Erlent

Enginn lifði flugslysið af

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Engir eftirlifendur fundust þar sem alírska flugvélin AH6017 brotlenti í Malí, en 110 farþegar voru í vélinni og sex starfsmenn. Nærri því helmingur þeirra voru Frakkar. Þetta er þriðja farþegaflugvélin sem ferst á einni viku.

Frönsk yfirvöld sendu hermenn til að tryggja brotlendingarstað alsírsku flugvélarinnar í norðurhluta Malí. Innanríkisráðherra Frakklands segir að ekki sé hægt að útiloka hryðjuverk sem orsök slyssins, en líklega hafi það orðið vegna veðurs.

Francois Hollande sagði enga hafa lifað slysið af. Hann tilkynnti einnig að svörtu kassarnir hafi fundist í brakinu. Flakið var fundið af flugmönnum dróna frá herstöð Frakklands í Nígeríu, en um 30 hermenn voru sendir þangað.

Samkvæmt upplýsingum af vettvangi er brakið af vélinni ekki dreift um stórt svæði og er hún sögð vera í molum.

„Við höldum að vélin hafi brotlent vegna veðurs, en ekki er hægt að útiloka neinar kenningar áður en rannsókn er lokið,“ sagði Bernard Cazeneuve, innanríkisráðherra Frakklands. Hann bætti þó við að hryðjuverkamenn héldu til á þessu svæði.

Flugvélin hvarf af radar klukkutíma eftir flugtak og eftir að flugmennirnir höfðu beðið um að fá breyta leið sinni vegna mikillar rigningar.


Tengdar fréttir

Misstu samband við vél Air Algerie

Air Algerie hefur misst samband við vél sína um fimmtíu mínútum eftir að vélin tók á loft í Ouagadougou, höfuðborg Búrkína Fasó. 116 voru um borð í vélinni.

Brak fundið úr alsírsku vélinni

Forseti Malí, Ibrahim Boubacar Keita, tilkynnti í gærkvöld að brak úr flugvél alsírska flugfélagsins Air Algerie hefði fundist í Sahara-eyðimörkinni í norðurhluta landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×