Enginn veit fyrir víst hvers vegna ísbirnirnir koma hingað Una Sighvatsdóttir skrifar 17. júlí 2016 19:11 Tæpur sólarhringur er síðan þessi miklar skepna gekk á land norður á Skaga og mætti þar örlögum sínum. Hræið er nú komið í hendur Náttúrufræðistofnunar, þar sem það verður rannsakað í þaula. Það var heimilisfólk á Hvalnesi á Skaga sem varð bjarnarins vart seint í gærkvöldi, aðeins nokkur hundruð metrum frá bænum þar sem bæði börn og dýr voru að leik. Kölluð var til vön skytta og dýrið fellt með einu skoti í hálsinn.Stoppuð upp eins og hinir birnirnir „Þessi birna er 204 kíló, við vigtuðum hana fyrir norðan," segir Þorvaldur Þór Björnsson hamskeri hjá Náttúrufræðistofnun sem fór norður síðustu nótt og fygldi birnunni í bæinn. „Við erum einhverja klukkutíma að taka sýni úr henni og síðan í framhaldinu verður stefnt að því að stoppa hana upp eins og aðrir birnir sem hafa komið hingað inn til náttúrufræðistofnunar undanfarin ár."Verðugt verkefni að rannsaka dýrin vel Þetta er fimmti ísbjörninn sem gengur hér á land frá árinu 2008. Tannrannsóknir hafa gefið mikla innsýn í lífssögu dýranna og kom meðal annars í ljós að hin svokallaða Rekavíkur-Birna sem hingað kom 2011 var erfðafræðilega mun skyldari Norður-Amerískum bjarndýrum en búast mætti við af ísbjörnum á Grænlandi eða Svalbarða. Karl Skírnisson dýrafræðingur hjá Rannsóknastöðinni á Keldum segir það mikilvægt verkefni að rannsaka bjarndýrin vel og um leið reyna að grennslast fyrir um það hvers vegna þau koma hingað.Hafa líklega synt til Íslands „Ég held það séu komnar einar fimm vísindagreinar um þessa fjóra bangsa sem hingað hafa synt á síðustu árum. Því sennilega hafa þeir synt allir nema kannski þessi sem kom í Þistilfjörð, hann gæti hafa borist eins og korktappi undan vatni og vindum," segir Karl. „Þannig að það er mjög áhugavert að skoða þetta. Líka, af hverju leggja dýr í svona langferð? Það er mjög forvitnalegt og menn vita ekki svarið." Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Sjá meira
Tæpur sólarhringur er síðan þessi miklar skepna gekk á land norður á Skaga og mætti þar örlögum sínum. Hræið er nú komið í hendur Náttúrufræðistofnunar, þar sem það verður rannsakað í þaula. Það var heimilisfólk á Hvalnesi á Skaga sem varð bjarnarins vart seint í gærkvöldi, aðeins nokkur hundruð metrum frá bænum þar sem bæði börn og dýr voru að leik. Kölluð var til vön skytta og dýrið fellt með einu skoti í hálsinn.Stoppuð upp eins og hinir birnirnir „Þessi birna er 204 kíló, við vigtuðum hana fyrir norðan," segir Þorvaldur Þór Björnsson hamskeri hjá Náttúrufræðistofnun sem fór norður síðustu nótt og fygldi birnunni í bæinn. „Við erum einhverja klukkutíma að taka sýni úr henni og síðan í framhaldinu verður stefnt að því að stoppa hana upp eins og aðrir birnir sem hafa komið hingað inn til náttúrufræðistofnunar undanfarin ár."Verðugt verkefni að rannsaka dýrin vel Þetta er fimmti ísbjörninn sem gengur hér á land frá árinu 2008. Tannrannsóknir hafa gefið mikla innsýn í lífssögu dýranna og kom meðal annars í ljós að hin svokallaða Rekavíkur-Birna sem hingað kom 2011 var erfðafræðilega mun skyldari Norður-Amerískum bjarndýrum en búast mætti við af ísbjörnum á Grænlandi eða Svalbarða. Karl Skírnisson dýrafræðingur hjá Rannsóknastöðinni á Keldum segir það mikilvægt verkefni að rannsaka bjarndýrin vel og um leið reyna að grennslast fyrir um það hvers vegna þau koma hingað.Hafa líklega synt til Íslands „Ég held það séu komnar einar fimm vísindagreinar um þessa fjóra bangsa sem hingað hafa synt á síðustu árum. Því sennilega hafa þeir synt allir nema kannski þessi sem kom í Þistilfjörð, hann gæti hafa borist eins og korktappi undan vatni og vindum," segir Karl. „Þannig að það er mjög áhugavert að skoða þetta. Líka, af hverju leggja dýr í svona langferð? Það er mjög forvitnalegt og menn vita ekki svarið."
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Sjá meira