Viðskipti innlent

Enginn einstaklingur á yfir 10% í vogunarsjóðunum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Enginn einstaklingur á yfir 10% í vogunarsjóðunum sem voru að kaupa 31 prósent hlut í Arion banka.
Enginn einstaklingur á yfir 10% í vogunarsjóðunum sem voru að kaupa 31 prósent hlut í Arion banka.
Arion banki hefur uppfært hluthafalista sinn samkvæmt reglum Fjármálaeftirlitsins í kjölfar sölu á hlut til vogunarsjóða. Enginn einstaklingur á að minnsta kosti 10 prósent af hlutafé beint eða óbeint í sjóðunum. Ekki þarf því að greina frá hverjir eru eigendur vogunarsjóðanna sem voru að kaupa 31 prósent hlut í Arion banka.

Samkvæmt 19. grein laga um fjármálafyrirtæki er fjármálafyrirtækjunum skylt að birta á vefsíðu sinni yfirlit yfir alla eigendur bankans sem eiga yfir 1 prósent hlutafjár. Í lögunum er jafnframt kveðið á um að sé um félag eða lögaðila að ræða skal birta hvaða einstaklingur eða einstaklingar séu raunverulegir eigendur viðkomandi lögaðila. Er þar átt við einstaklinga sem eiga beina eða óbeina hlutdeild í félagi sem nemur 10 prósent eða meira af hlutafé, stofnfé eða atkvæðisrétti eða aðra hlutdeild sem gerir þeim kleift að hafa veruleg áhrif á stjórnun viðkomandi félags.

Eftir kaupin á Kaupskil ehf. 57,9 prósent í Arion banka, en enginn einstaklingur á að minnsta kosti 10 prósent af hlutafé í félaginu. Bankasýsla ríkisins á 13 prósent. Taconic Capital Advisors eiga 9,999 prósent hlut í Arion banka, Trinity Investments Desinate Activity Company á 9,999 prósent, Sculptor Investments (Félag tengt Och-Ziff Capital Managment Group) á 6,6 prósent hlut og ELG Investors II (Goldman Sachs International) á 2,6 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×