Engin alvarleg pnumókokkasýking eftir bólusetningu LVP skrifar 9. júní 2013 18:30 Í fyrra greindist ekkert barn hér á landi með alvarlega sýkingu af völdum pnumókokka, ári eftir að bólusetning gegn bakteríunni var tekin upp en hún veldur meðal annars heilahimnubólgu og blóðsýkingum. Yfirlæknir segir þetta ánægjuefni. Í apríl 2011 var byrjað að bólusetja öll börn hér á landi gegn pneumókokkum. Það eru bakteríur sem geta valdið alvarlegum sjúkdómum, sérstaklega hjá ungum börnum. Börn eru bólsett þrisvar á fyrsta aldursárinu gegn pnumókokkum en algengustu sýkingarnar sem að bakterían veldur eru þrálátar miðeyrnabólgur, kinnholusýkingar og lungabólgur. Áður en að almenn bólusetning gegn bakteríunni hófst greindust árlega hér á landi 11 börn með alvarlegar sýkingar af völdum hennar, það er annað hvort heilahimnubólgu eða blóðsýkingu. Nú tveimur árum síðar hefur breyting orðið þar á. „Það eru ekki alveg komnar niðurstöður um það hver árangurinn er í raun og veru en það er þó ánægjulegt að segja frá því að ekkert barn greindist í fyrra með alvarlega sýkingu af völdum pneumókokka,“ segir Þórólfur Guðnason yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins. Hann segir það vera í fyrsta sinn svo hann reki minni til. Þórólfur segir ekki hægt að svara því að svo stöddu hvort það takist að draga úr sýklalyfjanotkun með bólusetningunni. Vonast er til að með bólusetningunni takist að draga hana saman um fjórðung hjá börnum undir fimm ára. Flestir foreldrar hafa nýtt sér bólusetninguna eftir að hún var tekin upp. Þannig voru ríflega 90% þeirra barna sem fæddust árið 2011 bólusett gegn pneumókkum. „Við gefum þetta samhliða annarri bólusetningu þannig að yfirleitt eru tvær sprautur bara gefnar samtímis og ég man ekki eftir neinum sem hefur hafnað henni,“ segir Sigrún Kristín Barkardóttir yfirhjúkrunarfræðingur á Heilsugæslunni í Glæsibæ. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Í fyrra greindist ekkert barn hér á landi með alvarlega sýkingu af völdum pnumókokka, ári eftir að bólusetning gegn bakteríunni var tekin upp en hún veldur meðal annars heilahimnubólgu og blóðsýkingum. Yfirlæknir segir þetta ánægjuefni. Í apríl 2011 var byrjað að bólusetja öll börn hér á landi gegn pneumókokkum. Það eru bakteríur sem geta valdið alvarlegum sjúkdómum, sérstaklega hjá ungum börnum. Börn eru bólsett þrisvar á fyrsta aldursárinu gegn pnumókokkum en algengustu sýkingarnar sem að bakterían veldur eru þrálátar miðeyrnabólgur, kinnholusýkingar og lungabólgur. Áður en að almenn bólusetning gegn bakteríunni hófst greindust árlega hér á landi 11 börn með alvarlegar sýkingar af völdum hennar, það er annað hvort heilahimnubólgu eða blóðsýkingu. Nú tveimur árum síðar hefur breyting orðið þar á. „Það eru ekki alveg komnar niðurstöður um það hver árangurinn er í raun og veru en það er þó ánægjulegt að segja frá því að ekkert barn greindist í fyrra með alvarlega sýkingu af völdum pneumókokka,“ segir Þórólfur Guðnason yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins. Hann segir það vera í fyrsta sinn svo hann reki minni til. Þórólfur segir ekki hægt að svara því að svo stöddu hvort það takist að draga úr sýklalyfjanotkun með bólusetningunni. Vonast er til að með bólusetningunni takist að draga hana saman um fjórðung hjá börnum undir fimm ára. Flestir foreldrar hafa nýtt sér bólusetninguna eftir að hún var tekin upp. Þannig voru ríflega 90% þeirra barna sem fæddust árið 2011 bólusett gegn pneumókkum. „Við gefum þetta samhliða annarri bólusetningu þannig að yfirleitt eru tvær sprautur bara gefnar samtímis og ég man ekki eftir neinum sem hefur hafnað henni,“ segir Sigrún Kristín Barkardóttir yfirhjúkrunarfræðingur á Heilsugæslunni í Glæsibæ.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira