Engar lagabreytingar þarf vilji stjórnvöld skera niður hjá RÚV Jakob Bjarnar skrifar 1. júlí 2015 10:40 Brynjar segir Karl vel ritfæran og hann kunni að koma hugsunum sínum frá sér á rituðu máli. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur skilað ritgerð sinni inn á Skemmu, hvar háskólaritgerðum er safnað saman á einn stað. Hún fjallar um pólitískt hitamál, nefnilega RÚV ofh: „Ríkisútvarpið – þróun þess og lagaumgjörð. Nauðsynlegur fjölmiðill í almannaþágu eða tímaskekkja?“ Sá er titill ritgerðarinnar og víst er að hann kann að skjóta einhverjum þeim sem engar breytingar vilja sjá á rekstri RÚV skelk í bringu. Þá ekki síður sú staðreynd að Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er leiðbeinandi Karls, og þekktar eru skoðanir hans á RÚV ohf; hann telur ljóst að ríkið eigi ekki að standa í samkeppnisrekstri.Læst ritgerðRitgerðin er læst, nánar tiltekið til 15.5.2045. Vilji menn vísa til efnis ritgerðarinnar og helstu niðurstöðu verður að fara krókaleiðir. Spyrja má hvort það sé siðlegt í ljósi þess að samfélagið leggur til verulegt fé í að halda úti menntakerfinu, þá hvort ekki sé lágmark að menn hafi aðgang að ritgerðinni? Karl segir þetta einfaldlega reglur sem skólarnir leggi upp með, val hvers og eins og ef að er gáð komi á daginn að læst er fyrir aðgang að flestum ritgerðunum. „Ég skil hvert þú ert að fara en ég hef enga sérstaka skoðun á þessu,“ segir Karl.Helstu niðurstöðurÍ ritgerðinni er þróun RÚV skoðuð, sögulega sem sérstaklega, einkum þegar rekstrarformið breyttist í ohf. Hlutafélagavæðingin kallaði á breytingar á rekstrinum, RÚV öðlaðist aukið sjálfstæði og samskiptin við eigandann ríkið breyttust. Auk þess lítur Karl til almannaþjónustuhlutverks stofnunarinnar, fjölmiðill í almannaþágu? Tilgangur laganna er að stuðla að lýðræðislegri umræðu og menningarlegri fjölbreytni. RÚV er öðrum þræði hápólitískt fyrirbæri og þá liggur eiginlega beint við að spyrja: Hverjar voru helstu niðurstöður í stuttu máli? „Frelsi stjórnvalda til að gera breytingar á ríkisútvarpinu miklar miðað við þá lagaumgjörð sem er. Almannaþjónustuhugtakið er skilgreint vítt í lögum um lög um Ríkisútvarpið. Ef stjórnvöld vilja skerða þjónustu ríkisútvarpsins er ekkert í lögunum sem bannar það,“ segir Karl: „Menn hafa oft verið að segja að ef menn vilja skerða framlög til Ríkisútvarpsins verði að koma til lagabreyting. Það er ekki rétt útaf fyrir sig. Ekkert í lögunum sem segir hversu mikilli þjónustu Ríkisútvarpið þarf að sinna; menningu, afþreyingu og fréttum. Engin sérstök skilgreining á því í lögunum. Hversu mikil hún á að vera er mjög afstætt. Menn eru oft að segja að vilji menn fara í niðurskurð þurfi að koma til lagabreytingar en mín niðurstaða er sú að það þurfi ekki endilega að koma til.“Einkar gott aðgengi að leiðbeinandaKarl er ófáanlegur til að segja hvaða einkunn hann fékk fyrir ritgerðina. Segir það trúnaðarmál. „Maður er ekkert að gefa það upp. Það eru tveir prófdómarar sem fara yfir og gefa einkunnir,“ segir Karl. Þá telur hann af og frá að ritgerðin hafi verið unnin í þinghúsinu. „Nei, þar er nóg að gera. Þetta var skrifað um kvöld og helgar.“Karl Garðarsson hefur lokið fullnaðarprófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík.fb-síða karls garðarssonarLeiðbeinandi Karls, Brynjar Níelsson, er reyndar ekki alveg á því. „Við unnum að þessu á útmánuðum og Karl hafði náttúrlega óvenju góðan aðgang að leiðbeinandanum. Við vinnum á sama stað.