verður ekkert farið í þessar framkvæmdir aftur fyrr en kannski eftir 70 til 100 ár og við erum búin að bíða lengi eftir því að göturnar hérna verði teknar í gegn og svo er bara horft framhjá öllu aðgengi þegar farið er í þetta. Þetta er bara mjög sorglegt." Arnar Helgi bendir á ramp við Hverfisgötu 42, sem sé til fyrirmyndar. Þegar hann hafi spurst fyrir um tilkomu rampsins hafi hann fengið þau svör að hann hafi verið settur til þess að auðvelda aðgengi fyrir vörumóttöku og ruslafötur. „Það er farið betur með rusl í Reykjavík en fatlað fólk," segir Arnar. „Það má heldur ekki gleyma því að það eru ákveðnar byggingareglur í gildi sem á að fara eftir en hér hefur engu verið fylgt eftir. Kantar mega til dæmis ekki vera meira en þrír sentimetrar, en hér eru kantar allt upp í 10 til 12 sentimetrar. Eldra fólk og allir sem eiga erfitt með gang eiga eftir að eiga í vandræðum með þetta." Arnar segir að um fjórðung þjóðarinnar sé að ræða, það er alla þá einstaklinga sem eru sjón- og heyrnaskertir, sem og aldrað fólk auk þeirra sem eru hreyfihamlaðir. Hann segir að þó að við nokkrar verslanir á Hverfisgötuna sé ástandið ásættanlegt sé það grátegt að þetta sé enn staðreyndin árið 2014. Samskonar gagnrýni hafi komið upp við endurbætur á Laugarveginum fyrir nokkrum árum, en ekki hafi verið lært af reynslunni þar. Þá viti hann til þess að einhverjir verslunareigendur við Hverfisgötu hafi óskað eftir því að aðgengi við verslanir þeirra verði bætt, en það hafi ekki verið gert. „Við þegnar þessa lands eigum jafn mikinn rétt og aðrir á alla þessa staði. Ég er ekkert að tala um að það eigi að byggja lyftur utaná öll gömul tveggja hæða hús en þegar er verið að standa í framkvæmdum á annað borð og ekki er hugsað fyrir þessu er auðvitað fyrir neðan allar hellur," segir Arnar. „Þessi gata er ekki til fyrir mér, sem og verslanirnar við hana, verslunareigendur geta ekki verið sáttir við það að fjórðungi þjóðarinnar detti ekki í hug að koma hingað." Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira
Framkvæmdir hafa nú staðið yfir á Hverfisgötunni undanfarna mánuði og víða sér fyrir endann á þeim. Formaður samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra segir með ólíkindum að ekkert hafði verið hugsað fyrir aðgengi fyrir fatlaða í endurbótunum, því sé á flestum stöðum á götunni verulega ábótavant. „Kantarnir hér á götunni eru til að mynda svo háir að það eru aðeins þrír staðir á allri götunni sem við komumst upp á. Ef ég fer út úr bílnum á einhverju bílastæði með börnin með mér þarf ég að fara eina 300-400 metra á götunni þar til ég kemst upp á gangstéttina. Það virðist vera algjört hugsunarleysi með framkvæmdirnar hérna," segir Arnar Helgi Lárusson. „Það verður ekkert farið í þessar framkvæmdir aftur fyrr en kannski eftir 70 til 100 ár og við erum búin að bíða lengi eftir því að göturnar hérna verði teknar í gegn og svo er bara horft framhjá öllu aðgengi þegar farið er í þetta. Þetta er bara mjög sorglegt." Arnar Helgi bendir á ramp við Hverfisgötu 42, sem sé til fyrirmyndar. Þegar hann hafi spurst fyrir um tilkomu rampsins hafi hann fengið þau svör að hann hafi verið settur til þess að auðvelda aðgengi fyrir vörumóttöku og ruslafötur. „Það er farið betur með rusl í Reykjavík en fatlað fólk," segir Arnar. „Það má heldur ekki gleyma því að það eru ákveðnar byggingareglur í gildi sem á að fara eftir en hér hefur engu verið fylgt eftir. Kantar mega til dæmis ekki vera meira en þrír sentimetrar, en hér eru kantar allt upp í 10 til 12 sentimetrar. Eldra fólk og allir sem eiga erfitt með gang eiga eftir að eiga í vandræðum með þetta." Arnar segir að um fjórðung þjóðarinnar sé að ræða, það er alla þá einstaklinga sem eru sjón- og heyrnaskertir, sem og aldrað fólk auk þeirra sem eru hreyfihamlaðir. Hann segir að þó að við nokkrar verslanir á Hverfisgötuna sé ástandið ásættanlegt sé það grátegt að þetta sé enn staðreyndin árið 2014. Samskonar gagnrýni hafi komið upp við endurbætur á Laugarveginum fyrir nokkrum árum, en ekki hafi verið lært af reynslunni þar. Þá viti hann til þess að einhverjir verslunareigendur við Hverfisgötu hafi óskað eftir því að aðgengi við verslanir þeirra verði bætt, en það hafi ekki verið gert. „Við þegnar þessa lands eigum jafn mikinn rétt og aðrir á alla þessa staði. Ég er ekkert að tala um að það eigi að byggja lyftur utaná öll gömul tveggja hæða hús en þegar er verið að standa í framkvæmdum á annað borð og ekki er hugsað fyrir þessu er auðvitað fyrir neðan allar hellur," segir Arnar. „Þessi gata er ekki til fyrir mér, sem og verslanirnar við hana, verslunareigendur geta ekki verið sáttir við það að fjórðungi þjóðarinnar detti ekki í hug að koma hingað."
Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira