Innlent

Endurnýjað á kostnað ríkisins

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra, Guðrún Pálsdóttir bæjarstjóri og Steini Þorvaldsson, formaður stjórnarnefndar um málefni fatlaðra skrifuðu undir samkomulagið. Fréttablaðið/GVA
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra, Guðrún Pálsdóttir bæjarstjóri og Steini Þorvaldsson, formaður stjórnarnefndar um málefni fatlaðra skrifuðu undir samkomulagið. Fréttablaðið/GVA
Framkvæmdasjóður fatlaðra mun leggja 27 milljónir króna í endurnýjun á húsnæði fyrir fatlað fólk í Kópavogi. Skrifað var undir samkomulag þess efnis í gær.

Eftir að málefni fatlaðra voru færð frá ríki til sveitarfélaga um áramót kom í ljós að húsnæði við Borgarholtsbraut í Kópavogi var mjög ábótavant. Þar búa fimm fatlaðir einstaklingar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Kópavogsbæ. - bj


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×