“Og voruð þið þá að vinna að ritgerðinni meðan stjórnarandstaðan var með málþóf? „Örugglega einhvern tímann. Það var ekkert hjá því komist. Það hefur verið málþóf í allan vetur. Útilokað að komast hjá því,“ segir Brynjar, reyndar á gamansömum nótum.Vafðist ekki fyrir BrynjariBrynjar segir það rétt að þetta sé sérstakt. En kannski ekki alveg eins sérstakt og menn gætu haldið. „Ég hef heyrt af svipuðu. Einhver sagði mér að að yfirmaður hafi verið með ritgerð hjá undirmanni á einhverjum vinnustað.“ Brynjar segist hafa verið leiðbeinandi að mörgum MA- og BA-ritgerðum hjá ýmsum skólum. „Þetta er ekkert nýtt fyrir mér. Ég hef verið stundakennari í háskólanum og fullt af mönnum úti í bæ sem eru leiðbeinendur í svona meistararitgerðum.“ Brynjar segist sérfróður í hverju sem helst, ekkert endilega lagaverkinu í kringum RÚV. „Þetta er spurning um fræðileg vinnubrögð. Snýst ekki um hversu sérfróður á þessu tiltekna svið ég er enda kalla ég RÚV ekki svið; lagaumgjörð um einhverja stofnun.“Á ríkið að standa í samkeppnisrekstri?En RÚV er hápólitískt fyrirbæri, það hlýtur að vera sérstakt að þingmaður vinni að ritgerð um stofnunina og annar þingmaður sé leiðbeinandi? „Já, hún er pólitískt rekin að hluta. Ritgerðin fjallar um lagaumgjörðina og þróun hennar. Svo kemur náttúrlega þessi pólitíska spurning, af hverju erum við með RÚV? Er stofnunin nauðsynleg í nútímasamfélagi? Að ríkið sé að standa í einhverjum samkeppnisrekstri? Karl er að velta þessu upp með hliðsjón af lagaumhverfinu og samræmi við Evróputilskipanir.“ Aðspurður segir Brynjar Karl alveg sæmilega ritfæran og hann kunni að koma hugsun sinni frá sér. „Kannski ekkert í hæstu hæðum. Hann verður að segja þér um einkunnina sjálfa. Hún var ágæt. Hann hefur ýmsa hæfileika, hann er bara í vitlausum flokki. Neinei, þetta er ágætis ritgerð hjá honum.“ Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Rétti Trump miða um að tilkynna samkomulag um Gasa Erlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur skilað ritgerð sinni inn á Skemmu, hvar háskólaritgerðum er safnað saman á einn stað. Hún fjallar um pólitískt hitamál, nefnilega RÚV ofh: „Ríkisútvarpið – þróun þess og lagaumgjörð. Nauðsynlegur fjölmiðill í almannaþágu eða tímaskekkja?“ Sá er titill ritgerðarinnar og víst er að hann kann að skjóta einhverjum þeim sem engar breytingar vilja sjá á rekstri RÚV skelk í bringu. Þá ekki síður sú staðreynd að Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er leiðbeinandi Karls, og þekktar eru skoðanir hans á RÚV ohf; hann telur ljóst að ríkið eigi ekki að standa í samkeppnisrekstri.Læst ritgerðRitgerðin er læst, nánar tiltekið til 15.5.2045. Vilji menn vísa til efnis ritgerðarinnar og helstu niðurstöðu verður að fara krókaleiðir. Spyrja má hvort það sé siðlegt í ljósi þess að samfélagið leggur til verulegt fé í að halda úti menntakerfinu, þá hvort ekki sé lágmark að menn hafi aðgang að ritgerðinni? Karl segir þetta einfaldlega reglur sem skólarnir leggi upp með, val hvers og eins og ef að er gáð komi á daginn að læst er fyrir aðgang að flestum ritgerðunum. „Ég skil hvert þú ert að fara en ég hef enga sérstaka skoðun á þessu,“ segir Karl.Helstu niðurstöðurÍ ritgerðinni er þróun RÚV skoðuð, sögulega sem sérstaklega, einkum þegar rekstrarformið breyttist í ohf. Hlutafélagavæðingin kallaði á breytingar á rekstrinum, RÚV öðlaðist aukið sjálfstæði og samskiptin við eigandann ríkið breyttust. Auk þess lítur Karl til almannaþjónustuhlutverks stofnunarinnar, fjölmiðill í almannaþágu? Tilgangur laganna er að stuðla að lýðræðislegri umræðu og menningarlegri fjölbreytni. RÚV er öðrum þræði hápólitískt fyrirbæri og þá liggur eiginlega beint við að spyrja: Hverjar voru helstu niðurstöður í stuttu máli? „Frelsi stjórnvalda til að gera breytingar á ríkisútvarpinu miklar miðað við þá lagaumgjörð sem er. Almannaþjónustuhugtakið er skilgreint vítt í lögum um lög um Ríkisútvarpið. Ef stjórnvöld vilja skerða þjónustu ríkisútvarpsins er ekkert í lögunum sem bannar það,“ segir Karl: „Menn hafa oft verið að segja að ef menn vilja skerða framlög til Ríkisútvarpsins verði að koma til lagabreyting. Það er ekki rétt útaf fyrir sig. Ekkert í lögunum sem segir hversu mikilli þjónustu Ríkisútvarpið þarf að sinna; menningu, afþreyingu og fréttum. Engin sérstök skilgreining á því í lögunum. Hversu mikil hún á að vera er mjög afstætt. Menn eru oft að segja að vilji menn fara í niðurskurð þurfi að koma til lagabreytingar en mín niðurstaða er sú að það þurfi ekki endilega að koma til.“Einkar gott aðgengi að leiðbeinandaKarl er ófáanlegur til að segja hvaða einkunn hann fékk fyrir ritgerðina. Segir það trúnaðarmál. „Maður er ekkert að gefa það upp. Það eru tveir prófdómarar sem fara yfir og gefa einkunnir,“ segir Karl. Þá telur hann af og frá að ritgerðin hafi verið unnin í þinghúsinu. „Nei, þar er nóg að gera. Þetta var skrifað um kvöld og helgar.“Karl Garðarsson hefur lokið fullnaðarprófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík.fb-síða karls garðarssonarLeiðbeinandi Karls, Brynjar Níelsson, er reyndar ekki alveg á því. „Við unnum að þessu á útmánuðum og Karl hafði náttúrlega óvenju góðan aðgang að leiðbeinandanum. Við vinnum á sama stað.“Og voruð þið þá að vinna að ritgerðinni meðan stjórnarandstaðan var með málþóf? „Örugglega einhvern tímann. Það var ekkert hjá því komist. Það hefur verið málþóf í allan vetur. Útilokað að komast hjá því,“ segir Brynjar, reyndar á gamansömum nótum.Vafðist ekki fyrir BrynjariBrynjar segir það rétt að þetta sé sérstakt. En kannski ekki alveg eins sérstakt og menn gætu haldið. „Ég hef heyrt af svipuðu. Einhver sagði mér að að yfirmaður hafi verið með ritgerð hjá undirmanni á einhverjum vinnustað.“ Brynjar segist hafa verið leiðbeinandi að mörgum MA- og BA-ritgerðum hjá ýmsum skólum. „Þetta er ekkert nýtt fyrir mér. Ég hef verið stundakennari í háskólanum og fullt af mönnum úti í bæ sem eru leiðbeinendur í svona meistararitgerðum.“ Brynjar segist sérfróður í hverju sem helst, ekkert endilega lagaverkinu í kringum RÚV. „Þetta er spurning um fræðileg vinnubrögð. Snýst ekki um hversu sérfróður á þessu tiltekna svið ég er enda kalla ég RÚV ekki svið; lagaumgjörð um einhverja stofnun.“Á ríkið að standa í samkeppnisrekstri?En RÚV er hápólitískt fyrirbæri, það hlýtur að vera sérstakt að þingmaður vinni að ritgerð um stofnunina og annar þingmaður sé leiðbeinandi? „Já, hún er pólitískt rekin að hluta. Ritgerðin fjallar um lagaumgjörðina og þróun hennar. Svo kemur náttúrlega þessi pólitíska spurning, af hverju erum við með RÚV? Er stofnunin nauðsynleg í nútímasamfélagi? Að ríkið sé að standa í einhverjum samkeppnisrekstri? Karl er að velta þessu upp með hliðsjón af lagaumhverfinu og samræmi við Evróputilskipanir.“ Aðspurður segir Brynjar Karl alveg sæmilega ritfæran og hann kunni að koma hugsun sinni frá sér. „Kannski ekkert í hæstu hæðum. Hann verður að segja þér um einkunnina sjálfa. Hún var ágæt. Hann hefur ýmsa hæfileika, hann er bara í vitlausum flokki. Neinei, þetta er ágætis ritgerð hjá honum.“
Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Rétti Trump miða um að tilkynna samkomulag um Gasa Erlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira